Viðskipti innlent

Nær engin velta á gjaldeyrismarkaði í febrúar

Nær engin velta hefur verið á gjaldeyrismarkaðinum það sem af er febrúar. Samkvæmt hagtölum Seðlabankans voru aðeins viðskipti á einum degi upp á 354 milljónir kr. á fyrstu 10 virku dögum mánaðarins.

Þrátt fyrir að lítil sem engin viðskipti hafi verið á gjaldeyrismarkaðinum í febrúar hefur gengisvísitalan oft tekið lítilsháttar breytingum milli daga það sem af er mánuðinum. Þar er um að ræða sveiflur innbyrðis á gengi þeirra gjaldmiðla sem mynda gengisvísitöluna.

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur evran verið að veikjast töluvert gagnvart dollaranum. Sú þróun styður við gengi krónunnar þar sem evran hefur mun meira vægi í gengisvísitölunni en dollarinn enda um aðalviðskiptamynt landsins að ræða.

Sömu sögu er að segja af millibankamarkaði með krónur í janúar. Enn var svo gott sem óvirkur ef frá eru talin viðskipti upp á 2 milljarða í upphafi mánaðarins. Til samanburðar má nefna að veltan á þessum markaði í desember s.l. var 55 milljarðar kr. Á þremur síðustu mánuðum ársins í fyrra nam veltan í heild 112 milljörðum kr. á millibankamarkaðinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×