Viðskipti innlent

Eignageir dæmt til þess að greiða 215 milljónir

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.
Eignarhaldsfélagið Eignageir var dæmt til þess að greiða Íslandsbanka 215 milljónir sem félagið fékk lánað í erlendri mynt árið 2007. Félagið, sem stundar að leigja atvinnuhúsnæði, fékk lán að andvirði 81 milljón í krónum. Lánið var greitt til félagsins í japönskum jenum og svissneskum frönkum.

Eftir hrunið hækkaði lánið upp í 215 milljónir króna samkvæmt útreikningum Íslandsbanka en félagið neitaði að greiða upphæðina þar sem stjórnarmenn stóðu í þeirri trú að gengislánið væri ólöglegt samanber gengisdóm Hæstaréttar, þar sem fram kom að lög heimiluðu ekki að lán í íslenskum krónum væru verðtryggð með því að binda þau við gengi erlendra gjaldmiðla.

Aftur á móti kemur fram í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að þegar lánssamningurinn Eignageirs við Íslandsbanka er virtur í heild sinni eru samningsákvæðin verulega frábrugðin þeim samningsákvæðum þar sem dómstólar hafa fallist á að skuldbindingin sé í raun í íslenskum krónum, en bundin gengi erlendrar myntar.

Niðurstaða dómsins er því sú að um lán í erlendri mynt sé að ræða og Eignageir skal greiða lánið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×