Viðskipti innlent

Ný stjórn SA kjörin

Lýst hefur verið kjöri stjórnar Samtaka atvinnulífsins (SA) fyrir starfsárið 2011 til 2012. Ný inn í stjórnina koma Tryggvi Þór Haraldsson, Kristín Pétursdóttir og Hermann Guðmundsson. Úr stjórninni ganga Franz Árnason, Ásbjörn Gíslason og Gunnar Sverrisson.

Fjallað er um málið á vefsíðu SA.  Vilmundur Jósefsson var kjörinn formaður af félagsmönnum SA 2011-2012 með 94% greiddra atkvæða. Stjórn SA er skipuð 20 mönnum auk formanns, hún mótar stefnu og megináherslur samtakanna, m.a. fyrir gerð almennra kjarasamninga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×