Marel selur Carnitech í Danmörku, tapar 1,4 milljarði 12. febrúar 2010 13:54 Marel hefur komist að samkomulagi við fyrirtækið American Industrial Acquisition Corporation (AIAC) um sölu á rekstri Carnitech A/S í Stövring, Danmörku. Einingu sem starfar utan kjarnastarfsemi Marel. AIAC er óskráð iðnaðarsamsteypa sem hefur það að langtímamarkmiði að byggja upp sterk fyrirtæki.Í tilkynningu segir að bókfært tap á sölunni nemur 8 milljónum evra, eða um 1,4 milljörðum kr., fyrir skatt, aðallega vegna afskrifta viðskiptavildar og endurmetinna eigna, og hefur verið tekið tillit til þess í ársreikningum fyrir 2009.Dótturfélag AIAC sem er kaupandi eignanna sem og skuldanna mun taka upp nafnið Carnitech. Undanskilin frá samningnum er fyrrum starfsemi Carnitech í laxaiðnaði og á sviði frystibúnaðar, sem og starfsemi Carnitech í Bandaríkjunum, sem er nú rekin undir merkjum og yfirstjórn Marel. Marel mun leggja niður noktun á Carnitech vörumerkinu á næstu 12 mánuðum.Salan er mikilvægur liður í áætlun Marel um sölu eigna utan kjarnastarfsemi og mun félagið nú einbeita sér eingöngu að aukinni arðsemi og innri vexti í kjarnastarfsemi, en hún snýr að vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi, auk frekari vinnslu.Kaupandinn tekur yfir eignir og skuldir tengdar rekstri Carnitech í Stövring en fasteignir félagsins í Stövring eru ekki innifaldar í samningnum. Samningsaðilar hafa gert langtíma leigusamning vegna húsnæðisins en kaupandinn fær forkaupsrétt að því.„Salan á Carnitech í Stövring, sem er síðasta stóra einingin utan kjarnastarfsemi, er mjög jákvætt skref fram á við fyrir Marel," segir Theo Hoen forstjóri Marel.„Nú getum við snúið okkur alfarið að því að styrkja stöðu okkar sem markaðsleiðtogi í kjarnastarfsemi okkar. Ég er þess fullviss að Carnitech muni takast að treysta stöðu sína til framtíðar með nýjum eigendum eftir að hafa gengið í gegnum erfitt tímabil á árinu 2009."Starfsemi Carnitech snýr fyrst og fremst að þróun, framleiðslu og sölu á búnaði fyrir matvælaiðnaðinn en þær vörur sem fyrirtækið býður upp á falla utan við kjarnastarfsemi Marel eins og hún hefur verið skilgreind. Vöruframboðið samanstendur m.a. af lyfti- og affermingarbúnaði, sérhönnuðum afgreiðslu- og geymslulausnum og tækjum til framleiðslu á þunnum plötum. Árið 2009 stóð einingin fyrir 3,7%% af tekjum Marel, með veltu upp á 20 milljónir evra. Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Marel hefur komist að samkomulagi við fyrirtækið American Industrial Acquisition Corporation (AIAC) um sölu á rekstri Carnitech A/S í Stövring, Danmörku. Einingu sem starfar utan kjarnastarfsemi Marel. AIAC er óskráð iðnaðarsamsteypa sem hefur það að langtímamarkmiði að byggja upp sterk fyrirtæki.Í tilkynningu segir að bókfært tap á sölunni nemur 8 milljónum evra, eða um 1,4 milljörðum kr., fyrir skatt, aðallega vegna afskrifta viðskiptavildar og endurmetinna eigna, og hefur verið tekið tillit til þess í ársreikningum fyrir 2009.Dótturfélag AIAC sem er kaupandi eignanna sem og skuldanna mun taka upp nafnið Carnitech. Undanskilin frá samningnum er fyrrum starfsemi Carnitech í laxaiðnaði og á sviði frystibúnaðar, sem og starfsemi Carnitech í Bandaríkjunum, sem er nú rekin undir merkjum og yfirstjórn Marel. Marel mun leggja niður noktun á Carnitech vörumerkinu á næstu 12 mánuðum.Salan er mikilvægur liður í áætlun Marel um sölu eigna utan kjarnastarfsemi og mun félagið nú einbeita sér eingöngu að aukinni arðsemi og innri vexti í kjarnastarfsemi, en hún snýr að vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi, auk frekari vinnslu.Kaupandinn tekur yfir eignir og skuldir tengdar rekstri Carnitech í Stövring en fasteignir félagsins í Stövring eru ekki innifaldar í samningnum. Samningsaðilar hafa gert langtíma leigusamning vegna húsnæðisins en kaupandinn fær forkaupsrétt að því.„Salan á Carnitech í Stövring, sem er síðasta stóra einingin utan kjarnastarfsemi, er mjög jákvætt skref fram á við fyrir Marel," segir Theo Hoen forstjóri Marel.„Nú getum við snúið okkur alfarið að því að styrkja stöðu okkar sem markaðsleiðtogi í kjarnastarfsemi okkar. Ég er þess fullviss að Carnitech muni takast að treysta stöðu sína til framtíðar með nýjum eigendum eftir að hafa gengið í gegnum erfitt tímabil á árinu 2009."Starfsemi Carnitech snýr fyrst og fremst að þróun, framleiðslu og sölu á búnaði fyrir matvælaiðnaðinn en þær vörur sem fyrirtækið býður upp á falla utan við kjarnastarfsemi Marel eins og hún hefur verið skilgreind. Vöruframboðið samanstendur m.a. af lyfti- og affermingarbúnaði, sérhönnuðum afgreiðslu- og geymslulausnum og tækjum til framleiðslu á þunnum plötum. Árið 2009 stóð einingin fyrir 3,7%% af tekjum Marel, með veltu upp á 20 milljónir evra.
Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira