Viðskipti innlent

Saga Capital missir viðskiptavakt til Danske Bank

Færeyjabanki hefur samið um viðskiptavakt á hlutum sínum við Danske Bank. Samtímis fellur úr gildi samningur um viðskiptavakt sem Færeyjabanki hafði við Saga Capital.

Í tilkynningu um málið segir að Danske Bank muni annast viðskiptavaktin fyrir eigin reikning í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Markmiðið með þessu sé m.a. að auka virkni með viðskipti hlutabréfa í Færeyjabanka og stuðla að auknu gagnsæi í verðmyndun þeirra.

Samkvæmt samningnum leggur Danske Bank að lágmarki fram til tilboð í 300 hluti í Færeyjabanka á hverjum viðskiptadegi. Hámarks/lágmarsboð verður innan 2% marka frá gengi dagsins. Viðskiptavaktin hefst í dag, mánudaginn 15. febrúar.

Í tilkynningunni segir einnig að samkomulag um viðskiptavakt sem Færeyjabanki hefur haft við Saga Capital frá 29. ágúst 2008 hefur verið fellt úr gildi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×