Bílalánin í uppnámi 13. febrúar 2010 18:29 Mikil óvissa ríkir um rétt lánastofnana til að innheimta greiðslur af myntkörfulánum eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi slík lán ólögmæt. Félagsmálaráðherra vill að málið fái flýtimeðferð hjá Hæstarétti. Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að nauðungarsölum verði frestað þangað til niðurstaða hæstaréttar liggur fyrir. Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing stefndi viðskiptavini á síðasta ári sem var hættur að greiða af láni vegna kaupleigusamnings um bifreið. Lánið var að hluta gengistryggt. Héraðsdómari komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði samningsins um gengistryggingu væri í raun ólögmæt verðtrygging þar sem lánið hafi verið veitt í íslenskum krónum. Íslensk heimili skulda um 200 milljarða í gengistryggðum lánum og hefur niðurstaða héraðsdóms sett þessi lán í uppnám. „Þarna er héraðsdómarinn að skilja lögin með þeim hætti sem við og fjöldi annarra lögmanna hafa skilið þau, auk fræðimanna líka," segir Björn Þorri Viktorsson, lögmaður. Lýsing hefur áfrýjað málinu til hæstaréttar en Björn telur ólíklegt að lánastofnanir geti haldið áfram að innheimta greiðslur af myntkörfulánum á meðan niðurstaða hæstaréttar liggur ekki fyrir. „Ekki á grundvelli þessara lána. Ef að þessi niðurstaða stendur," segir Björn Þorri en bendir á að því skuli haldið til hafa að málið eigi líklegast eftir að fara fyrir Hæstarétt. „En að sjálfsögðu stendur slílk innheimta ekki." Friðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna telur einboðið að fresta nauðungasölum á meðan beðið er eftir niðurstöðu hæstaréttar. „Það er fjöldi af nauðungarsölum í farvatningu. Það á að fara dæma fólk til eignasviptinga meðal annars byggðum á þessum samningum og í ljósi óvissu þá teljum við það mjög mikið mikla glöp og handvömm í raunin ef fólk verður keyrt í þrot út frá slíkri lagaóvissu." Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir að vonast verði til þess hæstiréttur taki fljót á þessu máli. „Það skiptir miklu máli að þetta mál fái flýtimeðferð þannig að við fáum niðurstöðu hæstaréttar sem fyrst í þessu máli," segir Árni og bætir því við að miklu máli skipti að vita hvort þessi lán séu lögleg. „Það hefur mikil áhrif á mat á heildarstöðunni." Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Mikil óvissa ríkir um rétt lánastofnana til að innheimta greiðslur af myntkörfulánum eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi slík lán ólögmæt. Félagsmálaráðherra vill að málið fái flýtimeðferð hjá Hæstarétti. Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að nauðungarsölum verði frestað þangað til niðurstaða hæstaréttar liggur fyrir. Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing stefndi viðskiptavini á síðasta ári sem var hættur að greiða af láni vegna kaupleigusamnings um bifreið. Lánið var að hluta gengistryggt. Héraðsdómari komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði samningsins um gengistryggingu væri í raun ólögmæt verðtrygging þar sem lánið hafi verið veitt í íslenskum krónum. Íslensk heimili skulda um 200 milljarða í gengistryggðum lánum og hefur niðurstaða héraðsdóms sett þessi lán í uppnám. „Þarna er héraðsdómarinn að skilja lögin með þeim hætti sem við og fjöldi annarra lögmanna hafa skilið þau, auk fræðimanna líka," segir Björn Þorri Viktorsson, lögmaður. Lýsing hefur áfrýjað málinu til hæstaréttar en Björn telur ólíklegt að lánastofnanir geti haldið áfram að innheimta greiðslur af myntkörfulánum á meðan niðurstaða hæstaréttar liggur ekki fyrir. „Ekki á grundvelli þessara lána. Ef að þessi niðurstaða stendur," segir Björn Þorri en bendir á að því skuli haldið til hafa að málið eigi líklegast eftir að fara fyrir Hæstarétt. „En að sjálfsögðu stendur slílk innheimta ekki." Friðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna telur einboðið að fresta nauðungasölum á meðan beðið er eftir niðurstöðu hæstaréttar. „Það er fjöldi af nauðungarsölum í farvatningu. Það á að fara dæma fólk til eignasviptinga meðal annars byggðum á þessum samningum og í ljósi óvissu þá teljum við það mjög mikið mikla glöp og handvömm í raunin ef fólk verður keyrt í þrot út frá slíkri lagaóvissu." Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir að vonast verði til þess hæstiréttur taki fljót á þessu máli. „Það skiptir miklu máli að þetta mál fái flýtimeðferð þannig að við fáum niðurstöðu hæstaréttar sem fyrst í þessu máli," segir Árni og bætir því við að miklu máli skipti að vita hvort þessi lán séu lögleg. „Það hefur mikil áhrif á mat á heildarstöðunni."
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira