Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag ríkisins undir 600 punkta

Skuldatryggingaálag á ríkissjóð Íslands heldur áfram að lækka og er komið undir 600 punkta. Samkvæmt vefsíðu CMA gagnaveitunnar stendur álagið nú í 587 punktum.

Samhliða þessa hefur Ísland fallið niður í sjöunda sæti á lista þeirra tíu þjóða sem taldar eru í hvað mestri hættu á þjóðargjaldþroti. Ísland hefur lengst af, eða allt frá hruninu 2008, skipað fimmta sætið á þessum lista. Efst á listanum eru Argentína og Venesúela, báðar þjóðir með yfir 1.000 punkta í skuldatrygginaálag.

Skuldatryggingaálag á ríkissjóð rauk upp í kjölfar ákvörðunnar forseta Íslands eftir áramótin. Fór það hæst í yfir 700 punkta í lok janúar en hefur farið stöðugt lækkandi frá þeim tíma. Fyrir áramótin var álagið komið niður í 345 punkta.

Skuldatryggingaálag á ríkissjóð í 587 punktum samsvarar því að reiða þurfi fram tæplega 5,9% af nafnverði skuldabréfs til að tryggja eigenda þess fyrir greiðslufalli næstu 5 árin.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×