Viðskipti innlent

Kauphöllin vísaði 20 málum til FME í fyrra

Kauphöllin tekur árlega saman yfirlit eftirlitsmála. Kauphöllin afgreiddi samtals 84 mál á síðasta ári, þar af var 20 málum vísað til Fjármálaeftirlitsins (FME) til frekari skoðunar. Vinnslu eins máls var enn ólokið við árslok.

Í tilkynningu segir að af málunum 84 afgreiddi Kauphöllin 68 mál vegna gruns um brot á reglum um upplýsingagjöf félaga á markaði (upplýsingarskyldueftirlit).

Málin voru afgreidd með mismunandi hætti; með athugasemdum (15), óopinberri áminningu (8), opinberri áminningu (19), en þar af var 16 málum lokið með févíti. Skuldabréf eins útgefenda voru tekin úr viðskiptum að frumkvæði Kauphallarinnar. Þá voru 9 mál áframsend til FME. 16 mál voru felld niður.

Alls voru 16 mál sem lúta að viðskiptum með verðbréf (viðskiptaeftirlit) afgreidd. Af þeim voru 4 mál afgreidd með athugasemdum og 11 mál áframsend til FME til frekari skoðunar. Eitt mál var fellt niður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×