Fleiri fréttir

Innflutt hráefni til álvera var helmingur af útflutningstekjum

Álútflutningur skilaði í fyrra 167 milljörðum kr. í útflutningstekjur, sem jafngildir þriðjungi af heildartekjum af vöruútflutningi. Nettó gjaldeyrisinnflæði vegna álframleiðslu var þó til muna minna. Orsakir þess eru til að mynda hráefnisinnflutningur, en í fyrra var flutt inn hráefni til álframleiðslu fyrir 86 milljarða kr. sem samsvarar ríflega helmingi af útflutningstekjum af áli.

Halda réttindum þó þeir hafi skuldbreytt lánum

Staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms um ólögmæti gengistryggðra lána mun dómsniðurstaðan líka eiga við um þá sem hafa skuldbreytt lánum sínum yfir í íslenskar krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Arion sendi fjölmiðlum í hádeginu. Fyrr í morgun hafði Íslandsbanki sent tilkynningu með sambærilegum skilaboðum.

Dósent með 6 milljónir í verktakagreiðslur hjá HÍ

Helgi Þór Ingason dósent við Háskóla Íslands (HÍ) fékk rúmlega 6 milljónir greiddar í verktakagreiðslur frá Háskóla Íslands á síðasta ári. Hann var jafnframt í fullu starfi hjá skólanum á sama tímabili. Verktakagreiðslurnar voru hinsvegar fyrir störf hjá Endurmenntunnarstofnun HÍ.

Rooney, Robinson og Ritchie flækt í skattsvikarannsókn

Fjöldi þekktra Breta á borð við fótboltamanninn Wayne Rooney, sjónvarpsstjörnuna Anne Robinson og leikstjórann Guy Ritchie eru nú flækt í skattsvikarannsókn. Þau eiga það sameiginlegt að hjá fjárfest hjá sjóði sem heitir Inside Track.

Sala á áfengi sú minnsta síðan janúar 2006

Langt er síðan svo lítil áfengissala hefur verið í einum mánuði og nú í janúar. Leita þarf allt aftur til janúar 2006 til að finna álíka raunveltu í sölu áfengis, en það ár var einum laugardegi færra í janúar en á þessu ári.

Velta í dagvöruverslun dróst saman um 3.9% í janúar

Velta í dagvöruverslun dróst saman um 3,9% á föstu verðlagi í janúar miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 2,6% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum minnkaði velta dagvöruverslana í janúar um 3% frá janúar í fyrra. Verð á dagvöru hækkaði um 6,8% á þessu 12 mánaða tímabili.

Mikill þrýstingur á fjármálaráðherra ESB í dag

Fjárfestar um allan heim munu fylgjast grannt með fundi fjármálaráðherra landanna innan evrusvæðis ESB í dag. Umræðuefnið er staðan í Grikklandi. Ráðherrarnir eru undir miklum þrýstingu að setja fram nákvæma áætlun um hvernig Grikkjum verði komið til bjargar.

Nær engin velta á gjaldeyrismarkaði í febrúar

Nær engin velta hefur verið á gjaldeyrismarkaðinum það sem af er febrúar. Samkvæmt hagtölum Seðlabankans voru aðeins viðskipti á einum degi upp á 354 milljónir kr. á fyrstu 10 virku dögum mánaðarins.

Íslandsbanki: Betri réttur viðskiptavina tryggður

Vegna umfjöllunar um lögmæti gengistryggðra bílalána vill Íslandsbanki árétta að þeir viðskiptavinir sem hafa nýtt sér og munu nýta sér úrræði bankans til höfuðstólslækkunar hafa ekki fyrirgert mögulegum betri rétti sínum komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að gengistryggð bílalán séu ólögleg.

Senda reikninga og samþykkja þá líka

Tveir forsvarsmenn slitastjórna Spron og Frjálsa fjárfestingabankans senda lögfræðiverkefni tengdum Spron og Frjálsa sem þau ná ekki að sinna sjálf til félags í þeirra eigu og þrotabúin, sem þeir stýra, greiða fyrir.

