Fleiri fréttir

Unnið að lausn krónueigna

Í skoðun er að erlendir krónubréfaeigendur fjárfesti í íslenskum stórfyrirtækjum fyrir tugi milljarða. Þannig yrði undið ofan af krónustöðum í Seðlabankanum.

Bankarnir stóðu ekki við sitt

Einn viðskiptabankanna þriggja sendi Seðlabankanum rangar upplýsingar um lausafjárstöðu sína á síðasta ári og tveir þeirra stóðu ekki við samkomulag sitt við evrópska seðlabankann frá vordögum í fyrra að draga úr endurhverfum viðskiptum við bankann.

Sparisjóður eykur stofnféð

Stofnfé Sparisjóðs Ólafsfjarðar hefur verið aukið, að hluta með skuldajöfnun þegar kröfu aðal­eiganda sjóðsins var breytt í stofnfé. Við þetta hækkaði eiginfjárhlutfall sparisjóðsisn upp fyrir lögbundið lágmark, að því er fram í tilkynningu.- jab

Peningastefnunefndin var einhuga

Peningastefnunefnd Seðlabankans var einhuga um að fara sér tiltölulega hægt í upphafi vaxtalækkunarferlisins og lækka stýrivexti úr 18% í 17% 19. mars. Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, bauð öðrum meðlimum peningastefnunefndarinnar að kjósa um tillöguna og samþykkti nefndin hana einhuga. Næsti vaxtaákvörðunarfundur verður 8. apríl.

Sýnir styrk og getu viðskiptabankanna

Landsbankinn, Íslandsbanki og Nýi Kaupþing banki komu sér saman í dag um lánveitingu til að tryggja áframhaldandi framkvæmdir við byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhúss. Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans segir að niðurstaðan sýni glögglega styrk og getu íslensku viðskiptabankanna til þess að takast á við og leysa úr flóknum og fjárfrekum viðfangsefnum.

Óvíst hvort Ólafur tapi sínum stærstu eigum

Það ræðst á næstu dögum og vikum hvort að Ólafur Ólafsson tapar öllum sínum stærstu eignum. Allt stendur og fellur með nauðasamningum sem Egla, dótturfélag í hans eigu, reynir að ná við kröfuhafa.

Landsbankinn vísar ásökunum Sparnaðar á bug

Landsbankinn segir það alrangt að verið sé að hvetja sparendur til að segja upp viðbótarlífeyrissparnaði hjá Bayern Líf eins og forsvarsmaður Sparnaðar ehf. fullyrti í gær í samtali við fréttastofu. Ingólfur Ingólfsson sagði þá að að sér hafi borist í hendur skjöl og vitneskja um að Nýi Landsbankinn beiti gróflegum rangfærslum og fölsun á gögnum í þeim tilgangi að ná til sín langtímasparnaði viðskiptavina Bayern Líf, sem er umboðsaðili þýsku tryggingarsamsteypunnar Versicherungs Kammer Bayern á Norðurlöndum.

Stofnuðu símafyrirtæki í miðri kreppu

Símafyrirtækið Sip hóf rekstur þann 1.nóvember. Fyrirtækið er nú orðið hluti af íslenska fastlínunkerfinu og getur því farið að bjóða upp á símaþjónustu fyrir landsmenn. Að sögn Brjáns Jónssonar framkvæmdarstjóra félagsins fóru þeir af stað eftir að Teymi keypti meirihlutaeign í Hive og lagði niður tæknikerfin. Fimm starfsmenn fyrirtækisins eru eigendur þess en þeir eru fyrrum tæknistjórar hjá gamla Hive, Vodafone og Símanum.

Skuldabréf Eglu hf. sett á athugunarlista

Skuldabréf útgefin af Eglu hf. hafa verið færð á athugunarlista kauphallarinnar vegna óvissu um fjárhagslega stöðu útgefanda með vísan til tilkynningar frá félaginu, dags. 2. apríl 2009, um greiðsluerfiðleika félagsins.

Forstjóri Nýsis einnig regluvörður félagsins

Forstjóri Nýsis var regluvörður félagsins. Fjármálaeftirlitinu er ekki kunnugt um nein dæmi um að forstjóri sé jafnframt regluvörður, enda þótt upplýsingar um Nýsisforstjórann liggi á heimasíðu eftirlitsins.

Fréttaskýring: Þjóðarnauðsyn að skipta krónunni út

Sú fáránlega staða er nú komin upp á landinu að það er orðið ólöglegt að nota íslenskar krónur í viðskiptum við útlendinga. Íslenska krónan er sumsé orðin svo ónýtur gjaldmiðill að það er ekki einu sinni hægt að nota hana í heimalandinu lengur.

Mastercard lækkar gjöld til banka um helming

Mastercard í Evrópu hefur ákveðið að lækka tímabundið millikortagjöld banka innan Evrópusambandsins um helming. Þar sem Ísland tilheyrir Evrópukerfi Mastercard nær þessi ákvörðun einnig til Íslands.

Samningur við Cayman-eyjar um upplýsingaskipti undirritaður

Í gær var samningur Norðurlanda og Cayman-eyja um upplýsingamiðlun undirritaður við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi. Samningurinn veitir norrænum skattayfirvöldum aðgang að upplýsingum um skattskyldar innstæður og tekjur og getur veitt aðgang að fjármagni sem ekki hefur verið gefið upp til skatts í heimalandinu.

Össur og Marel ein á hreyfingu í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hefur hækkað um 1,58 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa Marel Food Systems hefur hækkað um 1,38 prósent á sama tíma.

Sparisjóður Ólafsfjarðar eykur stofnfé

Stofnfé Sparisjóðs Ólafsfjarðar hefur verið aukið. Sú aukning fór þannig fram að hluta af kröfum aðaleiganda sjóðsins var breytt í stofnfé með skuldajöfnun. Við þetta hækkaði eiginfjárhlutfall Sparisjóðs Ólafsfjarðar, svokallað CAD hlutfall, upp fyrir lögbundið lágmark.

Bretar ætluðu að taka Straum

Breska fjármálaeftirlitið var tilbúið til að grípa til aðgerða gegn Straumi daginn sem Fjármálaeftlitið setti skilanefnd yfir bankann þann 9. mars s.l.

Vöruskiptin hagstæð um 8,3 milljarða í mars

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir mars 2009 nam útflutningur 34,9 milljörðum króna og innflutningur 26,6 milljörðum króna. Vöruskiptin í mars voru því hagstæð um 8,3 milljarða króna.

Sparisjóður Skagafjarðar eykur stofnfé um 500 milljónir

Stjórn sparisjóðsins í Skagafirði, AFL – sparisjóðs, hefur ákveðið að nýta sér heimild í samþykktum sjóðsins til að auka stofnfé sjóðsins um 500 milljónir kr. Ástæða þessa er að treysta eiginfjárgrunn sjóðsins á þeim erfiðu tímum sem nú herja á íslenskt efnahagslíf.

DeCode glímir við alvarlegan fjárskort

Laust fé deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, dugar í mesta lagi næstu þrjá mánuði. Þetta kemur fram í uppgjöri fyrirtækisins sem birt var í fyrrakvöld. Óvíst er hvað tekur við en unnið er að fjármögnun félagsins. Fyrirtækið tapaði 80,9 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 9,7 milljarða íslenskra króna í fyrra. Þetta er 14,6 milljónum dala betri afkoma en í hittiðfyrra. Tap á fjórða ársfjórðungi nam átján milljónum dala samanborið við 32,4 milljóna dala tap ári fyrr.

Sjö hópuppsagnir

Sjö fyrirtæki tilkynntu Vinnumálastofnun um hópuppsagnir í mars. Þetta eru fjármálafyrirtækin SPRON, Straumur-Burðarás og Sparisjóðabankinn, bílaumboðin Ingvar Helgason og B&L og tvö fyrirtæki úr byggingageiranum og þjónustustarfsemi. Samtals segja þessi fyrirtæki upp 200-300 mönnum.

Hertar reglur loka hjáleið

Hertari gjaldeyrisreglur styrkja gengi krónunnar. Stutt síðan LÍÚ heyrði af leiðum framhjá gjaldeyrishöftum. Íslandsbanki segir erfitt að girða fyrir allar hjáleiðir.

Eimskip enn á floti

„Við höldum okkur á floti og höfum ekki leitað til lánastofnana síðan í júní. Afkoman er yfir væntingum þótt róðurinn sé erfiður,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips.

Milljarðarnir skrifast á Björgólf

Auknar skuldir bankaráðsmanna Landsbankans og félaga tengdra þeim í hálfsársuppgjöri bankans í fyrra eru að nær öllu leyti tilkomnar vegna kaupa Björgólfs Guðmundssonar, formanns bankaráðsins, á helmingshlut Sunds í fjárfestingarfélaginu Gretti fyrir tveimur árum.

