Viðskipti innlent

Stoðir selja hlut sinn í TM fyrir 4,4 milljarða

Stoðir eiga eftir fimm prósent hlut í Tryggingamiðstöðinni, eftir hlutafjárútboð sem fór fram í síðustu viku. Á vef Kauphallarinnar í morgun birtist tilkynning frá TM þar sem greint er frá niðurstöðum hlutafjárútboðsins. Fjölmiðlar höfðu áður sagt frá útboðinu á föstudagsmorgun. Í tilkynningunni segir að um 218.550.000 hluti (28,7%) hafi verið að ræða og kaupverðið var 20,1 kr. á hlut. Samtals nam söluverðið því um 4,4 milljörðum króna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×