Viðskipti innlent

Undirbúa stofnun fjármálastöðugleikaráðs

Drög að frumvarpi um fjármálastöðugleikaráð hafa verið lögð fram til umsagnar á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Á vefsíðu stjórnarráðsins segir að frumvarpið var unnið af nefnd sem skipuð var af fjármála- og efnahagsráðherra í desember síðastliðnum.

Nefndinni var falið að gera tillögur um stofnun fjármálastöðugleikaráðs á grundvelli núverandi stofnanauppbyggingar, þ.e. aðkomu fjármála- og efnahagsráðuneytis, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. Leitast er við að tryggja samfellu í eindareftirliti og þjóðhagsvarúðareftirliti.

Tilgangur frumvarpsins er að efla og varðveita fjármálastöðugleika í almannaþágu með því að fela sérstöku ráði, fjármálastöðugleikaráði, skilgreind verkefni og heimildir í samræmi við evrópskar og aðrar alþjóðlegar fyrirmyndir, tillögur í nýlegum skýrslum um fjármálakerfið,umgjörð fjármálastöðugleika á Íslandi og íslenska lögskipan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×