Gagnrýnir verktakagreiðslur til fastráðinna hjá Háskóla Íslands 15. febrúar 2010 10:49 Ríkisendurskoðun gagnrýnir verktakagreiðslur Háskóla Íslands til fastráðinna starfsmanna sinna fyrir kennslu sem skilgreind er sem endurmenntun.Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem birt er á vefsíðu stofnunarinnar, er fjallað um þóknanir fyrir verktöku sem Háskóli Íslands hefur undanfarin ár greitt nokkrum fastráðnum akademískum starfsmönnum sínum í fullu starfi.Um er að ræða greiðslur fyrir kennslu sem skilgreind er sem endurmenntun og fer fram utan venjulegs vinnutíma. Árið 2009 námu slíkar greiðslur til þeirra 23 aðila sem hæstar þóknanir fengu alls um 84 milljónir kr.Ríkisendurskoðun telur að fyrirkomulag þessara verktakagreiðslna sé um margt óeðlilegt og hefur Háskólinn lýst vilja til að taka það til skoðunar. Að mati Ríkisendurskoðunar ber umrædd verktakavinna öll einkenni venjulegrar launavinnu þar sem þeir sem hana stunda fá aðstöðu, nauðsynleg aðföng og aðstoð frá starfsmönnum skólans endurgjaldslaust. Í skýrslunni er skólinn hvattur til að fylgja reglum skattyfirvalda um mun verktakavinnu og launþegavinnu.Einnig þarf skólinn að mati Ríkisendurskoðunar að tryggja gagnsæi og jafnræði við val á kennurum sem sinna endurmenntunarnámi. Stofnunin telur eðlilegt að jafn viðamikil störf og hér um ræðir séu auglýst svo að allir sem hafa getu og vilja til að sinna þeim sitji við sama borð.Þá telur Ríkisendurskoðun að Háskóli Íslands þurfi að herða á reglum um helgun í starfi til að tryggja að viðamikil aukastörf akademískra starfsmanna, jafnt innan sem utan skólans, komi ekki niður á vinnu þeirra fyrir hann.Skýrsla Ríkisendurskoðunar um verktakagreiðslur við Háskóla Íslands er önnur í röðinni af nokkrum sem stofnunin vinnur að og greina frá niðurstöðum úttektar á innkaupamálum ríkisins. Áður er komin út skýrsla um innkaupastefnu ráðuneytanna, að því er segir í tilkynningu um málið. Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Ríkisendurskoðun gagnrýnir verktakagreiðslur Háskóla Íslands til fastráðinna starfsmanna sinna fyrir kennslu sem skilgreind er sem endurmenntun.Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem birt er á vefsíðu stofnunarinnar, er fjallað um þóknanir fyrir verktöku sem Háskóli Íslands hefur undanfarin ár greitt nokkrum fastráðnum akademískum starfsmönnum sínum í fullu starfi.Um er að ræða greiðslur fyrir kennslu sem skilgreind er sem endurmenntun og fer fram utan venjulegs vinnutíma. Árið 2009 námu slíkar greiðslur til þeirra 23 aðila sem hæstar þóknanir fengu alls um 84 milljónir kr.Ríkisendurskoðun telur að fyrirkomulag þessara verktakagreiðslna sé um margt óeðlilegt og hefur Háskólinn lýst vilja til að taka það til skoðunar. Að mati Ríkisendurskoðunar ber umrædd verktakavinna öll einkenni venjulegrar launavinnu þar sem þeir sem hana stunda fá aðstöðu, nauðsynleg aðföng og aðstoð frá starfsmönnum skólans endurgjaldslaust. Í skýrslunni er skólinn hvattur til að fylgja reglum skattyfirvalda um mun verktakavinnu og launþegavinnu.Einnig þarf skólinn að mati Ríkisendurskoðunar að tryggja gagnsæi og jafnræði við val á kennurum sem sinna endurmenntunarnámi. Stofnunin telur eðlilegt að jafn viðamikil störf og hér um ræðir séu auglýst svo að allir sem hafa getu og vilja til að sinna þeim sitji við sama borð.Þá telur Ríkisendurskoðun að Háskóli Íslands þurfi að herða á reglum um helgun í starfi til að tryggja að viðamikil aukastörf akademískra starfsmanna, jafnt innan sem utan skólans, komi ekki niður á vinnu þeirra fyrir hann.Skýrsla Ríkisendurskoðunar um verktakagreiðslur við Háskóla Íslands er önnur í röðinni af nokkrum sem stofnunin vinnur að og greina frá niðurstöðum úttektar á innkaupamálum ríkisins. Áður er komin út skýrsla um innkaupastefnu ráðuneytanna, að því er segir í tilkynningu um málið.
Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira