Fleiri fréttir Ríkið á 400 bújarðir Íslenska ríkið seldi um tvö hundruð bújarðir í sinni eigu á árabilinu 2000 til 2010. Þorri jarðanna var seldur fram til ársins 2007 en frá og með hrunárinu 2008 hafa samtals tuttugu jarðir verið seldar. 5.4.2011 07:00 Century varar við óvissu í Helguvík Erfitt eða ógjörlegt gæti orðið að afla orku til álvers Norðuráls í Helguvík fáist ekki orka samkvæmt fyrirliggjandi samningum við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í ársskýrslu Century Aluminum Co. þar sem fjallað er um áhættuþætti í rekstri. 5.4.2011 06:00 Útlit fyrir að 90 milljarðar tapist vegna gjaldþrots Milestone Að óbreyttu mun aðeins eitt til þrjú prósent fást upp í kröfur í þrotabú Milestone, sem var í eigu Karls og Steingríms Wernerssona, að sögn skiptastjóra. Það þýðir að um níutíu milljarðar króna tapast vegna gjaldþrots félagsins. 4.4.2011 18:30 Vita ekki hvernig á að borga vextina Meirihluti veit ekki eða vill ekki svara hvernig greiða á áfallna vexti af Icesave III. Þetta eru niðurstöður viðhorfskönnunar sem Miðlun gerði fyrir þjóðmálafélagið Andríki dagana 21. - 28. mars 2011. 4.4.2011 14:30 Nítján milljarða viðskipti með hlutabréf Heildarviðskipti með hlutabréf námu 18.799 milljónum í mars eða 817 milljónum á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf í febrúar 5.540 milljónir eða 277 milljónir á dag. Mest voru viðskipti með bréf Marels 13.560 milljónir, bréf Össurar 3.536 milljónir og bréf Icelandair 1.207 milljónir. Úrvalsvísitalan (OMXI6) lækkaði lítillega á milli mánaða (0,6%) og stendur í tæpum 1.000 stigum. 4.4.2011 12:47 Seljanlegar eignir Reykjanesbæjar nema 19 milljörðum Helstu peningalegar og seljanlegar eignir Reykjanesbæjar utan lögbundins hlutverks sveitarfélagsins námu 19 milljörðum kr. í lok mars 2011. Stærsta eignin er skuldabréf Magma Energy Sweden að fjárhæð 8,2 milljarðar kr. sem er á gjalddaga 16. júlí 2016. 4.4.2011 10:35 Nýherji og Microsoft gera nýjan samning Nýherji hefur gert Partner Advantage samning við Microsoft sem veitir félaginu aukinn aðgang að sérfræðiþjónustu Microsoft við rekstur og viðhald tölvukerfa. 4.4.2011 10:02 Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar áfram í Danmörku Fjórða mánuðinn í röð hefur gjaldþrotum danskra fyrirtækja fækkað töluvert miðað við fyrra ár. 4.4.2011 09:44 Hagstofan telur að útflutningur aukist um 2,3% í ár Útflutningshorfur hafa batnað nokkuð frá nóvemberspánni. Árið 2011 er því spáð að útflutningur aukist um 2,3%. Reiknað er með að útflutningur sjávarafurða verði svipaður og árið 2010 en áður var spáð um 2% samdrætti, en þessa aukningu má m.a. rekja til aukins loðnukvóta. 4.4.2011 09:13 Hagstofan spáir 2,3% hagvexti í ár Hagstofan spáir því að vöxtur landsframleiðslu verði 2,3% árið 2011 og 2,9% árið 2012. Þetta kemur fram í þjóðhagsspá Hagstofunnar fyrir árin 2011-2016 í ritröðinni Hagtíðindum. 4.4.2011 09:03 Hátt olíuverð bítur í hjá dönskum fyrirtækjum Hátt olíuverð á heimsmarkaði frá áramótum fer nú að bíta í hjá dönskum fyrirtækjum. Reiknað er með að þessar hækkanir og miklar hækkanir á öðrum hrávörum muni lita uppgjör fyrirtækjanna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. 