Fleiri fréttir

Bjargaði norskum innistæðueigendum frá falli Kaupþings

Jan Petter Sissener var rekinn frá Kaupþingi í Noregi árið 2008. Ástæðan var sú, samkvæmt, norska blaðið Dagens Næringsliv, að hann millifærði 700 milljónir norskra króna, eða um 14 milljarða á núverandi gengi, af reikningum útibús Kaupþings í Noregi til þess að koma í veg fyrir stórfellt tjón norskra viðskiptavina bankans.

Ný stjórn SA kjörin

Lýst hefur verið kjöri stjórnar Samtaka atvinnulífsins (SA) fyrir starfsárið 2011 til 2012. Ný inn í stjórnina koma Tryggvi Þór Haraldsson, Kristín Pétursdóttir og Hermann Guðmundsson. Úr stjórninni ganga Franz Árnason, Ásbjörn Gíslason og Gunnar Sverrisson.

Eignageir dæmt til þess að greiða 215 milljónir

Eignarhaldsfélagið Eignageir var dæmt til þess að greiða Íslandsbanka 215 milljónir sem félagið fékk lánað í erlendri mynt árið 2007. Félagið, sem stundar að leigja atvinnuhúsnæði, fékk lán að andvirði 81 milljón í krónum. Lánið var greitt til félagsins í japönskum jenum og svissneskum frönkum.

Mjög góð afkoma hjá Snæfellsbæ

Rekstrarniðurstaða Snæfellsbæjar samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A- og B-hluta var rekstrarafgangur að fjárhæð um 127,3 milljónir króna en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir tapi upp á 112,7 milljónir króna.

Álverðið komið í tæpa 2.700 dollara á tonnið

Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka og er nú komið í 2.693 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur álverðið ekki verið hærra síðan sumarið 2008.

Ekkert lát á olíuverðshækkunum

Ekkert lát er á hækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu. Í morgun var tunnan af Brent olíunni komin yfir 123 dollara og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin yfir 110 dollara á tunnuna.

Gæti hreinsað út Icesave-skuld

Skilanefnd gamla Landsbankans reynir nú að fá 1,8 til 2 milljarða punda, eða 333 til 370 milljarða króna, fyrir verslanakeðjuna Iceland Foods í Bretlandi.

Nýtt nafn á MP banka og breskir auðkýfingar meðal eigenda

Skipt verður um nafn á MP banka og hann verður eini bankinn á Íslandi sem ekki verður í eigu erlendra kröfuhafa eða ríkisins. Afar fjölbreyttur hópur fjárfesta tekur við, m.a breskir auðkýfingar með lögheimili á aflandseyjum og Skúli Mogensen.

Icesave gæti sett strik í reikninginn

Tap Seðlabanka Íslands nam 13 milljörðum á síðasta ári. Efnahags- og viðskiptaráðherra segir útskýringar á því sem aflaga fór í fjötrum persónuvarnar fyrrverandi formanns bankastjórnar Seðlabankans.

Seðlabankinn tapaði tæpum 14 milljörðum

Tap Seðlabanka Íslands á síðasta rekstrarári nam 13,5 milljörðum króna. Þetta kom fram í ræðu Láru V. Júlíusdóttur, formann bankaráðs, á sérstökum afmælisaðalfundi bankans í dag.

Erlend lausafjárstaða Íslands sjaldan sterkari

Erlend lausafjárstaða þjóðarbúsins hefur stórbatnað en forðinn var í lok febrúar 719 milljarðar króna, sem samsvarar 46 prósentum af landsframleiðslu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ávarpi Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, á 50 ára afmælishátíð Seðlabanka Íslands í dag.

Gift gert að greiða tæpan milljarð fyrir verðlaus verðbréf

Eignarhaldsfélaginu Gift er gert að greiða Landsbankanum rúmar 900 milljónir vegna framvirkra samninga um kaup Giftar á hlutabréfum í Landsbankanum. Hæstiréttur Íslands snéri þar með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði áður sýknað Gift.

Mikið spurt um lóðir í Kópavogi

Dregið var á milli tveggja umsókna um lóð í Dalaþingi 25 í Kópavogi á fundi bæjarráðs Kópavogs í morgun. Þetta er í annað sinn sem dregið er á milli umsækjenda um lóð í Kópavogi eftir hrun. Kópavogsbæ hefur frá áramótum borist 11 umsóknir um lóðir fyrir sérbýli og 8 fyrir fjölbýli. Á sama tímabili í fyrra var einungis sótt um tvær sérbýlislóðir. Þá eru mikið spurt um lóðir í bænum.

AGS þarf mögulega að gefa afslátt í apríl

Fimmta endurskoðunin á áætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) er framundan í þessum mánuði. Svo virðist sem AGS þurfi að gefa afslátt af skilyrðum sínum fyrir því að samþykkja þessa endurskoðun.

Lýsing lifir áfram

Tryggt hefur verið að þeir viðskiptavinir Lýsingar, sem áttu inni fjármuni hjá félaginu í kjölfar gengislánadóma Hæstaréttar, hafi fengið eða muni fá þá að fullu greidda. Í fréttatilkynningu frá Lýsingu segir að nú þegar hafi um 99% einstaklinga sem áttu inni fjármuni eftir endurútreikning bílasamninga fengið inneign sína greidda. Unnið sé að því að ljúka endurútreikningi gagnvart fyrirtækjum.

Kaupa hlut í GogoYoko fyrir milljónir

Nýsköpunarsjóðurinn Frumtak hefur fjárfest í tónlistarvefnum GogoYoko fyrir 55 milljónir króna. Viðskiptin eru háð áreiðanleikakönnun sem nú er í gangi, en búist er við því að fjárfest verði fyrir hærri upphæð síðar meir.

Fær ekki starfslokagreiðslu

Gauti Hallsson, framkvæmdastjóri aflþynnuverksmiðjunnar Becromal við Krossanes á Akureyri, sagði starfi sínu lausu á þriðjudag og tók uppsögn hans samstundis gildi.

Ósamið um 4,3 milljarða greiðslu

"Þetta er bara í eðlilegum og góðum farvegi," segir Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, um 4,3 milljarða lán bæjarins sem er á gjalddaga á morgun.

Eigendur Tottenham og Banque Havilland inn í MP Banka

Annar aðaleigandi enska knattspyrnuliðsins Tottenham Hotspur, Joe Lewis, er í nýjum hluthafahópi MP banka. Einnig mun breska Rowland-fjölskyldan, sem keypti rekstur Kaupþings í Lúxemborg og breytti nafninu í Banque Havilland, vera í hluthafahópnum.

Skattar komi í veg fyrir framsal kvóta

SjávarútvegurKoma á í veg fyrir kvótaframsal með skattlagningu, samkvæmt óbirtum tillögum Samtaka atvinnulífsins (SA). Samtökin kynntu í fyrradag hugmyndir um að afnotatími útgerða af kvóta verði 35 ár, með möguleika á framlengingu í rúm 52 ár. Þá vilja samtökin að veiðileyfagjald miðist við hagnað fremur en framlegð útgerða.

Aukinn útflutningur er lykill batans

Hagvöxtur sem byggir á auknum útflutningi er lykillinn að efnahagsbata á Íslandi, að mati greiningar sem bankinn JPMorgan Chase í Lundúnum birti 1. apríl. Um leið bendir bankinn á að vexti útflutnings séu nokkrar skorður settar, bæði vegna þeirrar tregðu sem gjaldeyrishöft valda og hversu langan tíma taki að koma í gang verkefnum tengdum jarðvarma. Bankinn gerir í spá sinni ráð fyrir að bygging álvers í Helguvík hefjist á næsta ári.

Greiðir tíu milljarða í arð

Fjárfestingarfélagið Horn hagnaðist um 6,5 milljarða króna í fyrra samanborið við tæpa 4,5 milljarða árið á undan. Horn er dótturfélag Landsbankans og heldur utan um fjárfestingar bankans í skráðum og óskráðum fyrirtækjum.