Fólk varað við að skuldbreyta

Lögfræðingur varar fólk við því að skuldbreyta myntkörfulánum á meðan lagaleg óvissa ríkir um réttmæti slíkra lána. Þeir sem þegar hafa skuldbreytt sínum lánum geta ekki krafist afskrifta fari svo að hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að lánin séu ólögleg.

Nauðungarsölum frestað í sumum tilvikum

Nauðungarsölum verður frestað í sumum tilvikum til að fólk fái tækifæri til að vinna í heildaruppgjöri skulda. Ríkisstjórnin vinnur nú að tillögum þessa efnis. Félagsmálaráðherra segir að ekki standi þó til að fresta nauðungarsölum sérstaklega á meðan beðið er eftir niðurstöðu Hæstaréttar í myntkörfumálinu.

Skuldatryggingaálag ríkisins undir 600 punkta

Skuldatryggingaálag á ríkissjóð Íslands heldur áfram að lækka og er komið undir 600 punkta. Samkvæmt vefsíðu CMA gagnaveitunnar stendur álagið nú í 587 punktum.

Lánafyrirtæki fara líklegast á hausinn

Viðbúið er að einhver lánafyrirtæki verði gjaldþrota komist hæstiréttur að sömu niðurstöðu og héraðsdómur Reykavíkur. Hagfræðingur telur líklegt að bankarnir þurfi að afskrifa milljarða.

Bílalánin í uppnámi

Mikil óvissa ríkir um rétt lánastofnana til að innheimta greiðslur af myntkörfulánum eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi slík lán ólögmæt. Félagsmálaráðherra vill að málið fái flýtimeðferð hjá Hæstarétti. Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að nauðungarsölum verði frestað þangað til niðurstaða hæstaréttar liggur fyrir.

Formaður slitastjórnar beggja vegna borðs

Hlynur Jónsson, formaður slitastjórnar Spron og Frjálsa fjárfestingabankans, situr jafnframt í stjórn félags sem er stærsti kröfuhafi í þrotabú Frjálsa. Sem slitastjóri ákveður hann hvort yfir níutíu milljarða króna krafa félagsins í þrotabúið er samþykkt.

Lýsing ætlar að áfrýja

Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing hyggst áfrýja dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til Hæstaréttar. Þar komst dómari að þeirri niðurstöðu að myntkörfulán fyrirtækisins væru ólögleg samkvæmt íslenskum lögum. Áður hafði fallið dómur í svipuðu máli og þá komst dómari að þveröfugri niðurstöðu. „Báðum þessum málum verður áfrýjað til Hæstaréttar sem mun kveða upp endanlegan dóm um þetta álitaefni,“ segir í yfirlýsingu frá Lýsingu.

Hollenskur prófessor dregur Icesave-ummæli til baka

Hollenski lagaprófessorinn Edgar du Perron, sem á dögunum skrifaði grein í hollenska dagblaðið Volksrant þar sem sagði að Frakkar hefðu bannað Landsbankanum að hefja Icesave starfsemi í landinu, hefur dregið ummæli sín til baka. Í grein sinni sagði hann að hollensk yfirvöld hefðu getað gert slíkt hið sama.

Heildarútlán ÍLS stóðu í stað milli mánaða

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu rúmum 2,1 milljörðum króna í janúar, en þar af voru ríflega 700 milljónir króna vegna almennra lána og um 1,4 milljarðar vegna annarra lána. Heildarútlán sjóðsins stóðu því nánast í stað frá fyrra mánuði en almenn útlán sjóðsins lækkuðu hins vegar um 50% frá þeim tíma.

Stjórnendur vildu Jóhannes

Ekki er ólíklegt að tilboð Jóhannesar Jónssonar, stofnanda Bónuss, stjórnenda Haga og viðskiptafélaga, sem hópurinn lagði fram í sextíu prósenta hlut Arion Banka í Högum í nóvember í fyrra hafi verið hagstæðara en skráning félagsins á markað, að sögn Finn Sveinbjörnssonar, bankastjóra Arion Banka.

Leitað að gögnum um lánveitingar til Skúla og Stanford

Fjörutíu manns frá lögreglunni í Lúxemborg hafa aðstoðað embætti sérstaks saksóknara við húsleit í Banque Haveland, sem var áður dótturfélag Kaupþings, og á fleiri stöðum í Lúx. Aðgerðirnar tengjast rannsókn á meintri tugmilljarða markaðsmisnotkun Kaupþings og lánveitingum bankans til félaga í eigu Skúla Þorvaldssonar og Kevin Stanford á Tortóla.

GBI vísitalan lækkaði um 0,1%

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 6,4 milljarða kr. viðskiptum. Viðskiptin voru að meirihluta með verðtryggð íbúðabréf en velta þeirra nam rúmum 4 milljörðum kr.

Fjárfestingar í orkufrekum iðnaði 400 milljarðar til 2017

Fjárfestingar sem tengjast orkufrekum iðnaði og raforkukerfinu eru áætlaðar samtals um 400 milljarðar til ársins 2017, þar af um 265 milljarðar í ár og næstu þrjú ár. Áhrif þeirra á þróun efnahagsmála eru því mikil.

Marel selur Carnitech í Danmörku, tapar 1,4 milljarði

Marel hefur komist að samkomulagi við fyrirtækið American Industrial Acquisition Corporation (AIAC) um sölu á rekstri Carnitech A/S í Stövring, Danmörku. Einingu sem starfar utan kjarnastarfsemi Marel. AIAC er óskráð iðnaðarsamsteypa sem hefur það að langtímamarkmiði að byggja upp sterk fyrirtæki.

Kauphöllin vísaði 20 málum til FME í fyrra

Kauphöllin tekur árlega saman yfirlit eftirlitsmála. Kauphöllin afgreiddi samtals 84 mál á síðasta ári, þar af var 20 málum vísað til Fjármálaeftirlitsins (FME) til frekari skoðunar. Vinnslu eins máls var enn ólokið við árslok.

Bréfin engin sönnun heldur formlegt svar á háspenntum tímum

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrum viðskiptaráðherra, segir bréfin tvö sem birtust í hollenskum fjölmiðlum í gær, og átti að styðja við fullyrðingar Nout Wellink, seðlabankastjóra Hollands og Arnolds Schilder, yfirmanns hollenska bankaeftirlitsins um að íslenska ríkið hefði logið um stöðu Landsbankans fram á síðasta dag, vera formleg svör ráðuneytisins.

Líkir Hollendingum og Bretum við okurlánara

Krafa Breta og Hollendinga í Icesave málinu á sér enga stoð í lögum og Íslendingum ber ekki að greiða skuldir einkafyrirtækis að mati franska hagfræðingsins Alain Lipietz. Hann líkir Bretum og Hollendingum við okurlánara.

Halldór vill ekki tjá sig um samskiptin við Sólon

Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, vill ekki tjá sig um samskipti sín við Sólon Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóra Búnaðarbankans á þeim tíma sem Björgólfsfeðgar fengu lán til kaupa á Landsbankanum. Hann segir lánveitingar Búnaðarbankans til Björgólfsfeðga hafa verið á forræði og ábyrgð stjórnenda þess banka.

Einkaneysla landsmanna að ná einhverju jafnvægi

Af þróun kortaveltunnar á síðustu mánuðum má ráða að einkaneysla landsmanna sé að ná einhvers konar jafnvægi eftir afar snarpan samdrátt undanfarna átján mánuði eða svo. Kortaveltan hefur hins vegar dregist saman um ríflega þriðjung að raungildi frá því góðærið stóð sem hæst um miðjan síðasta áratug og má ætla að langur tími líði þangað til þeim hæðum verður náð á nýjan leik.

Fyrstu prófanir á ljósdíóðulömpum lofa góðu

Vistvæn Orka ehf. hefur lokið fyrsta áfanga í prófunum á ljósdíóðulömpum sínum. Nokkrir LED ljósdíóðulampar hafa hafa verið í prófunum í tilraunagróðurhúsi LBHÍ að Reykjum, Ölfusi frá því í byrjun desember 2009. Lamparnir sem eru vatnskældir hafa staðist allar væntingar um stöðugt ljósmagn, orku- og kæliþörf.

Efnahagsbati Evrópu hefur stoppað

Samkvæmt nýjum tölum frá Eurostat hefur hinn veiki efnahagsbati í Evrópu nú stoppað. Tölurnar sýna að hagvöxtur á evrusvæðinu nam aðeins 0,1% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs en væntingar voru um að vöxturinn yrði 0,4%.

Kína á bremsunni, bindiskyldan aukin í annað sinn

Stjórnvöld í Kína hafa fyrirskipað bönkum landsins að hækka bindiskyldu sína. Er þetta í annað sinn á einum mánuði sem bindiskyldan er aukin. Með þessu eru stjórnvöld að reyna að kæla kínverska hagkerfið sem er í miklum vexti þessa daganna.

Hollendingar segja Íslendinga víst hafa logið - sýna bréf til sönnunar

Hollenski vefmiðillin RTLZ birti í gær bréfasamskipti á milli viðskiptaráðuneytisins á Íslandi við breska fjármálaráðuneytið og telur greinarhöfundur bréfin sýna fram á að Ísland hafi logið fram á síðasta dag um raunverulega stöðu mála og styðji því við fullyrðingar Nout Wellink, seðlabankastjóra Hollands og Arnolds Schilder, yfirmanns hollenska bankaeftirlitsins um meinar lygar íslenska ríkisins.

Neyðarleg mistök kostuðu myntsláttustjóra Chile starfið

Forstjóri myntsláttunnar í Chile, Gregorio Iniquez, hefur glatað starfi sínu eftir að neyðarleg mistök við sláttu á 50 pesóa mynt komu í ljós. Á myntinni er nafn landsins rangt stafað. Í stað CHILE stendur CHIIE á myntinni.

Frakkar: Aldrei sótt um leyfi fyrir Icesave í Frakklandi

Talsmaður seðlabanka Frakkalands (Banque de France) segir að aldrei hafi verið sótt um leyfi til að starfrækja Icesave-reikninga þar í landi. Þetta stangast á við orð Björgvins G. Sigurðssonar fyrrverandi viðskiptaráðherra um að Frakkar hefðu neitað Landsbankanum um slíkt leyfi.

Verðmæti útflutnings Alcoa Fjarðaráls 200 milljónir á dag

Útflutningur Alcoa Fjarðaáls á síðasta ári nam tæplega 600 milljónum bandaríkjadala, sem jafngildir um 74 milljörðum íslenskra króna, miðað við núverandi gengi. Flutt voru út rúmlega 349 þúsund tonn af hreinu áli, álblöndum og álvírum. Verðmæti útflutnings Alcoa Fjarðaáls í fyrra nam því rúmlega 1,4 milljörðum króna á viku, eða rúmlega 200 milljónum króna á dag.

Viðsnúningur upp á rúma 14 milljarða hjá Landsneti

Hagnaður Landsnets hf. samkvæmt rekstrarreikningi nam 1.471 milljónum kr. fyrir árið 2009 samanborið við tap að fjárhæð tæpa 12,8 milljarða kr. á árinu 2008. Betri afkoma stafar aðallega af mun minna gengistapi en á fyrra ári auk þess sem tekjur af raforkuflutningi hafa aukist.

Hagnaður RARIK tæpar 700 milljónir í fyrra

Samkvæmt rekstrarreikningi var hagnaður RARIK í fyrra 697 milljónir króna en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 2.843 milljónir króna eða 32,7% af veltu tímabilsins. Hefur EBITDA félagsins hækkað um rúm 50% frá árinu 2008. Handbært fé frá rekstri var 1.847 milljónir króna.

Sjá næstu 50 fréttir