4.4.2011 07:23 Öruggir með mat slitastjórnar 4.4.2011 00:01 Vill sjálfstætt mat á eignum 4.4.2011 00:01 Óvissa um minnihluta eigna þrotabúsins 4.4.2011 00:01 Erlendir stjórnarmenn einfaldlega dýrari en þeir innlendu „Ástæðan er einfaldlega sú að erlendir stjórnarmenn eru dýrari en þeir innlendu,“ segir Reynir Karlsson, stjórnarformaður Kaupskila ehf., sem er eignarhaldsfélag Kaupþings og fer með eignarhald á hlut Kaupþings hf. í Arion banka. 3.4.2011 18:18 Laun erlendra stjórnarmanna tvöfölduð Eigendur Arion banka samþykkti að tvöfalda laun erlendra stjórnarmanna á síðasta aðalfundi bankans. Önnur laun standa í stað. Þetta fékkst staðfest hjá upplýsingafulltrúa Arion banka. 3.4.2011 16:47 Vilja 200 milljónir punda fyrir Aurum Holdings Aurum Holdings er til sölu samkvæmt breskum fjölmiðlum en félagið er í eigu skilanefndar Landsbankans. Það var Baugur sem átti félagið áður en bankinn tók það yfir árið 2009. 3.4.2011 14:37 RóRó sigraði frumkvöðlakeppni Innovit Sprotafyrirtækið RóRó sigraði í frumkvöðlakeppni Innovit um Gulleggið 2011. RóRó er viðskiptahugmynd Eyrúnar Eggertsdóttur sem hefur fundið upp tæki sem hjálpar ungbörnum að sofa betur, líða betur og eykur öryggi þeirra. 3.4.2011 14:04 Skilanefnd segir millifærslur úr Landsbankanum ólöglegar Stjórnarmenn og stjórnendur landsbankans áttu að vita að bankinn var í raun í gjaldþrota, daginn sem Geir Haarde flutti ávarp sitt til þjóðarinnar. Tug milljarða millifærslur út bankanum þann dag voru því ólögmætar. Þetta segir í bréfi sem skilanefnd bankans sendi þáverandi stjórn nýlega. 3.4.2011 12:13 Þriðja besta ár vogunarsjóðanna í tíu ár Vogunarsjóðir þénuðu minna á síðasta ári en árið 2009 samkvæmt AR tímaritinu. Það er þó engin ástæða til þess að örvænta því samanlagður hagnaður vogunarsjóðanna voru 22 milljarðar dollara. 3.4.2011 11:41 Danir spara fé sem aldrei fyrr Danskur almenningur sparar nú fé sem aldrei fyrr. Sérfræðingar hafa töluverðar áhyggjur þessari þróun því efnahagur Danmerkur er mikið til drifinn áfram af einkaneyslu. 3.4.2011 11:16 Stjórnendur Landsbankans sakaðir um að millifæra milljarða í hruninu Stjórnendur Landsbankans millifærðu milljarða króna á reikninga Straums-Burðaráss sama dag og bankinn hrundi. Þetta fullyrðir breska blaðið Sunday Telegraph. Blaðið vísar í bréf frá skilanefndinni máli sínu til stuðnings. 3.4.2011 09:04 Skatturinn mun krefja starfsmenn bankanna um milljarða Yfir 100 stjórnendur og lykilstarfsmenn Kaupþings og Glitnis munu á næstunni fá milljarða endurálagningu frá skattyfirvöldum vegna söluréttar. Skattyfirvöld telja að nýr hæstaréttardómur taki af vafa um reikniaðferðir í málum sem þessum. 2.4.2011 19:15 Nasdaq OMX býður í NYSE Kauphallarsamstæðan Nasdaq OMX og evrópski markaðurinn Intercontinental Exchange lögðu í gær fram tilboð í hlutabréfamarkaðinn NYSE Euronext upp á 11,3 milljarða dala, jafnvirði tæpra 1.300 milljarða króna. 2.4.2011 10:00 Kristín Guðmundsdóttir hættir sem forstjóri Skipta Kristín Guðmundsdóttir, forstjóri Skipta, tilkynnti stjórn Skipta í gær að hún segði starfi sínu lausu frá og með deginum í dag. Kristín tók við starfi forstjóra Skipta í janúar síðastliðnum en áður var hún staðgengill forstjóra og fjármálastjóri félagsins frá 2003. 2.4.2011 09:30 Aðeins tveir af bönkunum sex fá að lifa Írska stjórnin vill enn fá því framgengt að erlendir kröfuhafar taki að hluta á sig skellinn af gjaldþroti írsku bankanna. Seðlabanki Evrópu, sem hefur höfuðstöðvar í Frankfurt, hefur hins vegar staðið í veginum. 