Viðskipti innlent

Íslandsbanki: Betri réttur viðskiptavina tryggður

Vegna umfjöllunar um lögmæti gengistryggðra bílalána vill Íslandsbanki árétta að þeir viðskiptavinir sem hafa nýtt sér og munu nýta sér úrræði bankans til höfuðstólslækkunar hafa ekki fyrirgert mögulegum betri rétti sínum komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að gengistryggð bílalán séu ólögleg.

Í tilkynningu segir að þessi afstaða bankans kemur skýrt fram á heimasíðu hans.

Á fjórða þúsund viðskiptavina Íslandsbanka fjármögnunar hafa nýtt sér höfuðstólslækkun vegna bílalána en hún getur numið allt að 25%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×