Fleiri fréttir Viðskiptadeild HR meðal 50 bestu í Evrópu Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík er í hópi 50 bestu viðskiptaháskóla/deilda í V-Evrópu. 14.5.2008 10:48 Verð á hrísgrjónum rýfur 1.000 dollara múrinn Verð á hrísgrjónum til útflutnings frá Tælandi, helstu birgðastöðvar hrísgrjóna í heiminum, fór í fyrsta sinn yfir 1000 Bandaríkjadali tonnið í dag er kaupendur kepptust um að tryggja sér nægan forða. 14.5.2008 10:35 Icelandair flugmenn fljúga fyrir Air Finnland Ellefu flugmenn hjá Icelandair munu fá launalaust leyfi hjá félaginu til þess að fljúga fyrir finnska flugfélagið Air Finnland nú í sumar. Þetta kemur fram í fréttabréfi FÍA, félagi íslenskra atvinnuflugmanna. „Munu þeir allflestir fara í flugstjórasæti á B757 vélum Air Finnland,“ segir í fréttabréfinu. 14.5.2008 10:29 FL Group og Glitnir skjótast upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í FL Group skaust upp um þrjú prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Glitni hækkaði sömuleiðis um rúm tvö prósent. Viðskiptadagurinn byrjaði rólega en einungis var hreyfing á gengi Existu og Straums. 14.5.2008 10:09 Englandsbanki í klemmu vegna verðbólgu og vaxtastigs Englandsbanki segir að verðbólga í landinu muni haldast áfram við eða yfir viðmiðunarmörkum og að það komi í veg fyrir stýrivaxtalækkanir hjá bankanum. 14.5.2008 10:07 Krónan styrkist í upphafi dags Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst um 0,23 prósent frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í dag og stendur gengisvísitalan í rúmum 158 stigum. Gengið styrktist um 0,44 prósent í gær. 14.5.2008 09:31 Glitnir í Noregi gefur út sérvarin skuldabréf Glitnir í Noregi lauk í dag útgáfu sérvarinnar skuldabréfa fyrir sjö milljarða norskra króna, jafnvirði 109 milljarða íslenskra. BN Boligkreditt AS, dótturfélag Glitnis, gefur skuldabréfið út en kaupendur eru norskir fagfjárfestar. Bankinn segir fjármögnun tryggða fyrir starfsemi Glitnis í Noregi út þetta ár og hluta af næsta ári. 14.5.2008 09:18 Danskir bankar tipla á tánum kringum Ísland Andrúmsloftið í kringum efnahag Íslands og íslensku bankanna er orðið svo taugatrekkt að danskir bankar tipla á tánum í greiningum sínum á ástandinu. 14.5.2008 07:35 Samdráttur á föstu verði Á síðasta ári nam verðmæti útfluttra sjávarafurða 127 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Verðmætaaukningin er 2,8 prósent frá fyrra ári. Sé framleiðslan hins vegar mæld á föstu gengi dróst hún saman um 2,3 prósent. 14.5.2008 06:45 Grænlendingar veiða bandaríska fjárfesta Grænland kann síðar að spila stóra rullu í hagkerfi heimsins. Hlýnun jarðar færir landinu tækifæri sem hér finnast ekki. 14.5.2008 04:45 Eini íslenski bankinn á ráðstefnu UBS Forstjórar sjötíu banka kynntu starfsemi sína. Forstjóri KaupþinHreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, kynnti Kaupþing á fjölmennri ráðstefnu fyrir alþjóðlega fjárfesta sem risabankinn UBS stendur fyrir og fer fram í New York.gs boðar innrás í Sviss. 