Fjárfestingar í orkufrekum iðnaði 400 milljarðar til 2017 12. febrúar 2010 14:28 Fjárfestingar sem tengjast orkufrekum iðnaði og raforkukerfinu eru áætlaðar samtals um 400 milljarðar til ársins 2017, þar af um 265 milljarðar í ár og næstu þrjú ár. Áhrif þeirra á þróun efnahagsmála eru því mikil.Þetta segir í umfjöllun um málið á vefsíðu stjórnarráðsins. Ennfremur að þá skiptir einnig máli að sú verðmæta sérþekking á rannsóknum og nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa sem byggð hefur verið upp hér á landi á undanförnum áratugum er hjá stóru verkfræðistofunum og fyrirtækjum á borð við Jarðboranir og Íslenskar orkurannsóknir.Þessi mikilvægu fyrirtæki hafa brugðist við samdrætti með því að leita verkefna erlendis en hætta er á að ef lítil sem engin verkefni verða á þessu sviði hér innanlands á næstu árum þá hverfi þessi þekking og þar með samkeppnisforskot Íslands, úr landi.Óvissa og erfiðar aðstæður til fjármögnunar hafa tafið ákvarðanir en mikilvægt er að ríkisstjórnin fái sem besta mynd af framgangi mála og er í því sambandi bent á mikilvægi verkefnisstjóra á hennar vegum.Verkefnin sem um ræðir eru aukning á afkastagetu álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík og bygging Búðarhálsvirkjunar (80MW) á vegum Landsvirkjunar, bygging álvers Norðuráls í Helguvík, stækkun Hellisheiðarvirkjunar (90 MW) og bygging jarðvarmavirkjana í Hverahlíð (90 MW) og við Gráuhnjúka (45 MW)á vegum Orkuveitu Reykjavíkur, virkjanir á vegum HS Orku (Stækkur Reykjanersvirkjunar 80 MW, Eldvörp 50 MW og 1. áfangi í Krísuvík 50 MW), Suðvesturlínur á vegum Landsnets og ýmsar framkvæmdir á vegum Rarik og Jarðborana.Jarðboranir hf hafa nú þegar borað fyrir u.þ.b. 90 MW af þeirri raforku sem þarf til álversins í Helguvík. Í tölum um ársverk sem til verða er gert ráð fyrir vinnu verkfræðistofa og hönnuða en ekki er reiknað með afleiddum störfum svo áhrifin af fjárfestingunni á vinnumarkað eru mun meiri en fram kemur í tölunum hér á eftir.Samtals er gert ráð fyrir að fjárfesting í orkumannvirkjum nemi tæplega 160 milljörðum króna fram til 2017, þar af rúmir 126 milljarðar á þessu ári og næstu þremur árum. Ársverk við þessar framkvæmdir eru áætluð samtals um 4.700 til 2017, þar af tæplega 3.800 á þessu ári og næstu þremur árum. Við það bætast svo afleidd störf.Samtals er gert ráð fyrir að fjárfesting í iðjuverunum nemi um 238 milljörðum til ársins 2017, þar af kr. 138 milljarðar á næsta ári og næstu þremur árum. Ársverk við þessar framkvæmdir verða samtals tæplega 7.900 til ársins 2017, þar af rúmlega 4000 ársverk á næsta ári og næstu þremur árum. Við bætast svo afleidd störf.Framkvæmdir við fyrirhugað álver í Helguvík eru bæði dýrasta og mannaflsfrekasta framkvæmdin og stendur ein og sér undir um 100 milljarðar fjárfestingu í ár og næstu þremur árum og um 3.200 ársverk á sama tíma auk afleiddra starfa. Uppbygging Landsnets á raforkukerfinu er áætluð um 22 milljarðar til ársins 2013 og um 350 ársverk á sama tíma auk afleiddra starfa, að því er segir á vefsíðunni. Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Fjárfestingar sem tengjast orkufrekum iðnaði og raforkukerfinu eru áætlaðar samtals um 400 milljarðar til ársins 2017, þar af um 265 milljarðar í ár og næstu þrjú ár. Áhrif þeirra á þróun efnahagsmála eru því mikil.Þetta segir í umfjöllun um málið á vefsíðu stjórnarráðsins. Ennfremur að þá skiptir einnig máli að sú verðmæta sérþekking á rannsóknum og nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa sem byggð hefur verið upp hér á landi á undanförnum áratugum er hjá stóru verkfræðistofunum og fyrirtækjum á borð við Jarðboranir og Íslenskar orkurannsóknir.Þessi mikilvægu fyrirtæki hafa brugðist við samdrætti með því að leita verkefna erlendis en hætta er á að ef lítil sem engin verkefni verða á þessu sviði hér innanlands á næstu árum þá hverfi þessi þekking og þar með samkeppnisforskot Íslands, úr landi.Óvissa og erfiðar aðstæður til fjármögnunar hafa tafið ákvarðanir en mikilvægt er að ríkisstjórnin fái sem besta mynd af framgangi mála og er í því sambandi bent á mikilvægi verkefnisstjóra á hennar vegum.Verkefnin sem um ræðir eru aukning á afkastagetu álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík og bygging Búðarhálsvirkjunar (80MW) á vegum Landsvirkjunar, bygging álvers Norðuráls í Helguvík, stækkun Hellisheiðarvirkjunar (90 MW) og bygging jarðvarmavirkjana í Hverahlíð (90 MW) og við Gráuhnjúka (45 MW)á vegum Orkuveitu Reykjavíkur, virkjanir á vegum HS Orku (Stækkur Reykjanersvirkjunar 80 MW, Eldvörp 50 MW og 1. áfangi í Krísuvík 50 MW), Suðvesturlínur á vegum Landsnets og ýmsar framkvæmdir á vegum Rarik og Jarðborana.Jarðboranir hf hafa nú þegar borað fyrir u.þ.b. 90 MW af þeirri raforku sem þarf til álversins í Helguvík. Í tölum um ársverk sem til verða er gert ráð fyrir vinnu verkfræðistofa og hönnuða en ekki er reiknað með afleiddum störfum svo áhrifin af fjárfestingunni á vinnumarkað eru mun meiri en fram kemur í tölunum hér á eftir.Samtals er gert ráð fyrir að fjárfesting í orkumannvirkjum nemi tæplega 160 milljörðum króna fram til 2017, þar af rúmir 126 milljarðar á þessu ári og næstu þremur árum. Ársverk við þessar framkvæmdir eru áætluð samtals um 4.700 til 2017, þar af tæplega 3.800 á þessu ári og næstu þremur árum. Við það bætast svo afleidd störf.Samtals er gert ráð fyrir að fjárfesting í iðjuverunum nemi um 238 milljörðum til ársins 2017, þar af kr. 138 milljarðar á næsta ári og næstu þremur árum. Ársverk við þessar framkvæmdir verða samtals tæplega 7.900 til ársins 2017, þar af rúmlega 4000 ársverk á næsta ári og næstu þremur árum. Við bætast svo afleidd störf.Framkvæmdir við fyrirhugað álver í Helguvík eru bæði dýrasta og mannaflsfrekasta framkvæmdin og stendur ein og sér undir um 100 milljarðar fjárfestingu í ár og næstu þremur árum og um 3.200 ársverk á sama tíma auk afleiddra starfa. Uppbygging Landsnets á raforkukerfinu er áætluð um 22 milljarðar til ársins 2013 og um 350 ársverk á sama tíma auk afleiddra starfa, að því er segir á vefsíðunni.
Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira