Viðskipti innlent

Verðbólgan í apríl mælist 3,3%

Ársverðbólgan mælist 3,3% í apríl og minnkar um 0,6 prósentur frá fyrra mánuði. Þetta er töluvert frá spám sérfræðinga sem almennt gerðu ráð fyrir að verðbólan myndi minnka í 2,9% til 3,0%.

Á vefsíðu Hagstofunnar segir að vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í apríl 2013 er 411,5 stig og hækkaði um 0,19% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 392,0 stig og lækkaði um 0,13% frá mars.

Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 1,8% (vísitöluáhrif 0,23%). Verð á bensíni og olíum lækkaði um 4,0% (-0,23%) og verð á nýjum bílum lækkaði um 2,2% (-0,12%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,3% og vísitalan án húsnæðis um 3,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,0% sem jafngildir 8,4% verðbólgu á ári (8,5% verðbólgu á ári fyrir vísitöluna án húsnæðis).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×