Viðskipti innlent

Töluvert dró úr veltunni á fasteignamarkaði borgarinnar

Töluvert dró úr umsvifum og veltunni á fasteignamarkaði borgarinnar í síðustu viku. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga var 86 en þeir hafa verið 105 talsins að meðaltali á viku undanfarna þrjá mánuði.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Heildarveltan var rúmlega 2,6 milljarðar króna og meðalupphæð á samning 30,6 milljónir króna. Veltan hefur hinsvegar verið um 3,6 milljarðar króna á viku undanfarna þrjá mánuði og meðalupphæð tæplega 34 milljónir kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×