Viðskipti innlent

VBS berst fyrir láni upp á milljarð

Jón Þórisson, forstjóri VBS Fjárfestingabanka.
Jón Þórisson, forstjóri VBS Fjárfestingabanka.

VBS Fjárfestingabanki rær nú öllum árum að því að fá ábyrgðamenn fyrir tæplega milljarðs láni til enska félagsins Ghost viðurkennda. Lánið er í vanskilum og hefur bankinn stefnt athafnamanninum Kevin Stanford og Kcaj LLP sem ábyrgðarmönnum til borgunar lánsins.

VBS lánaði Ghost fimm milljónir punda eða tæplega milljarð. Ghost er í eigu Ghost Holding sem er að stærstum hluta í eigu Kevins Stanford og Kcaj LLP.

Málið snýst um túlkun á lánasamningi Ghost en þar eru Stanford og Kcaj ábyrgðarmenn fyrir vanskilum áláninu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Tekist er á um hvort þessi skilyrði sé uppfyllt í dag. Ef Stanford, sem er viðskiptafélagi Baugs og Stoða og hluthafi í Stoðum í félagi við Magnús Ármann og Þorstein M. Jónsson, og Kcaj, sem er að hluta til í eigu íslenska fjárfestingafélagsins Arev, verða ekki samþykktir sem ábyrgðarmenn má fastlega búast við því að VBS, sem fékk nýlega lán frá íslenska ríkinu upp á 26 milljarða, þurfi að afskrifa lánið eins og það leggur sig.

Geir Gestsson, lögmaður Kevins Stanford, sagði í samtali við Vísi að málið yrði tekið fyrir í haust.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×