Hertar reglur um útblástur brennisteinsvetnis taka gildi Svavar Hávarðsson skrifar 27. apríl 2013 12:51 Heilsutengd vandamál tengd útblæstri jarðvarmavirkjana hafa verið mikið í umræðunni. Fréttablaðið/Vilhelm Umhverfisráðuneytið hefur hafnað beiðni stýrihóps orkufyrirtækja um sex ára frestun á hertum reglum vegna útblásturs brennisteinsvetnis. Það þýðir að Orkuveita Reykjavíkur (OR) bíður með ákvarðanir um frekari uppbyggingu jarðvarmavirkjana þar til niðurstaða fæst í þróunarverkefni um hreinsun útblásturs, en orka nýrra virkjana fyrirtækisins á Hellisheiði er hugsuð fyrir álver í Helguvík. Að stýrihópi um brennisteinsvetni frá jarðgufuvirkjunum standa OR, HS Orka og Landsvirkjun. Hópurinn fór þess á leit við ráðuneytið að gildistöku hertra reglna um útblástur yrði frestað til ársins 2020, en þær taka gildi 1. júlí 2014. Telur ráðuneytið hins vegar að ekki sé fullreynt hvort einhverjar þeirra leiða sem hafa verið til skoðunar til að draga úr brennisteinsmengun frá virkjununum muni skila árangri fyrir þann tíma. Meðal annars nýsköpunarverkefnið Sulfix en það miðar að því að draga úr útblæstri brennisteinsvetnis með því að dæla því aftur ofan í berglögin með affallsvatni. Það hefur gefið góða raun og hafa Landsvirkjun og HS Orka gerst aðilar að verkefninu. Með vísan í tilraunina fóru fyrirtækin fram á fyrrnefnda frestun. Ráðuneytið telur að aðrar jarðvarmavirkjanir en Hellisheiðarvirkjun muni geta staðist umhverfismörk fyrir brennisteinsvetni innan þess tímaramma sem liggur fyrir. Styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti má fara fimm sinnum á ári yfir viðmiðunarmörk, en aldrei þegar breytingin hefur tekið gildi. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að ákvörðun ráðuneytisins snúi aðeins að Hellisheiðarvirkjun og niðurstaðan því skiljanleg. Unnið sé að krafti að því að finna lausn, og þar sé Sulfix-verkefnið í forgrunni. Hvenær lausn finnst er annað mál og aldrei fyrir 1. júlí á næsta ári en niðurstaða ráðuneytisins breyti ekki miklu í augnablikinu. „Við höfum trú á því að þetta virki, en auðvitað vitum við það ekki. Þetta hefur tekist á tilraunaskala en fyrsti áfanginn á iðnaðarskala gæti verið komið í gagnið næsta vor; en það er hreinsun frá einni vél Hellisheiðarvirkjunar af sex. En það er ekki víst að þurfi að hreinsa frá öllum vélunum til að mæta kröfum reglugerðarinnar.“ Ein ný virkjun er í skoðun hjá OR í dag, það er Hverahlíðarvirkjun. Hún er áformuð 90 megavött og er ein þeirra virkjana sem eiga að sjá álveri Norðuráls í Helguvík fyrir orku. „Við byggjum ekki nýja virkjun á meðan þetta er óleyst. Hvenær það verður vitum við ekki, það verður að koma í ljós,“ segir Bjarni. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Umhverfisráðuneytið hefur hafnað beiðni stýrihóps orkufyrirtækja um sex ára frestun á hertum reglum vegna útblásturs brennisteinsvetnis. Það þýðir að Orkuveita Reykjavíkur (OR) bíður með ákvarðanir um frekari uppbyggingu jarðvarmavirkjana þar til niðurstaða fæst í þróunarverkefni um hreinsun útblásturs, en orka nýrra virkjana fyrirtækisins á Hellisheiði er hugsuð fyrir álver í Helguvík. Að stýrihópi um brennisteinsvetni frá jarðgufuvirkjunum standa OR, HS Orka og Landsvirkjun. Hópurinn fór þess á leit við ráðuneytið að gildistöku hertra reglna um útblástur yrði frestað til ársins 2020, en þær taka gildi 1. júlí 2014. Telur ráðuneytið hins vegar að ekki sé fullreynt hvort einhverjar þeirra leiða sem hafa verið til skoðunar til að draga úr brennisteinsmengun frá virkjununum muni skila árangri fyrir þann tíma. Meðal annars nýsköpunarverkefnið Sulfix en það miðar að því að draga úr útblæstri brennisteinsvetnis með því að dæla því aftur ofan í berglögin með affallsvatni. Það hefur gefið góða raun og hafa Landsvirkjun og HS Orka gerst aðilar að verkefninu. Með vísan í tilraunina fóru fyrirtækin fram á fyrrnefnda frestun. Ráðuneytið telur að aðrar jarðvarmavirkjanir en Hellisheiðarvirkjun muni geta staðist umhverfismörk fyrir brennisteinsvetni innan þess tímaramma sem liggur fyrir. Styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti má fara fimm sinnum á ári yfir viðmiðunarmörk, en aldrei þegar breytingin hefur tekið gildi. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að ákvörðun ráðuneytisins snúi aðeins að Hellisheiðarvirkjun og niðurstaðan því skiljanleg. Unnið sé að krafti að því að finna lausn, og þar sé Sulfix-verkefnið í forgrunni. Hvenær lausn finnst er annað mál og aldrei fyrir 1. júlí á næsta ári en niðurstaða ráðuneytisins breyti ekki miklu í augnablikinu. „Við höfum trú á því að þetta virki, en auðvitað vitum við það ekki. Þetta hefur tekist á tilraunaskala en fyrsti áfanginn á iðnaðarskala gæti verið komið í gagnið næsta vor; en það er hreinsun frá einni vél Hellisheiðarvirkjunar af sex. En það er ekki víst að þurfi að hreinsa frá öllum vélunum til að mæta kröfum reglugerðarinnar.“ Ein ný virkjun er í skoðun hjá OR í dag, það er Hverahlíðarvirkjun. Hún er áformuð 90 megavött og er ein þeirra virkjana sem eiga að sjá álveri Norðuráls í Helguvík fyrir orku. „Við byggjum ekki nýja virkjun á meðan þetta er óleyst. Hvenær það verður vitum við ekki, það verður að koma í ljós,“ segir Bjarni.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira