Viðskipti innlent

Mjög góð afkoma hjá Snæfellsbæ

Rekstrarniðurstaða Snæfellsbæjar samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A- og B-hluta var rekstrarafgangur að fjárhæð um 127,3 milljónir króna en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir tapi upp á 112,7 milljónir króna.

Í tilkynningu segir að afkoman varð því töluvert betri en áætlun gerði ráð fyrir, eða sem nemur 240,0 millj. króna. Rekstrarniðurstaða A-hluta var rekstrarafgangur að fjárhæð 73,7 milljónir króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir tapi upp á um 109,0 milljónir króna.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu um 1.559,3 milljónum króna samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A- og B-hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 1.329,5 milljónum króna.

Heildareignir bæjarsjóðs námu um 2.750,4 milljónum króna og heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi um 3.531,1 milljón kr. í árslok 2010. Heildarskuldir bæjarsjóðs námu um 1.378,0 milljónum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×