Danir kaupa hlutabréf í Össuri

ATP-Arbejdmarkedets Tillægspens, lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna í Danmörku, einn stærsti lífeyrissjóður landsins, keypti í gær öll hlutabréf Jóns Sigurðssonar, forstjóra félagsins.

Engin gögn til um flýtimeðferð Icesave-skuldbindinga

Í viðskiptaráðuneytinu eru ekki til nein gögn sem benda til þess að mögulegt hafi verið að flýta því að Bretar tækju Icesave-ábyrgðirnar í breska lögsögu. Þetta kemur fram í skriflegu svari Gylfa Magnússonar, viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins.

Þora ekki að fjárfesta á Íslandi vegna gjaldeyrishafta

Engir erlendir fjárfestar munu þora að fjárfesta á Íslandi þar sem gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir að þeir geti flutt fjármagn úr landi aftur segir yfirmaður greiningardeildar Danske bank. Hann líkir Íslandi við Norður Kóreu í efnahagslegum skilningi.

ASÍ vill siðareglur um lífeyrissjóði

Alþýðusamband Íslands vill að Fjármálaeftirlitið kanni sérstaklega hvort lífeyrissjóðir hafi á undanförnum árum starfað eftir lögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ sem það sendi frá sér sökum aukaársfundar sambandsins sem var haldið þann 25. mars. Ástæðan fyrir því að ASÍ vilji rannsaki málið er vegna gagnrýni sem hefur birst í fjölmiðlum og umræðu undanfarið.

VBS berst fyrir láni upp á milljarð

VBS Fjárfestingabanki rær nú öllum árum að því að fá ábyrgðamenn fyrir tæplega milljarðs láni til enska félagsins Ghost viðurkennda. Lánið er í vanskilum og hefur bankinn stefnt athafnamanninum Kevin Stanford og Kcaj LLP sem ábyrgðarmönnum til borgunar lánsins.

Sparnaður kvartar undan Nýja Landsbanka og KB-ráðgjöf

Forsvarsmaður Sparnaðar ehf segir að sér hafi borist í hendur skjöl og vitneskja um að Nýi Landsbankinn beiti gróflegum rangfærslum og fölsun á gögnum í þeim tilgangi að ná til sín langtímasparnaði viðskiptavina Bayern Líf, sem er umboðsaðili þýsku tryggingarsamsteypunnar Versicherungs Kammer Bayern á Norðurlöndum.

Gengi krónunnar ætti að styrkjast

Nýsamþykktar lagabreytingar sem skylda útflytjendur til að selja vörur sínar í erlendri mynt ættu að styðja við krónuna næsta kastið, að mati Greiningar Íslandsbanka. Þær endurspegla hins vegar þau vandkvæði sem séu á því að ná tilgangi gjaldeyrishafta, og um leið þörfina á því að slík höft verði eins skammvinn og kostur sé.

Gengi Marel Food Systems fellur um 2,22 prósent

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur lækkað um 2,22 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í dag. Á eftir fylgir gengi Össurar, sem hefur lækkað um 0,67 prósent.

Krónan styrkist um 1,4 prósent

Gengi krónunnar tók styrkingarkipp upp á 1,4 prósent í fyrstu viðskiptum á gjaldeyrismarkaði í morgun, samkvæmt gjaldeyrisborði Íslandsbanka. Gengisvísitalan stendurn ú í 210 til 213 stigum, allt eftir bönkum. Lög sem samþykkt voru á Alþingi um miðnætti í gær um skýra styrkinguna. Í lögunum er skýrt hveðið á um að útflytjendur verði að skila gjaldeyri sínum.

Kaupþing vildi viðskiptasögu einstaklinga

Skilanefnd SPRON gagnrýnir Nýja Kaupþing fyrir að reyna að gera störf nefndarinnar tortryggilega en í gær sendi bankinn frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sökuðu Skilanefndina um að vilja ekki afhend nauðsynleg gögn þannig bankinn gæti orðið við útlánum til viðskiptavina SPRON.

Ná aðeins að fjármagna rekstur ÍE fram á annan ársfjórðung

Eftir tæplega tíu milljarða króna tap í fyrra telja stjórnendur deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, að laust fé fyrirtækisins nægi aðeins til að fjármagna reksturinn fram á annan ársfjórðung í ár, en sá fjórðungur hefst í dag.

Mikil viðbrögð við kaupum

Samkeppniseftirlitið hefur veitt MP Banka undanþágu frá samkeppnislögum vegna kaupa bankans á útibúaneti SPRON og Netbankanum, sem gera mun bankanum kleift að opna útibúin næstkomandi mánudag.

Sjá næstu 50 fréttir