14.5.2008 02:15 Hluthafarnir fengu sitt … en ekki í peningum Rekstrarfélög sem stofnuð voru utan um rekstur knattspyrnudeilda fyrir tæpum áratug hafa ekki skilað eigendum sínum fjárhagslegum arði. 14.5.2008 00:01 Kópavogur grípur til aðgerða vegna lóða í Vatnsendahverfi Kópavogsbær hyggst endurskoða lóðakjör í bænum. Bæjarráð Kópavogs samþykkti fyrir helgi að endurskoða kjör skuldabréfa og staðgreiðsluafslátt vegna lóða sem bærinn hefur úthlutað í Vatnsendahlíð. Ákveðið verður á næstu vikum hvernig kjörum verður breytt. 14.5.2008 00:01 Átak til að fá fólkið aftur til Póllands Stjórnvöld í Póllandi hafa hrundið af stað átaki til að fá fólk sem farið hefur til starfa erlendis, að snúa aftur heim. Stjórnvöld þar eystra hafa látið útbúa bækling sem til stendur að dreifa í Bretlandi. 14.5.2008 00:01 Bankahólfið: Hógværir Misjafnt er hversu umsvifamiklir stjórnendur og stjórnarmenn fjármálastofnana eru í lántökum innan þeirra bankastofnana sem þeir starfa hjá. Sem dæmi námu útistandandi lán til bankastjóra og framkvæmdastjóra Landsbankans í lok mars um 158 milljónum króna. 14.5.2008 00:01 Fleiri en Seðlabankinn fái gert upp krónubréf Viðskiptaráð Íslands gerir athugasemdir við frumvarp um breytingar á lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa. Seðlabanki Finnlands annast uppgjör evrubréfa í haust. 14.5.2008 00:01 Milljarðar í vasa Björgólfsfeðga Samson Global Holdings, félag í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar, fékk í gær greidda tæpa 146,4 milljón hluti í Straumi-Burðarási í arð vegna afkomunnar á síðasta ári. Markaðsverðmæti hlutanna miðað við gengi bréfa í Straumi í gær nam rúmum 1,7 milljörðum íslenskra króna. 14.5.2008 00:01 Icahn vill skipta út stjórninni í Yahoo! Bandaríski milljarðamæringurinn Carl Icahn er sagður vera að undirbúa herferð sem miðar að því að skipta út stjórninni í Yahoo! í kjölfar þess að fyrirtækið hafnaði umleitunum Microsoft sem vildu kaupa félagið. 13.5.2008 22:14 Hætta á frekari veikingu krónunnar Greiningardeild Kaupþings telur hættu á frekari veikingu krónunnar vegna skerts vaxtamunar og mikils viðskiptahalla. Þetta kemur fram í sérstakri umfjöllun greiningardeildarinnar um gengismál. 13.5.2008 17:34 Jakob Hansen var gestur Sindra Jakob Hansen, sérfræðingur hjá SPRON Verðbréfum, var gestur Sindra Sindrasonar í dag í þættinum Í lok dags. Þeir fóru yfir ástand og horfur á verðbréfamörkuðum. 13.5.2008 17:27 Neysla heimilanna dregst saman um 10% Miðað við þær vísbendingar sem nú liggja fyrir bendir allt til þess að einkaneysla hafi vaxið á 1 ársfjórðungi 2008. En skjótt skipast veður í lofti og framundan er tveggja ára samdráttur í einkaneyslu sem mun nema allt að 10%. 13.5.2008 17:05 Hækkanir og lækkanir í Kauphöllinni Flaga Group hækkaði mest allra félaga í Kauphöll Íslands í dag, eða um 11,76 prósent. 13.5.2008 16:44 Tyrkir ná af okkur hæstu stýrivöxtum Evrópu Tyrkneska líran styrktist um 0,8% gagnvart bandaríkjadal sem gjaldeyrispennum Bloomberg-vefjarins þykja nokkur tíðindi. 13.5.2008 13:25 Skuldatryggingaálagið nokkuð stöðugt undanfarna daga Skuldatryggingaálag bankanna hefur haldist nokkuð stöðugt undanfarna daga en það hefur sveiflast töluvert frá áramótum. 