Viðskipti innlent

Verðhrun á grásleppuhrognum

Vertíðin hefur skilað 4.700 tunnum af söltuðum hrognum.
Vertíðin hefur skilað 4.700 tunnum af söltuðum hrognum. Fréttablaðið/JSE
Þrátt fyrir að grásleppuveiðin skili aðeins helmingi þess sem veitt var í fyrra er meðalverð á mörkuðum 39% lægra en það var í fyrra. Landssamband smábátasjómanna skýrir frá þessu.

Verðlækkunin er áfall fyrir grásleppusjómenn sem margir hverjir hafa nú lokið veiðum. Vertíðin stóð í 32 daga en var fimmtíu dagar í fyrra. Einungis 135 bátar fóru til veiða í ár en þeir voru 273 í fyrra, og er það til marks um áhugaleysi sjómanna vegna breytinga á veiðifyrirkomulagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×