Hollendingar segja Íslendinga víst hafa logið - sýna bréf til sönnunar 12. febrúar 2010 10:11 Landsbankinn. Hollenski vefmiðillinn RTLZ birti í gær bréfasamskipti á milli viðskiptaráðuneytisins á Íslandi við breska fjármálaráðuneytið og telur greinarhöfundur bréfin sýna fram á að Ísland hafi logið fram á síðasta dag um raunverulega stöðu mála og styðji því við fullyrðingar Nout Wellink, seðlabankastjóra Hollands og Arnolds Schilder, yfirmanns hollenska bankaeftirlitsins um meintar lygar íslenska ríkisins. Fyrirsögn greinarinnar í lauslegri þýðingu er: Ísland laug fram á síðasta dag. Um er að ræða tvö bréf frá Viðskiptaráðneytinu stílað á Clive Maxwell hjá breska fjármálaráðuneytinu. Annað bréfið er dagsett 20. ágúst 2008. Það seinna er frá október sama ár - aðeins örfáum dögum fyrir fall Landsbankans. Í fyrra bréfinu, sem Áslaug Árnadóttir skrifstofustjóri viðskiptaráðuneytisins undirritar, er áhyggjum Breta af innistæðutryggingasjóðnum svarað. Þar segir að ríkið myndi styðja við sjóðinn eins og ábyrg stjórnvöld myndu gera færi svo að hann gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Svo er bætt um betur og sagt að ríkið myndi að auki styðja við sjóðinn fjárhagslega til þess að hann gæti tryggt lágmarksupphæð innistæðueiganda. Svo er bent á að Seðlabanki Íslands muni styðja við Landsbankann og íslenska ríkið muni styðja við seðlabankann ef til þess þarf. Að lokum er sérstaklega tekið fram að íslensk stjórnvöld geri sér fulla grein fyrir skyldum EES samningsins varðandi innistæðutryggingar og svo sagt berum orðum að það muni standa við sínar skyldur. Seinna bréfið sem viðskiptaráðuneytið sendi til breska fjármálaeftirlitsins þann 5. október er öllu styttra en það fyrra. Þar segir einfaldlega að íslenska ríkið muni styðja við tryggingainnistæðusjóðinn til þess að mæta lágmarkstryggingaupphæð innistæðueigenda fari Landsbankinn á hausinn. En þá voru ekki nema örfáir dagar í fall bankans. Undir það bréf skrifaði Jónína S. Lárusdóttir, ráðuneytisstjóri en samkvæmt DV í dag var hún ein af tólf einstaklingum sem fékk greinargerð senda heim til sín frá rannsóknarnefnd Alþingis. Hér fyrir neðan má lesa bæði bréfin. Þess má geta að bréfin hafa verið gerð opinber á Íslandi en það var þingmaður Framsóknarflokksins, Siv Friðleifsdóttir sem óskaði eftir þeim í desember árið 2008. Bréfin voru svo gerð kunnug tveimur mánuðum síðar. Hér er greinin en hún er á hollensku. Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Sjá meira
Hollenski vefmiðillinn RTLZ birti í gær bréfasamskipti á milli viðskiptaráðuneytisins á Íslandi við breska fjármálaráðuneytið og telur greinarhöfundur bréfin sýna fram á að Ísland hafi logið fram á síðasta dag um raunverulega stöðu mála og styðji því við fullyrðingar Nout Wellink, seðlabankastjóra Hollands og Arnolds Schilder, yfirmanns hollenska bankaeftirlitsins um meintar lygar íslenska ríkisins. Fyrirsögn greinarinnar í lauslegri þýðingu er: Ísland laug fram á síðasta dag. Um er að ræða tvö bréf frá Viðskiptaráðneytinu stílað á Clive Maxwell hjá breska fjármálaráðuneytinu. Annað bréfið er dagsett 20. ágúst 2008. Það seinna er frá október sama ár - aðeins örfáum dögum fyrir fall Landsbankans. Í fyrra bréfinu, sem Áslaug Árnadóttir skrifstofustjóri viðskiptaráðuneytisins undirritar, er áhyggjum Breta af innistæðutryggingasjóðnum svarað. Þar segir að ríkið myndi styðja við sjóðinn eins og ábyrg stjórnvöld myndu gera færi svo að hann gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Svo er bætt um betur og sagt að ríkið myndi að auki styðja við sjóðinn fjárhagslega til þess að hann gæti tryggt lágmarksupphæð innistæðueiganda. Svo er bent á að Seðlabanki Íslands muni styðja við Landsbankann og íslenska ríkið muni styðja við seðlabankann ef til þess þarf. Að lokum er sérstaklega tekið fram að íslensk stjórnvöld geri sér fulla grein fyrir skyldum EES samningsins varðandi innistæðutryggingar og svo sagt berum orðum að það muni standa við sínar skyldur. Seinna bréfið sem viðskiptaráðuneytið sendi til breska fjármálaeftirlitsins þann 5. október er öllu styttra en það fyrra. Þar segir einfaldlega að íslenska ríkið muni styðja við tryggingainnistæðusjóðinn til þess að mæta lágmarkstryggingaupphæð innistæðueigenda fari Landsbankinn á hausinn. En þá voru ekki nema örfáir dagar í fall bankans. Undir það bréf skrifaði Jónína S. Lárusdóttir, ráðuneytisstjóri en samkvæmt DV í dag var hún ein af tólf einstaklingum sem fékk greinargerð senda heim til sín frá rannsóknarnefnd Alþingis. Hér fyrir neðan má lesa bæði bréfin. Þess má geta að bréfin hafa verið gerð opinber á Íslandi en það var þingmaður Framsóknarflokksins, Siv Friðleifsdóttir sem óskaði eftir þeim í desember árið 2008. Bréfin voru svo gerð kunnug tveimur mánuðum síðar. Hér er greinin en hún er á hollensku.
Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Sjá meira