Viðskipti innlent

Stjórnendur vildu Jóhannes

finnur Arion Banki réð örlögum Haga en ekki Samskipa, segir bankastjóri Finnur Sveinbjörnsson.Fréttablaðið /valli
finnur Arion Banki réð örlögum Haga en ekki Samskipa, segir bankastjóri Finnur Sveinbjörnsson.Fréttablaðið /valli

Ekki er ólíklegt að tilboð Jóhannesar Jónssonar, stofnanda Bónuss, stjórnenda Haga og viðskiptafélaga, sem hópurinn lagði fram í sextíu prósenta hlut Arion Banka í Högum í nóvember í fyrra hafi verið hagstæðara en skráning félagsins á markað, að sögn Finn Sveinbjörnssonar, bankastjóra Arion Banka.

Ekkert hefur verið gefið upp um tilboðið og vill Finnur ekki segja hversu mikill munur sé á því og þeim áætlunum sem bankinn hafi gert um markaðsverðmæti félagsins.

Eftir því sem næst verður komist lögðu stjórnendur Haga ríka áherslu á að Jóhannes Jónsson yrði stjórnarformaður félagsins og yrði á meðal hluthafa. Finnur vildi ekki staðfesta það í samtali við Fréttablaðið.

Finnur sat fyrir svörum viðskiptanefndar Alþingis um fyrirhugaða skráningu Haga í Kauphöll. Jafnframt var komið inn á málefni Samskipa, en Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður félagsins, og stjórnendur ráða meirihluta í félaginu eftir endurskipulagningu þess.

Finnur sagði fyrir nefndinni muninn þann að bankinn hafi þegar verið búinn að taka Haga yfir og því haft sitt að segja um örlög félagsins. Í hinu tilvikinu hafi hollenski bankinn Fortis, sem var helsti kröfuhafi Samskipa, ráðið för. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×