Viðskipti innlent

Engin gögn til um flýtimeðferð Icesave-skuldbindinga

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.
Í viðskiptaráðuneytinu eru ekki til nein gögn sem benda til þess að mögulegt hafi verið að flýta því að Bretar tækju Icesave-ábyrgðirnar í breska lögsögu. Þetta kemur fram í skriflegu svari Gylfa Magnússonar, viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins.

Svar viðskiptaráðherra við fyrirspurn Sivjar er afar stutt.

„Nei, í viðskiptaráðuneytinu eru engin slík gögn.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×