13.5.2008 10:57 Róleg opnun í kauphöllinni Viðskiptin fóru rólega af stað í kauphöllinni í morgun og hefur úrvalsvísitalan hækkað um 0,05 stig. 13.5.2008 10:42 Kjöltudans með hádegismatnum í fjármálahverfi London Stærsti nektardansstaður Bretlands, For Your Eyes Only, opnaði nýlega nýjan stað í fjármálahverfi London. Það ku færast í aukana að stressaðir verðbréfasalar og bankamenn horfi á súlumeyjar og kaupi jafnvel kjöltudans í hádegismatarhléum sínum. 13.5.2008 10:19 Gengið styrkist um eitt prósent Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst um eitt prósent í fyrstu viðskiptunum í morgun. Er gengisvístalan nú í tæpum 158 stigum. 13.5.2008 10:09 Enn fitnar olíusjóðurinn - Metuppgjör hjá Statoil Norski olíusjóðurinn heldur áfram að fitna en StatoilHydros hefur birt uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung. Samkvæmt því nam hagnaður félagsins eftir skatta nam um 240 milljörðum kr. 13.5.2008 09:42 Heimsmarkaðsverð á olíu sló enn eitt metið Heimsmarkaðsverð á olíu sló enn eitt metið á markaðinum í London í gær er tunnan fór í 126 dollara og 40 sent. 13.5.2008 07:22 Standard & Poors hækkar áhættumat fyrir Ísland Standard & Poors hefur hækkað áhættumat íslenska fjármálakerfisins og fært landið úr flokki fjögur í flokk fimm. 13.5.2008 07:19 Hvarf iPhone úr vefverslunum talið vita á nýjan síma Hinn vinsæli iPhone-sími frá Apple, sem selst hefur eins og heitar lummur, er nú uppseldur í vefverslunum beggja vegna Atlantsála, í Bretlandi og Bandaríkjunum. 12.5.2008 20:00 British Gas hækkar verðið á ný Bretar sem kynda heimili sín með gasi sjá nú fram á aðra hækkun gasreikningsins á árinu en Centrica, sem á og rekur British Gas, berst nú í bökkum vegna hækkunar á heildsöluverði. 12.5.2008 16:06 Rupert Murdoch dró til baka tilboð sitt í Newsday Fjölmiðlafyrirtæki í eigu Ruperts Murdoch, hefur dregið til baka tilboð sitt í bandaríska dagblaðið Newsday en líklegt þótti að saminingur um kaupin myndi ná í gegn. 11.5.2008 14:59 Guinness leggur niður 250 störf Diaego, eignarhaldsfélagið sem rekur Guinnes, áformar að selja helming af fasteignum Guinness verksmiðjunnar og leggja niður 250 störf til að aðlaga hið fornfræga írska fyrirtæki að framtíðinni. 10.5.2008 21:00 Sothebys vonar að málverk Bacons bjargi sér Uppboðsfyrirtækið Sothebys gerir ráð fyrir aðTriptych málverk eftir Francis Bacon, verði selt á allt að 70 milljónir Bandaríkjadala. Þetta samsvarar um einum og hálfum milljarði íslenskra króna. 10.5.2008 20:30 Hræddir Norðmenn tóku út 3,7 milljarða hjá Kaupþingi Norskir viðskiptavinir Kaupþings tóku út 3,7 milljarða af sparifé sínu á reikningum hjá Kaupþingi í Noregi fyrstu þrjár vikurnar í apríl. Þetta kemur fram á vef norska viðskiptablaðsins Dagens Næringsliv. 10.5.2008 07:58 Baugur frestar flutningihöfuðstöðvanna „Við ætluðum að flytja um páskana en urðum að fresta því,“ segir Stefán Hilmarsson fjármálastjóri og staðgengill forstjóra Baugs Group. Félagið hefur nú frestað fram á haust fyrirhuguðum flutningi höfuðstöðva félagsins úr Túngötu í Borgartún í Reykjavík þar sem þróunarfélagið Þyrping reisir stórhýsi. 10.5.2008 06:00 FL Group staðist mótbyr Stjórnarformaður FL Group segir félagið ekki hlaupa af markaði með skottið á milli lappanna. Búið sé að taka ábyrgðar ákvarðanir varðandi rekstur og fjárfestingar og eiginfjárstaða félagsins sé sterkt. Hluthafar samþykktu að afskrá FL Group í gær. Stjórnendur fá aukið svigrúm segir Jón Ásgeir. 