Viðskipti innlent

Promens opnar verksmiðju í Kína

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Samningar undirritaðir.
Samningar undirritaðir.
Jakob Sigurðsson, forstjóri Promens, undirritaði samkomulag við borgaryfirvöld í Taicang fyrr í mánuðinum um opnun nýrrar plastframleiðslu þar. Samningarnir voru undirritaðir að viðstaddri Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Li Keqiangs, forsætisráðherra Kína. Undirritunin fór fram 15. apríl, á sama tíma og Íslendingar undirrituðu fríverslunarsamning við kínversk stjórnvöld. Það er fyrsti fríverslunarsamningurinn sem Kínverjar undirrita við vestrænt ríki.

„Með því að opna þessa verksmiðju í Kína getum við betur þjónað viðskiptavinum okkar í Kína og annars staðar í Asíu,“ segir Jakob Sigurðsson, forstjóri Promens, meðal annars í tilkynningu sem send var fjölmiðlum. Hann bendir á að þegar nýja verksmiðjan er komin upp þurfi ekki að flytja vörur um eins langan veg og annars hefði þurft. Afhendingatími verði að sama skapi styttri.

Undirbúningur að byggingu nýju verksmiðjunnar gengur vel, að því er fram kemur í fréttatilkynningunni en búist er við því að framleiðsla í henni geti hafist fyrir árslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×