Viðskipti innlent

Fólk varað við að skuldbreyta

Lögfræðingur varar fólk við því að skuldbreyta myntkörfulánum á meðan lagaleg óvissa ríkir um réttmæti slíkra lána. Þeir sem þegar hafa skuldbreytt sínum lánum geta ekki krafist afskrifta fari svo að hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að lánin séu ólögleg.

Mikil lagaleg óvissa ríkir nú um réttmæti myntkörfuláan eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu á föstudag að gengistryggð lán væru ólögleg.

Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar en félagsmálaráðherra vill að málið fái flýtimeðferð til að eyða óvissunni sem fyrst.

Ef hæstiréttur staðfestir niðurstöðu Héraðsdóms þykir líklegast að myntkörfulánum verði breytt hefðbundin krónulán. Þetta gæti haft í för með sér töluverða lækkun höfuðstóls. Þeir sem þegar hafa skuldbreytt sínum lánum geta hins vegar ekki vænst þess sama.

Björn Þorri Viktorsson lögmaður varar fólk við því að skrifa upp á nýja lánasamninga, skuldbreytingar, frystingar eða hvað sem án þess að setja við það fyrirvara „Fjármögnunarfyrirtækin og bankarnir eru á fullu og eru búin að vera í því í marga mánuði að fá fólk til að skrifa upp á alls konar úrræði, úrræði sem jafnvel eru miklu verri og dýrari í lengd þó þau séu með þægilegri greiðslubyrði í bráð," segir Björn Þorri. „Í mörgum tilvikum kann þetta fólk að vera tapa réttindindum. missa möguleikana á því að bera fyrir sig ólögmæti lánanna í upphafi."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×