Viðskipti innlent

Ná aðeins að fjármagna rekstur ÍE fram á annan ársfjórðung

Eftir tæplega tíu milljarða króna tap í fyrra telja stjórnendur deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, að laust fé fyrirtækisins nægi aðeins til að fjármagna reksturinn fram á annan ársfjórðung í ár, en sá fjórðungur hefst í dag. Í tilkynningu frá félaginu segir Kári Stefánsson að nú standi yfir viðræður um ýmsar lausnir, eins og hugsanlega sölu rekstrardeilda og rekstrarleyfa fyrir ýmis greiningarpróf, samstarf um kortlagningu genamengis og endurskipulagningu fjárhags fyrirtækisins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×