Viðskipti innlent

Velta í dagvöruverslun dróst saman um 3.9% í janúar

Velta í dagvöruverslun dróst saman um 3,9% á föstu verðlagi í janúar miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 2,6% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum minnkaði velta dagvöruverslana í janúar um 3% frá janúar í fyrra. Verð á dagvöru hækkaði um 6,8% á þessu 12 mánaða tímabili.

Í nýrri frétt frá Rannsóknarsetri verslunarinnar segir að sala áfengis minnkaði um 15% í janúar miðað við sama mánuð árið áður á föstu verðlagi og jókst um 0,1% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum nam samdráttur í veltu áfengis í janúar 12,5% frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 17,8% hærra í janúar síðastliðnum en í sama mánuð í fyrra.

Fataverslun var 8,5% minni í janúar miðað við sama mánuð árið áður á föstu verðlagi en jókst um 5,4% á breytilegu verðlagi á sama tímabili. Leiðrétt veltuvísitala fyrir árstíðabundnum þáttum dróst velta fataverslunar saman um 7,1%. Verð á fötum var 15,2% hærra í janúar síðastliðnum en í sama mánuði ári fyrr.

Velta skóverslunar dróst saman um 14,4% í janúar á föstu verðlagi og jókst um 4% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Leiðrétt veltuvísitala fyrir árstíðabundnum þáttum dróst velta skóverslunar saman um 14,4%. Verð á skóm hækkaði í janúar um 21,6% frá janúar í fyrra.

Velta húsgagnaverslana var 34,9% minni í janúar en í sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi og 29,4% minni á breytilegu verðlagi. Verð á húsgögnum var 8,5% hærra í janúar síðastliðnum miðaða við sama mánuð í fyrra.

Sala á raftækjum í janúar minnkaði um 5,5% á föstu verðlagi frá sama mánuði í fyrra og um jókst 4,5% á breytilegu verðlagi á sama tímabili. Verð á raftækjum hækkaði um 10,6% frá janúar 2009.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×