Bílalánin í uppnámi 13. febrúar 2010 18:29 Mikil óvissa ríkir um rétt lánastofnana til að innheimta greiðslur af myntkörfulánum eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi slík lán ólögmæt. Félagsmálaráðherra vill að málið fái flýtimeðferð hjá Hæstarétti. Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að nauðungarsölum verði frestað þangað til niðurstaða hæstaréttar liggur fyrir. Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing stefndi viðskiptavini á síðasta ári sem var hættur að greiða af láni vegna kaupleigusamnings um bifreið. Lánið var að hluta gengistryggt. Héraðsdómari komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði samningsins um gengistryggingu væri í raun ólögmæt verðtrygging þar sem lánið hafi verið veitt í íslenskum krónum. Íslensk heimili skulda um 200 milljarða í gengistryggðum lánum og hefur niðurstaða héraðsdóms sett þessi lán í uppnám. „Þarna er héraðsdómarinn að skilja lögin með þeim hætti sem við og fjöldi annarra lögmanna hafa skilið þau, auk fræðimanna líka," segir Björn Þorri Viktorsson, lögmaður. Lýsing hefur áfrýjað málinu til hæstaréttar en Björn telur ólíklegt að lánastofnanir geti haldið áfram að innheimta greiðslur af myntkörfulánum á meðan niðurstaða hæstaréttar liggur ekki fyrir. „Ekki á grundvelli þessara lána. Ef að þessi niðurstaða stendur," segir Björn Þorri en bendir á að því skuli haldið til hafa að málið eigi líklegast eftir að fara fyrir Hæstarétt. „En að sjálfsögðu stendur slílk innheimta ekki." Friðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna telur einboðið að fresta nauðungasölum á meðan beðið er eftir niðurstöðu hæstaréttar. „Það er fjöldi af nauðungarsölum í farvatningu. Það á að fara dæma fólk til eignasviptinga meðal annars byggðum á þessum samningum og í ljósi óvissu þá teljum við það mjög mikið mikla glöp og handvömm í raunin ef fólk verður keyrt í þrot út frá slíkri lagaóvissu." Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir að vonast verði til þess hæstiréttur taki fljót á þessu máli. „Það skiptir miklu máli að þetta mál fái flýtimeðferð þannig að við fáum niðurstöðu hæstaréttar sem fyrst í þessu máli," segir Árni og bætir því við að miklu máli skipti að vita hvort þessi lán séu lögleg. „Það hefur mikil áhrif á mat á heildarstöðunni." Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Mikil óvissa ríkir um rétt lánastofnana til að innheimta greiðslur af myntkörfulánum eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi slík lán ólögmæt. Félagsmálaráðherra vill að málið fái flýtimeðferð hjá Hæstarétti. Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að nauðungarsölum verði frestað þangað til niðurstaða hæstaréttar liggur fyrir. Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing stefndi viðskiptavini á síðasta ári sem var hættur að greiða af láni vegna kaupleigusamnings um bifreið. Lánið var að hluta gengistryggt. Héraðsdómari komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði samningsins um gengistryggingu væri í raun ólögmæt verðtrygging þar sem lánið hafi verið veitt í íslenskum krónum. Íslensk heimili skulda um 200 milljarða í gengistryggðum lánum og hefur niðurstaða héraðsdóms sett þessi lán í uppnám. „Þarna er héraðsdómarinn að skilja lögin með þeim hætti sem við og fjöldi annarra lögmanna hafa skilið þau, auk fræðimanna líka," segir Björn Þorri Viktorsson, lögmaður. Lýsing hefur áfrýjað málinu til hæstaréttar en Björn telur ólíklegt að lánastofnanir geti haldið áfram að innheimta greiðslur af myntkörfulánum á meðan niðurstaða hæstaréttar liggur ekki fyrir. „Ekki á grundvelli þessara lána. Ef að þessi niðurstaða stendur," segir Björn Þorri en bendir á að því skuli haldið til hafa að málið eigi líklegast eftir að fara fyrir Hæstarétt. „En að sjálfsögðu stendur slílk innheimta ekki." Friðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna telur einboðið að fresta nauðungasölum á meðan beðið er eftir niðurstöðu hæstaréttar. „Það er fjöldi af nauðungarsölum í farvatningu. Það á að fara dæma fólk til eignasviptinga meðal annars byggðum á þessum samningum og í ljósi óvissu þá teljum við það mjög mikið mikla glöp og handvömm í raunin ef fólk verður keyrt í þrot út frá slíkri lagaóvissu." Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir að vonast verði til þess hæstiréttur taki fljót á þessu máli. „Það skiptir miklu máli að þetta mál fái flýtimeðferð þannig að við fáum niðurstöðu hæstaréttar sem fyrst í þessu máli," segir Árni og bætir því við að miklu máli skipti að vita hvort þessi lán séu lögleg. „Það hefur mikil áhrif á mat á heildarstöðunni."
Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira