Viðskipti innlent

Bjargaði norskum innistæðueigendum frá falli Kaupþings

Skjámynd af vef dn.no. Jan Petter Sissener bjargaði norskum innistæðueigendum frá falli Kaupþings.
Skjámynd af vef dn.no. Jan Petter Sissener bjargaði norskum innistæðueigendum frá falli Kaupþings.
Jan Petter Sissener var rekinn frá Kaupþingi í Noregi árið 2008. Ástæðan var sú, samkvæmt norska blaðið Dagens Næringsliv, að hann millifærði 700 milljónir norskra króna, eða um 14 milljarða á núverandi gengi, af reikningum útibús Kaupþings í Noregi til þess að koma í veg fyrir stórfellt tjón norskra viðskiptavina bankans.

Féð millifærði hann til DnB Nor bankann en ástæðan var sú að hann óttaðist hrun Kaupþings um átta mánuðum áður en hann féll.

Jan lét ekki yfirmenn Kaupþings vita af þessari millifærslu og var því rekinn fyrir trúnaðarbrest.

Sjálfur segir hann í viðtali við norska blaðið að hann hafi óttast hrun bankans eftir að hann las ársskýrslu Kaupþings. Hann spurði í kjölfarið stjórnendur bankans á Íslandi um stöðu mála auk þess sem hann sendi þeim smáskilaboð og tölvupósta. Honum bárust engin svör og því fór sem fór.

Hann segir í viðtalinu að hann skilji sjónarmið stjórnenda bankans varðandi trúnaðarbrestinn en hann hafi hinsvegar metið hagsmuni viðskiptavina sinna ofar hagsmunum bankans.

Viðtalið má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×