Viðskipti innlent

Kjarabætur að mestu horfnar

Í Vísbendingu er sagt skynsamlegt að uppfylla svokölluð Maastricht-skilyrði, sama hvaða gjaldmiðill verði notaður í landinu.
Í Vísbendingu er sagt skynsamlegt að uppfylla svokölluð Maastricht-skilyrði, sama hvaða gjaldmiðill verði notaður í landinu.
Á síðasta aldarfjórðungi hefur kaupmáttur launa aukist um 25 til 30 prósent en laun hafa hækkað um 355 prósent. „Mismunurinn á þessu tvennu er verðbólga,“ segir í nýrri umfjöllun í efnahagsritinu Vísbendingu.

Bent er á að á árunum sem liðin séu frá 1989 hafi 92 prósent launahækkana horfið í verðbólguna. „Samt var verðbólgan á þessu tímabili lítil í sögulegu samhengi á Íslandi.“ Árleg verðbólga hafi verið um sex prósent, en kaupmáttaraukning á hverju ári um eitt prósent.

„Margoft hefur verið sýnt fram á náin tengsl verðbólgu við gengi íslensku krónunnar,“ segir jafnframt í Vísbendingu, en þess er um leið getið að um það sé deilt hvort krónan henti íslensku atvinnulífi eður ei.

Fylgismenn krónu bendi á hve auðvelt sé að nota hana til að færa fjármuni til þegar veikja þarf kaupmátt. Aðferðin sé gengisfelling og verðbólga. Aðrir telji mikilvægt að gjaldmiðillinn sjálfur haldi verðgildi sínu sem best og beita eigi öðrum leiðum, svo sem beinum launalækkunum. Það hafi til dæmis verið gert í Lettlandi og á Grikklandi. „Í fyrrnefnda landinu er nú einna mestur hagvöxtur í Evrópu en Grikkir eru enn í miklum erfiðleikum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×