Viðskipti innlent

Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar áfram

Alls voru 80 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í marsmánuði, flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. Fyrstu 3 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 221, sem er tæplega 38% fækkun frá sama tímabili í fyrra þegar 354 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir einnig að Í marsmánuði voru skráð 170 ný einkahlutafélög, flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. Til samanburðar voru 158 ný einkahlutafélög skráð í mars 2012.

Fyrstu 3 mánuði ársins var fjöldi nýskráninga 497, en það er 8% aukning frá sama tíma í fyrra þegar 460 fyrirtæki voru skráð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×