FÍS breytir nafni sínu í Félag atvinnurekenda 12. febrúar 2010 12:20 Samþykkt var á aðalfundi Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS) í gær eftir miklar umræður að breyta nafni félagsins í Félag atvinnurekenda.Í tilkynningu segir að helsta ástæða nafnabreytingarinnar er að hugtakið stórkaupmaður er orðið sjaldgæft í íslenskri málnotkun. Þörf hafi verið á nafni sem hefði breiðari skírskotun og væri lýsandi fyrir þau fyrirtæki sem eru aðilar að félaginu í dag.Félagið mun hér eftir sem hingað til vera málsvari verslunar og milliríkjaviðskipta, með áherslu á að minni og meðalstór fyrirtæki verði áfram undirstaða hagsældar í landinu. Í ræðu sem hún flutti á aðalfundinum sagði Margrét Guðmundsdóttir, formaður félagsins, stöðu efnahagsmála á Íslandi nú um stundir vera erfiða. Algjört hrun hafi orðið í eftirspurn og fyrirtæki sem vinni á innlendum markaði hafi þurft að laga sig að því.Áhyggjuefni sé að einkaneysla, drifkraftur verslunar og þjónustustarfsemi, sé ekki að taka við sér. Fyrirtækin í landinu, ekki síst þau litlu og meðalstóru, hafi þurft að hagræða og sýna útsjónarsemi. Því miður sé afleiðingin stóraukið atvinnuleysi - sem ekki megi verða viðvarandi.„Við þurfum kjark, bjartsýni og ekki síst samstillt átak þjóðarinnar til að rífa okkur upp úr hjólförunum. Það er í höndum okkar atvinnurekenda að koma á styrkari umgjörð um viðskiptalíf á Íslandi. Félag atvinnurekenda hefur alltaf og mun áfram beita sér fyrir heilbrigðum viðskiptaháttum og réttlátum leikreglum í samkeppni," sagði Margrét Guðmundsdóttir. Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Sjá meira
Samþykkt var á aðalfundi Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS) í gær eftir miklar umræður að breyta nafni félagsins í Félag atvinnurekenda.Í tilkynningu segir að helsta ástæða nafnabreytingarinnar er að hugtakið stórkaupmaður er orðið sjaldgæft í íslenskri málnotkun. Þörf hafi verið á nafni sem hefði breiðari skírskotun og væri lýsandi fyrir þau fyrirtæki sem eru aðilar að félaginu í dag.Félagið mun hér eftir sem hingað til vera málsvari verslunar og milliríkjaviðskipta, með áherslu á að minni og meðalstór fyrirtæki verði áfram undirstaða hagsældar í landinu. Í ræðu sem hún flutti á aðalfundinum sagði Margrét Guðmundsdóttir, formaður félagsins, stöðu efnahagsmála á Íslandi nú um stundir vera erfiða. Algjört hrun hafi orðið í eftirspurn og fyrirtæki sem vinni á innlendum markaði hafi þurft að laga sig að því.Áhyggjuefni sé að einkaneysla, drifkraftur verslunar og þjónustustarfsemi, sé ekki að taka við sér. Fyrirtækin í landinu, ekki síst þau litlu og meðalstóru, hafi þurft að hagræða og sýna útsjónarsemi. Því miður sé afleiðingin stóraukið atvinnuleysi - sem ekki megi verða viðvarandi.„Við þurfum kjark, bjartsýni og ekki síst samstillt átak þjóðarinnar til að rífa okkur upp úr hjólförunum. Það er í höndum okkar atvinnurekenda að koma á styrkari umgjörð um viðskiptalíf á Íslandi. Félag atvinnurekenda hefur alltaf og mun áfram beita sér fyrir heilbrigðum viðskiptaháttum og réttlátum leikreglum í samkeppni," sagði Margrét Guðmundsdóttir.
Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Sjá meira