Fleiri fréttir

Skilanefndin orðin einn stærsti kráareigandi Bretlands

Skilanefnd Kaupþings er orðin einn stærsti kráaeigandi í Bretlandi, en fyrirtækið eignaðist öldurhúsin vegna skulda bresk-íranska viðskiptajöfursins Robert Tchenguiz við Kaupþing. Skilanefndin hefur nú kyrrsett yfir 100 milljónir punda á reikningum Tchenguiz.

Hlutabréf Össurar hreyfðust ein í dag

Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar lækkaði um 0,61 prósent í Kauphöllinni i dag. Það hækkaði hins vegar 0,71 prósent á hlutabréfamarkaði í Kaupmannahöfn á sama tíma.

H.F. Verðbréf viðurkenndur ráðgjafi í Kauphöllinni

Kauphöllin hefur samþykkt að H.F. Verðbréf verði viðurkenndur ráðgjafi ( Certified Adviser) á First North Iceland. Hlutverk viðurkennds ráðgjafa felst í því að vera til ráðgjafar og aðstoðar fyrirtækjum við skráningu á First North og á meðan bréf þeirra eru í viðskiptum á markaðnum.

Iceland Express semur við stóra markaðsskrifstofu

Iceland Express hefur gert samstarfssamning við öfluga sölu- og markaðsskrifstofu, AVIAREPS Group, í Bandaríkjunum og Póllandi. Er þetta gert til að efla markaðsstarf á þessum svæðum, því eins og kunnugt er mun Iceland Express hefja flug til New York og Winnipeg í Kanada í júníbyrjun. Þá mun félagið fljúga til þriggja staða í Póllandi í sumar til Varsjár, Kraká og Gdansk.

Danski auðmannabankinn Capinordic lýstur gjaldþrota

Danska fjármálaeftirlitið hefur lýst því yfir að auðmannabankinn (velhaverbanken) Capinordic sé gjaldþrota. Þetta gerist í framhaldi af því að Capinordic óskaði eftir greiðslustöðvun í gærdag.

Skilanefnd Glitnis sendi fimm mál til FME og saksóknara

Skilanefnd Glitnis hefur hingað til sent fimm mál sem tengjast viðskiptum gamla bankans til Fjármálaeftirlitsins (FME) og sérstaks saksóknara til frekari rannsóknar. Skilanefnd Kaupþings og Landsbankans hafa jafnframt sent gögn og mál frá sér.

Landsbanki og Kaupþing áttu megnið af ástarbréfunum

Stærstur hluti þeirra skuldabréfa sem íslenska ríkið situr uppi með vegna veðlánaviðskipta Seðlabanka Íslands voru útgefin af Landsbanka Íslands. Viðskiptin hafa gengið undir nafninu ástarbréfin.

Skuldabréf Atorku tekin úr viðskiptum

Kauphöllin hefur ákveðið að taka skuldabréf Atorku Group hf. úr viðskiptum þar sem héraðsdómur hefur staðfest nauðasamning félagsins.

Segir sláandi mótsögn í aðgerðum Seðlabankans.

"Þetta er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að Seðlabanki Íslands er að soga til sín allt lausafé á íslenskum markaði í þeim tilgangi að halda vöxtum hér háum. Sem sagt, þá vill Seðlabanki fá til landsins erlent lánsfjármagn og erlenda fjárfesta á sama tíma og hann sogar til sín allt íslenskt lausafé svo að tryggt sé að því verði örugglega ekki fjárfest á Íslandi. Er ekki einhver sláandi mótsögn í þessum aðgerðum?"

Skuldabréf Landsbankans hafa tvöfaldast í verði

Skuldabréf Landsbankans halda áfram að hækka og eru í dag skráð á 8% af nafnverði á viðskiptavefnum Keldan.is. Þau hafa því tvöfaldast í verði frá því að forseti Íslands ákvað að vísa Icesave málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Auðugur Rússi kaupir yfirgefið kaldastríðsþorp

Auðugur Rússi hefur keypt draugaþorpið Skrunda-1 í Lettlandi en síðasti íbúinn yfirgaf þessa 5.000 manna byggð árið 1998. Rússneski herinn rak Skrunda-1 á tímum kaldastríðsins.

Bankabjörgun kostaði þrefalda landsframleiðslu Skotlands

Kostnaðurinn við að bjarga tveimur skoskum bönkum, Royal Bank of Scotland (RBS) og HBOS, nemur 470 milljörðum punda eða hinni stjarnfræðilegu tölu 94 þúsund milljörðum kr. Þetta er þreföld landsframleiðsla Skotlands.

Peningastefnunefnd: Minnkandi aðhald í ríkisfjármálum

„Einnig var lýst yfir áhyggjum af minna aðhaldi í ríkisfjármálum miðað við það sem áður var gert ráð fyrir og hugsanlegum áhrifum af sjálfbærni ríkisfjármála á gengi krónunnar og verðstöðugleika til lengri tíma litið."

Fólk í miklum vanskilum skemmir bílana

Vanskil einstaklinga og fyrirtækja með bíla í rekstrarleigu hafa aukist milli ára. Dæmi eru um að viðskiptavinir skemmi bíla og taki vélarhluta úr þeim áður en þeim er skilað.

Ræða seðlabankastjóra vekur athygli erlendis

"Regluverk Evrópusambandsins um starfsemi banka yfir landamæri var stórgallað þar sem það heimilaði frjálst flæði fjármagns og bankaþjónustu með innlend öryggisnet og áfallastjórnun." Vefritið CentralBanking.com tekur upp þessi orð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra í frétt, en þau viðhafði hann í Bergen í Noregi í janúarbyrjun.

Hefur áhyggjur af olíuskorti í framtíðinni

Ökumenn þurfa að fara að átta sig á því að olía er takmörkuð vara og skipta yfir í grænan samgöngumáta til þess að forðast olíuskort árið 2020, segir Ian Marchant, framkvæmdastjóri orkufyrirtækisins Scottish & Southern.

Arion ætlar að ganga að ábyrgðum 1998

Litlar sem engar eignir eru inni í þeim félögum sem ábyrgðust lán til 1998 ehf. fyrrverandi móðurfélags Haga. Arion banki ætlar að ganga að þessum ábyrgðum og keyra félögin í þrot, óvíst er samt hvenær það gerist.

Gengi Færeyjabanka hækkaði um 1,39 prósent

Gengi hlutabréfa Færeyjabanka hækkaði um 1,39 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa Össurar, sem hækkaði um 0,92 prósent, og Marels, sem fór upp um 0,33 prósent.

Tveir greiddu atkvæði gegn vaxtalækkun

Tveir úr peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greiddu atkvæði gegn þeirri tillögu seðlabankastjóra að lækka stýrivexti um 0,5 prósentur. Þrír greiddu hins vegar atkvæði með tillögunni. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar sem birt var síðdegis.

GBI vísitalan hækkar áfram

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,3% í dag í 13,2 milljarða viðskiptum. Þar af námu viðskipti með íbúðabréf tæpum 8 milljörðum kr.

Nær helmingur telur skattabreytingar fækka starfsfólki

45% forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja áætla að skattabreytingar stjórnvalda muni leiða til fækkunar starfsfólks í fyrirtækjum þeirra. Þá telja um 50% fyrirtækja í verslun að breytingarnar muni leiða til fækkunar starfsfólks og í iðnaði er talan um 47%.

Veisla hjá loðdýrabændum, seldu fyrir 150 milljónir

Íslenskir loðdýrabændur seldu minkaskinn fyrir um 150 milljónir kr. á uppboði hjá Kopenhagen Fur í vikunni. Verð á minkaskinnum á uppboðinu hækkaði um 13% frá uppboðinu í desember en þá hækkaði verðið um 36%.

