Viðskipti innlent

Lýsing ætlar að áfrýja

Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing hyggst áfrýja dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til Hæstaréttar. Þar komst dómari að þeirri niðurstöðu að myntkörfulán fyrirtækisins væru ólögleg samkvæmt íslenskum lögum. Áður hafði fallið dómur í svipuðu máli og þá komst dómari að þveröfugri niðurstöðu. „Báðum þessum málum verður áfrýjað til Hæstaréttar sem mun kveða upp endanlegan dóm um þetta álitaefni," segir í yfirlýsingu frá Lýsingu.

Þar segir einnig að Lýsing geti ekki horft til fordæmisgildis þessarar niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur fyrr en niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir. „Það eru bæði hagsmunir Lýsingar og viðskiptavina okkar að sú niðurstaða liggi fyrir sem fyrst."








Tengdar fréttir

Eygló óskar eftir fundi í viðskiptanefnd

Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins hefur óskað eftir því að haldinn verði fundur í viðskiptanefnd sem fyrst þar sem farið verði yfir gengistryggð lán og lagalega stöðu þeirra í ljósi dómsins sem féll í gær í héraðsdómi Reykjavíkur. Þar var bíleigandi sýknaður af kröfum fjármögnunarfyrirtækisins Lýsingar og komst dómarinn að þeirri niðurstöðu að ólögmætt sé að gengistryggja kaupleigusamning við erlenda gjaldmiðla.

Bíleigandi sýknaður af kröfum Lýsingar

Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing tapaði í dag máli í héraðsdómi sem það höfðaði gegn viðskiptavini sem gert hafði kaupleigusamning við fyrirtækið. Samningurinn að hluta til í erlendri mynt með gengistryggingu og krafðist Lýsing þess að maðurinn greiddi fyrirtækinu rúmar 466 þúsund krónur auk dráttarvaxta en stefndi taldi að samningurinn sem gerður var í upphafi hafi verið ólögmætur.

Fagna niðurstöðu héraðsdóms í myntkörfumáli

Samtökin Nýtt Ísland, sem staðið hafa að mótmælum á Austurvelli, undanfarna laugardaga fagna dómi vegna ólögmætis myntkörfulána sem dæmt var látakenda í vil í gær í Héraðsdómi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×