10.5.2008 04:00 Krónan ekki veikari á þessari öld Krónan hefur ekki verið veikari á þessari öld eftir gengisfall hennar í dag og í gær. Evran kostaði tæpar 123 krónur við lokun markaða og pundið tæpar 155 krónur. 9.5.2008 18:30 Vignir hjá Askar Capital í lok dags Vignir Jónsson hjá Askar Capital var gestur Sindra Sindrasonar í lok dags hér á Vísi. 9.5.2008 17:39 Flugfélag Íslands leigir Fokker 50 vél til lettneska flugfélagsins Air Baltic Flugfélag Íslands og lettneska flugfélagið Air Baltic hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um leigu á einni Fokker 50 flugvél Flugfélags Íslands til Air Baltic. 9.5.2008 17:30 Atlantic Petroleum hækkað um rúm 7% Atlantic Petroleum hækkaði um 7,3% í dag en í heildina lokaði markaðurinn í mínus. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,45% og stendur í 4.901 stigi. 9.5.2008 16:01 Skilur vel vonbrigði hluthafa FL Group Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, skilur það vel að vonbrigði séu hjá hluthöfum með það hvernig hlutabréfaverð hafi þróast hjá félaginu en það verði að horfa á það að hlutabréf hafi almennt lækkað á markaði. 9.5.2008 15:42 Gott uppgjör hjá Snæfellsbæ Reksturinn hjá Snæfellsbæ skilaði tæplega 131 milljón kr. afgangi á síðasta ári. Ársreikningurinn var kynntur í sveitarstjórn í vikunni og síðari umræða fer fram í næstu viku. 9.5.2008 14:22 Flugfélag Íslands selur reksturinn á Twin Otter vélunum Flugfélag Íslands og Friðrik Adolfsson hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á Twin Otter rekstri Flugfélags Íslands. Kaupandinn, Friðrik Adolfsson, skrifar undir yfirlýsinguna fyrir hönd nokkurra fjárfesta, þar á meðal Norðanflugs. 9.5.2008 14:00 Sjá næstu 50 fréttir
Viðskiptadeild HR meðal 50 bestu í Evrópu Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík er í hópi 50 bestu viðskiptaháskóla/deilda í V-Evrópu. 14.5.2008 10:48
Verð á hrísgrjónum rýfur 1.000 dollara múrinn Verð á hrísgrjónum til útflutnings frá Tælandi, helstu birgðastöðvar hrísgrjóna í heiminum, fór í fyrsta sinn yfir 1000 Bandaríkjadali tonnið í dag er kaupendur kepptust um að tryggja sér nægan forða. 14.5.2008 10:35
Icelandair flugmenn fljúga fyrir Air Finnland Ellefu flugmenn hjá Icelandair munu fá launalaust leyfi hjá félaginu til þess að fljúga fyrir finnska flugfélagið Air Finnland nú í sumar. Þetta kemur fram í fréttabréfi FÍA, félagi íslenskra atvinnuflugmanna. „Munu þeir allflestir fara í flugstjórasæti á B757 vélum Air Finnland,“ segir í fréttabréfinu. 14.5.2008 10:29
FL Group og Glitnir skjótast upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í FL Group skaust upp um þrjú prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Glitni hækkaði sömuleiðis um rúm tvö prósent. Viðskiptadagurinn byrjaði rólega en einungis var hreyfing á gengi Existu og Straums. 14.5.2008 10:09
Englandsbanki í klemmu vegna verðbólgu og vaxtastigs Englandsbanki segir að verðbólga í landinu muni haldast áfram við eða yfir viðmiðunarmörkum og að það komi í veg fyrir stýrivaxtalækkanir hjá bankanum. 14.5.2008 10:07