Lögmenn með ofurhagnað eftir hrun

Nokkrar lögmannsstofur á höfuðborgarsvæðinu eru orðnar meðal stærstu fyrirtækja á Íslandi út frá hagnaði eftir bankahrunið. Tíu stofur skiluðu saman hagnaði upp á 1,6 milljarða króna.

Kvótabreyting gæti skekkt bankakerfið

Ólíklegt er að stjórnvöld samþykki innköllun aflaheimilda á tuttugu árum. Slíkt getur leitt til gjaldþrots þeirra fyrirtækja í sjávarútvegi sem ráða yfir allt að helmingi af aflaheimildum og haft mjög neikvæð áhrif á bankakerfið.

Sæbýli þróar sjálfbært eldiskerfi

Sæbýli ehf hefur þróað sjálfbært eldiskerfi (SustainCycle ) fyrir botnlæg sjávardýr eins og japönsk sæbjúgu, sæeyru eða ígulker. Sæbýli er nýsköpunarfyrirtæki sem byggir á grunni 20 ára þekkingarsöfnunar á sæeyrnaeldi.

Yfir 600 milljón afgangur hjá Garðabæ í fyrra

Samkvæmt ársreikningi Garðabæjar fyrir árið í fyrra var 611 milljón kr. afgangur af rekstri sveitarfélagsins A og B hluta. Þar af var niðurstaða A hluta jákvæð um 470 milljónir kr.

Nauðungaruppboðum fer fækkandi í Danmörku

Nauðungaruppboðum á íbúðum fer nú fækkandi í Danmörku. Þessi uppboð voru 433 talsins í febrúar en fóru niður í 392 í mars sem er 9% fækkun milli mánaðanna.

Vöruskiptin hagstæðari í ár en í fyrra

Fyrstu tvo mánuðina 2011 voru fluttar út vörur fyrir 85,1 milljarð króna en inn fyrir tæpa 67,0 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 18,1 milljarði en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 17,8 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 0,3 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.

Lögin þjóna fyrst og fremst kröfuhöfum

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir að lög efnahags- og viðskiptaráðherra sem Alþingi samþykkti í desember þjóni fyrst og fremst kröfuhöfum. Þau séu illa samin og skapi ekki þá sátt sem þau áttu að gera. Hann fullyrðir að þau standist ekki eignaréttarákvæði stjórnarskrár.

Héraðsdómur hafnaði frávísunarkröfu Sigurjóns

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag frávísunarkröfu Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í máli slitastjórnar bankans gegn honum. Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í byrjun desember hefur slitastjórnin stefnt Sigurjóni og krefst riftunar á 300 milljóna króna greiðslu bankaráðs bankans til Sigurjóns.

Lyfjakostnaður lækkaði um 1150 milljónir

Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna lyfja lækkaði um 1150 milljónir króna, eða um 10,7%, í fyrra þrátt fyrir að notkun mæld í dagskömmtum hafi aukist um 5,9%. Þetta kemur fram í frétt á vef Sjúkratrygginga.

Meira en 1200 þúsund lítrar af áfengi seldust

Alls seldust rétt rúmlega 1200 þúsund lítrar af áfengi í mars nýliðnum. Mest seldist af bjór, eða um ein milljón lítrar. Þá seldust um 124 þúsund lítrar af rauðvíni og um 77 þúsund lítrar af hvítvíni.

Metfjöldi ferðamanna þriðja mánuðinn í röð

Alls fóru 26.624 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð í mars síðastliðnum sem er lítilleg aukning, eða um 0,9%, frá því í mars í fyrra. Þrátt fyrir að aukningin varð ekki meiri að sinni þá er líklegt að þetta sé fjölmennasti marsmánuður frá upphafi hvað erlenda ferðamenn varðar og þar með er þetta þriðji metmánuðurinn í röð í þessum efnum.

Gjaldeyrisþörf OR nemur 22% af forða Seðlabankans

Gjaldeyrisþörf Orkuveitu Reykjavíkur (OR) næstu 6 árin er um 22% af tiltækum gjaldeyrisforða Seðlabankans. Samkvæmt mati greiningar Arion banka þarf OR að útvega sér um 100 milljarða kr. í gjaldeyri fram til ársloka 2016.

Sjá næstu 50 fréttir