2.4.2011 08:00 Héraðsdómur styrkir forsendur Icesave-samninganna Niðurstaða héraðsdóms um heildsöluinnlán styrkir forsendur Icesave-samninganna og dregur úr réttaróvissu um stöðu þeirra sem gera kröfu til að njóta forgangs við úthlutun úr búi bankans. 2.4.2011 06:37 Vilja að Þorsteinn Pálsson verði nýr stjórnarformaður MP banka Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, verður næsti stjórnarformaður MP banka, ef tillaga nýrra hluthafa verður samþykkt á hluthafafundi bankans á föstudaginn. 1.4.2011 17:14 Miklar líkur á fyrstu vaxtahækkun ECB í tvö ár Miklar líkur eru á að Evrópski seðlabankinn (ECB) hækki vexti í næstu viku, og verður það þá fyrsta breyting á vöxtum bankans frá því hann lauk vaxtalækkunarferli sínu fyrir tæpum tveimur árum síðan. 1.4.2011 16:00 Eignir Almenna jukust um 7,3 milljarða í fyrra Heildareignir Almenna lífeyrissjóðsins voru 98,7 milljarðar kr. í árslok 2010 og stækkaði sjóðurinn um 7,3 milljarða kr. Sjóðfélagar í árslok voru 32.435 og fjölgaði um 735 á árinu. 1.4.2011 14:47 Skipti hf. greiða niður 16,7 milljarða af lánum sínum Skipti hf. hafa undirritað samkomulag við lánveitendur félagsins. Í samkomulaginu felst meðal annars að Skipti greiða niður alls um 16,7 milljarða króna af lánum félagsins. 1.4.2011 14:40 Íbúðakaup tvöfaldast milli vikna í borginni Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku var 125. Þetta er helmingi meiri fjöldi en í síðustu viku og verulega yfir meðaltalinu á síðustu 12 vikum sem er 72 samningar. Raunar Þarf að fara aftur til ársins 2007 til að finna víðlíka viðskipti á fasteignarmarkaðinum. 1.4.2011 14:32 Landsbankatoppar fengu 80 milljónir í starfslokagreiðslur Æðstu yfirmenn Landsbankans (NBI) fengu samtals rúmlega 80 milljónir kr. í starfslokagreiðslur á síðasta ári þegar þeir létu af störfum. Um er að ræða Ásmund Stefánsson fyrrum bankastjóra og fimm framkvæmdastjóra bankans. 1.4.2011 13:32 Hagnaður Landsbankans 27,2 milljarðar í fyrra Afkoma NBI hf. (Landsbankans) var jákvæð um 27,2 milljarða króna eftir skatta á árinu 2010. Arðsemi eigin fjár var 17,3%. Til samanburðar nam hagnaður ársins 2009 14,3 milljörðum króna og var arðsemi eigin fjár þá 10,0%. 1.4.2011 12:57 Reykjavík bjóðast viðunandi vextir þrátt fyrir OR Þokkaleg þátttaka var í skuldabréfaútboði Reykjavíkurborgar í fyrradag þar sem flokkurinn RVK 09 1 var í boði. Þannig bárust tilboð að fjárhæð 2,2 milljarðar króna á kröfu sem var á bilinu 3,90%-4,60%. Ákveðið var að taka tæplega helmingi tilboðanna, eða sem hljóðar upp á 1,1 milljarð króna á ávöxtunarkröfunni 3,93%. 1.4.2011 12:46 Verðbólguvæntingar stjórnenda aukast verulega Stjórnendur á meðal stærstu fyrirtækja landsins vænta þess nú að verðbólgan á næstu 12 mánuði verði 4,0%. Þetta eru niðurstöður könnunar Capacent Gallup sem Seðlabanki Íslands birtir í Hagvísum bankans fyrir marsmánuð. 1.4.2011 12:37 Nýtt skipulag Nýherja tekur gildi í dag Nýtt skipulag hjá Nýherja og dótturfélögum á Íslandi tekur gildi í dag. Megin breytingarnar felast í sameiningu félaga í tengdri starfsemi og uppbyggingu stærri eininga sem veita þjónustu á sviði upplýsingatækni. 