Krónan styrkist í upphafi dags Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst um 0,23 prósent frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í dag og stendur gengisvísitalan í rúmum 158 stigum. Gengið styrktist um 0,44 prósent í gær. 14.5.2008 09:31
Glitnir í Noregi gefur út sérvarin skuldabréf Glitnir í Noregi lauk í dag útgáfu sérvarinnar skuldabréfa fyrir sjö milljarða norskra króna, jafnvirði 109 milljarða íslenskra. BN Boligkreditt AS, dótturfélag Glitnis, gefur skuldabréfið út en kaupendur eru norskir fagfjárfestar. Bankinn segir fjármögnun tryggða fyrir starfsemi Glitnis í Noregi út þetta ár og hluta af næsta ári. 14.5.2008 09:18
Danskir bankar tipla á tánum kringum Ísland Andrúmsloftið í kringum efnahag Íslands og íslensku bankanna er orðið svo taugatrekkt að danskir bankar tipla á tánum í greiningum sínum á ástandinu. 14.5.2008 07:35
Samdráttur á föstu verði Á síðasta ári nam verðmæti útfluttra sjávarafurða 127 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Verðmætaaukningin er 2,8 prósent frá fyrra ári. Sé framleiðslan hins vegar mæld á föstu gengi dróst hún saman um 2,3 prósent. 14.5.2008 06:45
Grænlendingar veiða bandaríska fjárfesta Grænland kann síðar að spila stóra rullu í hagkerfi heimsins. Hlýnun jarðar færir landinu tækifæri sem hér finnast ekki. 14.5.2008 04:45
Eini íslenski bankinn á ráðstefnu UBS Forstjórar sjötíu banka kynntu starfsemi sína. Forstjóri KaupþinHreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, kynnti Kaupþing á fjölmennri ráðstefnu fyrir alþjóðlega fjárfesta sem risabankinn UBS stendur fyrir og fer fram í New York.gs boðar innrás í Sviss. 14.5.2008 02:15
Hluthafarnir fengu sitt … en ekki í peningum Rekstrarfélög sem stofnuð voru utan um rekstur knattspyrnudeilda fyrir tæpum áratug hafa ekki skilað eigendum sínum fjárhagslegum arði. 14.5.2008 00:01
Kópavogur grípur til aðgerða vegna lóða í Vatnsendahverfi Kópavogsbær hyggst endurskoða lóðakjör í bænum. Bæjarráð Kópavogs samþykkti fyrir helgi að endurskoða kjör skuldabréfa og staðgreiðsluafslátt vegna lóða sem bærinn hefur úthlutað í Vatnsendahlíð. Ákveðið verður á næstu vikum hvernig kjörum verður breytt. 14.5.2008 00:01
Átak til að fá fólkið aftur til Póllands Stjórnvöld í Póllandi hafa hrundið af stað átaki til að fá fólk sem farið hefur til starfa erlendis, að snúa aftur heim. Stjórnvöld þar eystra hafa látið útbúa bækling sem til stendur að dreifa í Bretlandi. 14.5.2008 00:01
Bankahólfið: Hógværir Misjafnt er hversu umsvifamiklir stjórnendur og stjórnarmenn fjármálastofnana eru í lántökum innan þeirra bankastofnana sem þeir starfa hjá. Sem dæmi námu útistandandi lán til bankastjóra og framkvæmdastjóra Landsbankans í lok mars um 158 milljónum króna. 14.5.2008 00:01
Fleiri en Seðlabankinn fái gert upp krónubréf Viðskiptaráð Íslands gerir athugasemdir við frumvarp um breytingar á lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa. Seðlabanki Finnlands annast uppgjör evrubréfa í haust. 14.5.2008 00:01
Milljarðar í vasa Björgólfsfeðga Samson Global Holdings, félag í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar, fékk í gær greidda tæpa 146,4 milljón hluti í Straumi-Burðarási í arð vegna afkomunnar á síðasta ári. Markaðsverðmæti hlutanna miðað við gengi bréfa í Straumi í gær nam rúmum 1,7 milljörðum íslenskra króna. 14.5.2008 00:01
