Viðskipti innlent

Halda réttindum þó þeir hafi skuldbreytt lánum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Arion. Mynd/ Pjetur.
Arion. Mynd/ Pjetur.
Staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms um ólögmæti gengistryggðra lána mun dómsniðurstaðan líka eiga við um þá sem hafa skuldbreytt lánum sínum yfir í íslenskar krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Arion sendi fjölmiðlum í hádeginu. Fyrr í morgun hafði Íslandsbanki sent tilkynningu með sambærilegum skilaboðum.

Arion banki segir að yfir eitt þúsund viðskiptavinir bankans hafi þegar nýtt sér lausnir bankans til höfuðstólslækkunar. Þessir viðskiptavinir og þeir sem koma til með að nýta sér lausnir bankans, hafi ekki fyrirgert mögulegum betri rétti, komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að gengistryggð lán séu ólögleg.

Arion banki hefur einnig ákveðið að krefjast ekki uppboða vegna vangoldinna húsnæðislána til loka ársins 2010. Það er óháð því hvort um er að ræða innlend eða erlend lán.


Tengdar fréttir

Íslandsbanki: Betri réttur viðskiptavina tryggður

Vegna umfjöllunar um lögmæti gengistryggðra bílalána vill Íslandsbanki árétta að þeir viðskiptavinir sem hafa nýtt sér og munu nýta sér úrræði bankans til höfuðstólslækkunar hafa ekki fyrirgert mögulegum betri rétti sínum komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að gengistryggð bílalán séu ólögleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×