1.4.2011 11:25 Kjaraviðræður halda áfram í dag Aðilar vinnumarkaðarins munu hittast í dag til að meta stöðuna í kjaraviðræðunum, en ríkisstjórnin kynnti í gær drög að yfirlýsingu í tengslum við viðræðurnar til að liðka fyrir gerð kjarasamninga til þriggja ára. 1.4.2011 11:21 Oxford háskóli og breskar sýslur fá forgang Oxford háskóli og breskar sýslur/sveitarfélög voru varnaraðilar í málum þeim sem dæmt var um í héraðsdómi í morgun. Þessir aðilar fá kröfur sínar í þrotabú Landsbankans viðurkenndar sem forgangskröfur. 1.4.2011 11:18 Meðaldagsvelta með skuldabréf 8,5 milljarðar í mars Meðaldagsvelta á skuldabréfamarkaðinum í mars var um 8,5 milljarðar kr. sem er nokkru lægra en meðaldagsvelta ársins sem er um 9,3 milljarða kr. 1.4.2011 10:50 Icelandic Group skilaði tæpum milljarði í hagnað í fyrra Hagnaður Icelandic Group eftir skatta á síðasta ári nam 6,1 milljón evra sem jafngildir 957 milljónum króna. 1.4.2011 10:38 Írskir bankar þurfa 3.900 milljarða í viðbót Álagsprófið á írsku bankana sem gert var opinbert í gærdag sýnir að bankarnir þurfa 24 milljarða evra í viðbót, eða um 3.900 milljarða kr., til að standast kröfur um eiginfjárhlutfall og lausafé. 1.4.2011 10:34 Heildsöluinnlánin eru forgangskröfur Heildsöluinnlán í gömlu bönkunum eru innlán og eru þar með forgangskröfur í þrotabú bankanna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp úrskurði um þetta í morgun. Slitastjórn gamla Landsbankans hafði þegar viðurkennt heildsöluinnlán sem forgangskröfur í búið. 1.4.2011 09:37 Bandaríkjamenn hamstra silfurmyntir Miklar verðhækkanir á silfri undanfarið ár hafa leitt til þess að almenningur í Bandaríkjunum hamstrar nú silfurmyntir af gerðinni American Silver Eagle. Salan á þessum myntum hefur fjórfaldast á undanförnum þremur árum. 1.4.2011 09:19 ESB hefur samþykkt kaupin á Elkem Framkvæmdastjórn ESB hefur lagt blessun sín yfir kaupin á Elkem. Þar með er járnblendiverksmiðjan á Grundartanga komin í kínverska eigu. 1.4.2011 08:49 Sjá næstu 50 fréttir
Ríkið á 400 bújarðir Íslenska ríkið seldi um tvö hundruð bújarðir í sinni eigu á árabilinu 2000 til 2010. Þorri jarðanna var seldur fram til ársins 2007 en frá og með hrunárinu 2008 hafa samtals tuttugu jarðir verið seldar. 5.4.2011 07:00
Century varar við óvissu í Helguvík Erfitt eða ógjörlegt gæti orðið að afla orku til álvers Norðuráls í Helguvík fáist ekki orka samkvæmt fyrirliggjandi samningum við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í ársskýrslu Century Aluminum Co. þar sem fjallað er um áhættuþætti í rekstri. 5.4.2011 06:00
Útlit fyrir að 90 milljarðar tapist vegna gjaldþrots Milestone Að óbreyttu mun aðeins eitt til þrjú prósent fást upp í kröfur í þrotabú Milestone, sem var í eigu Karls og Steingríms Wernerssona, að sögn skiptastjóra. Það þýðir að um níutíu milljarðar króna tapast vegna gjaldþrots félagsins. 4.4.2011 18:30
Vita ekki hvernig á að borga vextina Meirihluti veit ekki eða vill ekki svara hvernig greiða á áfallna vexti af Icesave III. Þetta eru niðurstöður viðhorfskönnunar sem Miðlun gerði fyrir þjóðmálafélagið Andríki dagana 21. - 28. mars 2011. 4.4.2011 14:30
Nítján milljarða viðskipti með hlutabréf Heildarviðskipti með hlutabréf námu 18.799 milljónum í mars eða 817 milljónum á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf í febrúar 5.540 milljónir eða 277 milljónir á dag. Mest voru viðskipti með bréf Marels 13.560 milljónir, bréf Össurar 3.536 milljónir og bréf Icelandair 1.207 milljónir. Úrvalsvísitalan (OMXI6) lækkaði lítillega á milli mánaða (0,6%) og stendur í tæpum 1.000 stigum. 4.4.2011 12:47
Seljanlegar eignir Reykjanesbæjar nema 19 milljörðum Helstu peningalegar og seljanlegar eignir Reykjanesbæjar utan lögbundins hlutverks sveitarfélagsins námu 19 milljörðum kr. í lok mars 2011. Stærsta eignin er skuldabréf Magma Energy Sweden að fjárhæð 8,2 milljarðar kr. sem er á gjalddaga 16. júlí 2016. 4.4.2011 10:35
Nýherji og Microsoft gera nýjan samning Nýherji hefur gert Partner Advantage samning við Microsoft sem veitir félaginu aukinn aðgang að sérfræðiþjónustu Microsoft við rekstur og viðhald tölvukerfa. 4.4.2011 10:02
Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar áfram í Danmörku Fjórða mánuðinn í röð hefur gjaldþrotum danskra fyrirtækja fækkað töluvert miðað við fyrra ár. 4.4.2011 09:44
Hagstofan telur að útflutningur aukist um 2,3% í ár Útflutningshorfur hafa batnað nokkuð frá nóvemberspánni. Árið 2011 er því spáð að útflutningur aukist um 2,3%. Reiknað er með að útflutningur sjávarafurða verði svipaður og árið 2010 en áður var spáð um 2% samdrætti, en þessa aukningu má m.a. rekja til aukins loðnukvóta. 4.4.2011 09:13
Hagstofan spáir 2,3% hagvexti í ár Hagstofan spáir því að vöxtur landsframleiðslu verði 2,3% árið 2011 og 2,9% árið 2012. Þetta kemur fram í þjóðhagsspá Hagstofunnar fyrir árin 2011-2016 í ritröðinni Hagtíðindum. 4.4.2011 09:03
Hátt olíuverð bítur í hjá dönskum fyrirtækjum Hátt olíuverð á heimsmarkaði frá áramótum fer nú að bíta í hjá dönskum fyrirtækjum. Reiknað er með að þessar hækkanir og miklar hækkanir á öðrum hrávörum muni lita uppgjör fyrirtækjanna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. 4.4.2011 07:23
Erlendir stjórnarmenn einfaldlega dýrari en þeir innlendu „Ástæðan er einfaldlega sú að erlendir stjórnarmenn eru dýrari en þeir innlendu,“ segir Reynir Karlsson, stjórnarformaður Kaupskila ehf., sem er eignarhaldsfélag Kaupþings og fer með eignarhald á hlut Kaupþings hf. í Arion banka. 3.4.2011 18:18
Laun erlendra stjórnarmanna tvöfölduð Eigendur Arion banka samþykkti að tvöfalda laun erlendra stjórnarmanna á síðasta aðalfundi bankans. Önnur laun standa í stað. Þetta fékkst staðfest hjá upplýsingafulltrúa Arion banka. 3.4.2011 16:47
Vilja 200 milljónir punda fyrir Aurum Holdings Aurum Holdings er til sölu samkvæmt breskum fjölmiðlum en félagið er í eigu skilanefndar Landsbankans. Það var Baugur sem átti félagið áður en bankinn tók það yfir árið 2009. 3.4.2011 14:37
RóRó sigraði frumkvöðlakeppni Innovit Sprotafyrirtækið RóRó sigraði í frumkvöðlakeppni Innovit um Gulleggið 2011. RóRó er viðskiptahugmynd Eyrúnar Eggertsdóttur sem hefur fundið upp tæki sem hjálpar ungbörnum að sofa betur, líða betur og eykur öryggi þeirra. 3.4.2011 14:04
Skilanefnd segir millifærslur úr Landsbankanum ólöglegar Stjórnarmenn og stjórnendur landsbankans áttu að vita að bankinn var í raun í gjaldþrota, daginn sem Geir Haarde flutti ávarp sitt til þjóðarinnar. Tug milljarða millifærslur út bankanum þann dag voru því ólögmætar. Þetta segir í bréfi sem skilanefnd bankans sendi þáverandi stjórn nýlega. 3.4.2011 12:13
Þriðja besta ár vogunarsjóðanna í tíu ár Vogunarsjóðir þénuðu minna á síðasta ári en árið 2009 samkvæmt AR tímaritinu. Það er þó engin ástæða til þess að örvænta því samanlagður hagnaður vogunarsjóðanna voru 22 milljarðar dollara. 3.4.2011 11:41
Danir spara fé sem aldrei fyrr Danskur almenningur sparar nú fé sem aldrei fyrr. Sérfræðingar hafa töluverðar áhyggjur þessari þróun því efnahagur Danmerkur er mikið til drifinn áfram af einkaneyslu. 3.4.2011 11:16
Stjórnendur Landsbankans sakaðir um að millifæra milljarða í hruninu Stjórnendur Landsbankans millifærðu milljarða króna á reikninga Straums-Burðaráss sama dag og bankinn hrundi. Þetta fullyrðir breska blaðið Sunday Telegraph. Blaðið vísar í bréf frá skilanefndinni máli sínu til stuðnings. 3.4.2011 09:04
Skatturinn mun krefja starfsmenn bankanna um milljarða Yfir 100 stjórnendur og lykilstarfsmenn Kaupþings og Glitnis munu á næstunni fá milljarða endurálagningu frá skattyfirvöldum vegna söluréttar. Skattyfirvöld telja að nýr hæstaréttardómur taki af vafa um reikniaðferðir í málum sem þessum. 2.4.2011 19:15
Nasdaq OMX býður í NYSE Kauphallarsamstæðan Nasdaq OMX og evrópski markaðurinn Intercontinental Exchange lögðu í gær fram tilboð í hlutabréfamarkaðinn NYSE Euronext upp á 11,3 milljarða dala, jafnvirði tæpra 1.300 milljarða króna. 2.4.2011 10:00
Kristín Guðmundsdóttir hættir sem forstjóri Skipta Kristín Guðmundsdóttir, forstjóri Skipta, tilkynnti stjórn Skipta í gær að hún segði starfi sínu lausu frá og með deginum í dag. Kristín tók við starfi forstjóra Skipta í janúar síðastliðnum en áður var hún staðgengill forstjóra og fjármálastjóri félagsins frá 2003. 2.4.2011 09:30
Aðeins tveir af bönkunum sex fá að lifa Írska stjórnin vill enn fá því framgengt að erlendir kröfuhafar taki að hluta á sig skellinn af gjaldþroti írsku bankanna. Seðlabanki Evrópu, sem hefur höfuðstöðvar í Frankfurt, hefur hins vegar staðið í veginum. 2.4.2011 08:00
Héraðsdómur styrkir forsendur Icesave-samninganna Niðurstaða héraðsdóms um heildsöluinnlán styrkir forsendur Icesave-samninganna og dregur úr réttaróvissu um stöðu þeirra sem gera kröfu til að njóta forgangs við úthlutun úr búi bankans. 2.4.2011 06:37
Vilja að Þorsteinn Pálsson verði nýr stjórnarformaður MP banka Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, verður næsti stjórnarformaður MP banka, ef tillaga nýrra hluthafa verður samþykkt á hluthafafundi bankans á föstudaginn. 1.4.2011 17:14
Miklar líkur á fyrstu vaxtahækkun ECB í tvö ár Miklar líkur eru á að Evrópski seðlabankinn (ECB) hækki vexti í næstu viku, og verður það þá fyrsta breyting á vöxtum bankans frá því hann lauk vaxtalækkunarferli sínu fyrir tæpum tveimur árum síðan. 1.4.2011 16:00
Eignir Almenna jukust um 7,3 milljarða í fyrra Heildareignir Almenna lífeyrissjóðsins voru 98,7 milljarðar kr. í árslok 2010 og stækkaði sjóðurinn um 7,3 milljarða kr. Sjóðfélagar í árslok voru 32.435 og fjölgaði um 735 á árinu. 1.4.2011 14:47
Skipti hf. greiða niður 16,7 milljarða af lánum sínum Skipti hf. hafa undirritað samkomulag við lánveitendur félagsins. Í samkomulaginu felst meðal annars að Skipti greiða niður alls um 16,7 milljarða króna af lánum félagsins. 1.4.2011 14:40
Íbúðakaup tvöfaldast milli vikna í borginni Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku var 125. Þetta er helmingi meiri fjöldi en í síðustu viku og verulega yfir meðaltalinu á síðustu 12 vikum sem er 72 samningar. Raunar Þarf að fara aftur til ársins 2007 til að finna víðlíka viðskipti á fasteignarmarkaðinum. 1.4.2011 14:32
Landsbankatoppar fengu 80 milljónir í starfslokagreiðslur Æðstu yfirmenn Landsbankans (NBI) fengu samtals rúmlega 80 milljónir kr. í starfslokagreiðslur á síðasta ári þegar þeir létu af störfum. Um er að ræða Ásmund Stefánsson fyrrum bankastjóra og fimm framkvæmdastjóra bankans. 1.4.2011 13:32
Hagnaður Landsbankans 27,2 milljarðar í fyrra Afkoma NBI hf. (Landsbankans) var jákvæð um 27,2 milljarða króna eftir skatta á árinu 2010. Arðsemi eigin fjár var 17,3%. Til samanburðar nam hagnaður ársins 2009 14,3 milljörðum króna og var arðsemi eigin fjár þá 10,0%. 1.4.2011 12:57
Reykjavík bjóðast viðunandi vextir þrátt fyrir OR Þokkaleg þátttaka var í skuldabréfaútboði Reykjavíkurborgar í fyrradag þar sem flokkurinn RVK 09 1 var í boði. Þannig bárust tilboð að fjárhæð 2,2 milljarðar króna á kröfu sem var á bilinu 3,90%-4,60%. Ákveðið var að taka tæplega helmingi tilboðanna, eða sem hljóðar upp á 1,1 milljarð króna á ávöxtunarkröfunni 3,93%. 1.4.2011 12:46
Verðbólguvæntingar stjórnenda aukast verulega Stjórnendur á meðal stærstu fyrirtækja landsins vænta þess nú að verðbólgan á næstu 12 mánuði verði 4,0%. Þetta eru niðurstöður könnunar Capacent Gallup sem Seðlabanki Íslands birtir í Hagvísum bankans fyrir marsmánuð. 1.4.2011 12:37
Nýtt skipulag Nýherja tekur gildi í dag Nýtt skipulag hjá Nýherja og dótturfélögum á Íslandi tekur gildi í dag. Megin breytingarnar felast í sameiningu félaga í tengdri starfsemi og uppbyggingu stærri eininga sem veita þjónustu á sviði upplýsingatækni. 1.4.2011 11:25
Kjaraviðræður halda áfram í dag Aðilar vinnumarkaðarins munu hittast í dag til að meta stöðuna í kjaraviðræðunum, en ríkisstjórnin kynnti í gær drög að yfirlýsingu í tengslum við viðræðurnar til að liðka fyrir gerð kjarasamninga til þriggja ára. 1.4.2011 11:21
Oxford háskóli og breskar sýslur fá forgang Oxford háskóli og breskar sýslur/sveitarfélög voru varnaraðilar í málum þeim sem dæmt var um í héraðsdómi í morgun. Þessir aðilar fá kröfur sínar í þrotabú Landsbankans viðurkenndar sem forgangskröfur. 1.4.2011 11:18
Meðaldagsvelta með skuldabréf 8,5 milljarðar í mars Meðaldagsvelta á skuldabréfamarkaðinum í mars var um 8,5 milljarðar kr. sem er nokkru lægra en meðaldagsvelta ársins sem er um 9,3 milljarða kr. 1.4.2011 10:50
Icelandic Group skilaði tæpum milljarði í hagnað í fyrra Hagnaður Icelandic Group eftir skatta á síðasta ári nam 6,1 milljón evra sem jafngildir 957 milljónum króna. 1.4.2011 10:38
Írskir bankar þurfa 3.900 milljarða í viðbót Álagsprófið á írsku bankana sem gert var opinbert í gærdag sýnir að bankarnir þurfa 24 milljarða evra í viðbót, eða um 3.900 milljarða kr., til að standast kröfur um eiginfjárhlutfall og lausafé. 1.4.2011 10:34
Heildsöluinnlánin eru forgangskröfur Heildsöluinnlán í gömlu bönkunum eru innlán og eru þar með forgangskröfur í þrotabú bankanna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp úrskurði um þetta í morgun. Slitastjórn gamla Landsbankans hafði þegar viðurkennt heildsöluinnlán sem forgangskröfur í búið. 1.4.2011 09:37
Bandaríkjamenn hamstra silfurmyntir Miklar verðhækkanir á silfri undanfarið ár hafa leitt til þess að almenningur í Bandaríkjunum hamstrar nú silfurmyntir af gerðinni American Silver Eagle. Salan á þessum myntum hefur fjórfaldast á undanförnum þremur árum. 1.4.2011 09:19
ESB hefur samþykkt kaupin á Elkem Framkvæmdastjórn ESB hefur lagt blessun sín yfir kaupin á Elkem. Þar með er járnblendiverksmiðjan á Grundartanga komin í kínverska eigu. 1.4.2011 08:49