Háskólanemar á Framadögum

Um 30 fyrirtæki taka þátt í Framadögum í Háskólabíói í dag, en markmiðið með deginum er að skapa vettvang fyrir fyrirtæki til þess að komast í persónuleg kynni við ungt og metnaðarfullt háskólafólk og tilvonandi starfskrafta sína. Fyrstu Framadagarnir voru haldnir árið 1995 og þetta er því í 16 sinn sem slík dagskrá er haldin.

Endurfjármögnun nýrrar jarðgerðarstöðvar lokið

Endurfjármögnun byggingar jarðgerðarstöðvar Moltu e.hf. í Eyjafirði er nú lokið með samstilltu átaki eigenda fyrirtækisins annars vegnar og Íslandsbanka og hins finnska seljanda vélbúnaðarins hins vegar.

Atvinnuleysið mældist 9% í janúar

Skráð atvinnuleysi í janúar 2010 var 9% eða að meðaltali 14.705 manns og eykst atvinnuleysi um 6,7% að meðaltali frá desember eða um 929 manns. Á sama tíma á árinu 2009 var atvinnuleysi 6,6%, eða 10.456 manns að jafnaði.

Vodafone semur um afnota af ljósleiðara NATO

Samningur um afnot Vodafone af ljósleiðarasþræði Varnarmálastofnunar, sem áður var rekinn af NATÓ og kom í hlut íslenska ríkisins við brottför Varnarliðsins frá Íslandi, hefur verið undirritaður.

Hrein eign lífeyrissjóðanna jókst um 31 milljarð í desember

Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris var 1.794 milljarðar kr. í lok desember síðastliðins og jókst um 31 milljarð kr. í mánuðinum samkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti í gær. Þar af jókst innlend verðbréfaeign um 24,2 milljarða kr. og erlend verðbréfaeign um 14,3 milljarða kr. Sjóðir og bankainnistæður lækkuðu hins vegar um 4,3 milljarða kr. í mánuðinum.

Rætt um að ríkissjóður standi undir bændalífeyri

Innan stjórnkerfisins eru nú hugmyndir um að ríkissjóður greiði beint mótframlag sitt til lífeyrisgreiðslna bænda í stað þess að framlagið sé ákveðið á fjárlögum hverju sinni. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku en þar lagði fjármálaráðherra fram minnisblað um lífeyrissjóð bænda.

Reikningur til Manarbúa fyrir Kaupþing 12 milljarðar

Skattgreiðendur á eyjunni Mön munu þurfa að greiða 60 milljónir punda, eða um 12 milljarða kr., til þess að hægt sé að standa við greiðslur á innlánstryggingum á reikningum hjá dótturfélags Kaupþings á eyjunni.

Miklar bensínbirgðir halda olíuverðinu niðri

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar í morgun í kjölfar fregna frá Bandaríkjunum að olíubirgðir landsins hafi aukist um 7,2 milljónir tunna í síðustu viku. Þá hafa bensínbirgðir Bandaríkjanna ekki verið meiri síðan í mars 1999 en þær nema nú 228,2 milljónum tunna.

Sænsk glæpasagnadrottning í stjórn Post Danmark

Sænska glæpasagnadrottningin Viveca Sten hefur fengið sæti í stjórn Post Danmark. Fyrir er Sten einn af stjórnendum dansk/sænsk póstrisans Posten Norden en hún er menntaður lögfræðingur.

Nordea skilar ágætu uppgjöri

Nordea bankinn skilaði ágætu uppgjöri fyrir árið í fyrra. Hagnaður bankans fyrir skatta nam 20,8 milljörðum danskra kr. eða ríflega 490 milljörðum kr. Þetta er fimmfaldur hagnaður Danske Bank fyrir sama ár.

Sólon lánaði fyrir Landsbanka vegna þrýstings

Sólon Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbankans, segist hafa veitt lán til kaupa á Landasbankanum undir miklum þrýstingi. Upphaflega hafi hann neitað að lána Björgólfsfeðgum fyrir kaupum í Landsbankanum þegar fyrst var eftir því leitað árið 2003.

Sjá næstu 50 fréttir