Icahn vill skipta út stjórninni í Yahoo! Bandaríski milljarðamæringurinn Carl Icahn er sagður vera að undirbúa herferð sem miðar að því að skipta út stjórninni í Yahoo! í kjölfar þess að fyrirtækið hafnaði umleitunum Microsoft sem vildu kaupa félagið. 13.5.2008 22:14
Hætta á frekari veikingu krónunnar Greiningardeild Kaupþings telur hættu á frekari veikingu krónunnar vegna skerts vaxtamunar og mikils viðskiptahalla. Þetta kemur fram í sérstakri umfjöllun greiningardeildarinnar um gengismál. 13.5.2008 17:34
Jakob Hansen var gestur Sindra Jakob Hansen, sérfræðingur hjá SPRON Verðbréfum, var gestur Sindra Sindrasonar í dag í þættinum Í lok dags. Þeir fóru yfir ástand og horfur á verðbréfamörkuðum. 13.5.2008 17:27
Neysla heimilanna dregst saman um 10% Miðað við þær vísbendingar sem nú liggja fyrir bendir allt til þess að einkaneysla hafi vaxið á 1 ársfjórðungi 2008. En skjótt skipast veður í lofti og framundan er tveggja ára samdráttur í einkaneyslu sem mun nema allt að 10%. 13.5.2008 17:05
Hækkanir og lækkanir í Kauphöllinni Flaga Group hækkaði mest allra félaga í Kauphöll Íslands í dag, eða um 11,76 prósent. 13.5.2008 16:44
Tyrkir ná af okkur hæstu stýrivöxtum Evrópu Tyrkneska líran styrktist um 0,8% gagnvart bandaríkjadal sem gjaldeyrispennum Bloomberg-vefjarins þykja nokkur tíðindi. 13.5.2008 13:25
Skuldatryggingaálagið nokkuð stöðugt undanfarna daga Skuldatryggingaálag bankanna hefur haldist nokkuð stöðugt undanfarna daga en það hefur sveiflast töluvert frá áramótum. 13.5.2008 10:57
Róleg opnun í kauphöllinni Viðskiptin fóru rólega af stað í kauphöllinni í morgun og hefur úrvalsvísitalan hækkað um 0,05 stig. 13.5.2008 10:42
Kjöltudans með hádegismatnum í fjármálahverfi London Stærsti nektardansstaður Bretlands, For Your Eyes Only, opnaði nýlega nýjan stað í fjármálahverfi London. Það ku færast í aukana að stressaðir verðbréfasalar og bankamenn horfi á súlumeyjar og kaupi jafnvel kjöltudans í hádegismatarhléum sínum. 13.5.2008 10:19
Gengið styrkist um eitt prósent Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst um eitt prósent í fyrstu viðskiptunum í morgun. Er gengisvístalan nú í tæpum 158 stigum. 13.5.2008 10:09
Enn fitnar olíusjóðurinn - Metuppgjör hjá Statoil Norski olíusjóðurinn heldur áfram að fitna en StatoilHydros hefur birt uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung. Samkvæmt því nam hagnaður félagsins eftir skatta nam um 240 milljörðum kr. 13.5.2008 09:42
Heimsmarkaðsverð á olíu sló enn eitt metið Heimsmarkaðsverð á olíu sló enn eitt metið á markaðinum í London í gær er tunnan fór í 126 dollara og 40 sent. 13.5.2008 07:22
Standard & Poors hækkar áhættumat fyrir Ísland Standard & Poors hefur hækkað áhættumat íslenska fjármálakerfisins og fært landið úr flokki fjögur í flokk fimm. 13.5.2008 07:19
Hvarf iPhone úr vefverslunum talið vita á nýjan síma Hinn vinsæli iPhone-sími frá Apple, sem selst hefur eins og heitar lummur, er nú uppseldur í vefverslunum beggja vegna Atlantsála, í Bretlandi og Bandaríkjunum. 12.5.2008 20:00
British Gas hækkar verðið á ný Bretar sem kynda heimili sín með gasi sjá nú fram á aðra hækkun gasreikningsins á árinu en Centrica, sem á og rekur British Gas, berst nú í bökkum vegna hækkunar á heildsöluverði. 12.5.2008 16:06
Rupert Murdoch dró til baka tilboð sitt í Newsday Fjölmiðlafyrirtæki í eigu Ruperts Murdoch, hefur dregið til baka tilboð sitt í bandaríska dagblaðið Newsday en líklegt þótti að saminingur um kaupin myndi ná í gegn. 11.5.2008 14:59
Guinness leggur niður 250 störf Diaego, eignarhaldsfélagið sem rekur Guinnes, áformar að selja helming af fasteignum Guinness verksmiðjunnar og leggja niður 250 störf til að aðlaga hið fornfræga írska fyrirtæki að framtíðinni. 10.5.2008 21:00
Sothebys vonar að málverk Bacons bjargi sér Uppboðsfyrirtækið Sothebys gerir ráð fyrir aðTriptych málverk eftir Francis Bacon, verði selt á allt að 70 milljónir Bandaríkjadala. Þetta samsvarar um einum og hálfum milljarði íslenskra króna. 10.5.2008 20:30
Hræddir Norðmenn tóku út 3,7 milljarða hjá Kaupþingi Norskir viðskiptavinir Kaupþings tóku út 3,7 milljarða af sparifé sínu á reikningum hjá Kaupþingi í Noregi fyrstu þrjár vikurnar í apríl. Þetta kemur fram á vef norska viðskiptablaðsins Dagens Næringsliv. 10.5.2008 07:58
Baugur frestar flutningihöfuðstöðvanna „Við ætluðum að flytja um páskana en urðum að fresta því,“ segir Stefán Hilmarsson fjármálastjóri og staðgengill forstjóra Baugs Group. Félagið hefur nú frestað fram á haust fyrirhuguðum flutningi höfuðstöðva félagsins úr Túngötu í Borgartún í Reykjavík þar sem þróunarfélagið Þyrping reisir stórhýsi. 10.5.2008 06:00
FL Group staðist mótbyr Stjórnarformaður FL Group segir félagið ekki hlaupa af markaði með skottið á milli lappanna. Búið sé að taka ábyrgðar ákvarðanir varðandi rekstur og fjárfestingar og eiginfjárstaða félagsins sé sterkt. Hluthafar samþykktu að afskrá FL Group í gær. Stjórnendur fá aukið svigrúm segir Jón Ásgeir. 10.5.2008 04:00
Krónan ekki veikari á þessari öld Krónan hefur ekki verið veikari á þessari öld eftir gengisfall hennar í dag og í gær. Evran kostaði tæpar 123 krónur við lokun markaða og pundið tæpar 155 krónur. 9.5.2008 18:30
Vignir hjá Askar Capital í lok dags Vignir Jónsson hjá Askar Capital var gestur Sindra Sindrasonar í lok dags hér á Vísi. 9.5.2008 17:39
Flugfélag Íslands leigir Fokker 50 vél til lettneska flugfélagsins Air Baltic Flugfélag Íslands og lettneska flugfélagið Air Baltic hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um leigu á einni Fokker 50 flugvél Flugfélags Íslands til Air Baltic. 9.5.2008 17:30
Atlantic Petroleum hækkað um rúm 7% Atlantic Petroleum hækkaði um 7,3% í dag en í heildina lokaði markaðurinn í mínus. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,45% og stendur í 4.901 stigi. 9.5.2008 16:01
Skilur vel vonbrigði hluthafa FL Group Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, skilur það vel að vonbrigði séu hjá hluthöfum með það hvernig hlutabréfaverð hafi þróast hjá félaginu en það verði að horfa á það að hlutabréf hafi almennt lækkað á markaði. 9.5.2008 15:42
Gott uppgjör hjá Snæfellsbæ Reksturinn hjá Snæfellsbæ skilaði tæplega 131 milljón kr. afgangi á síðasta ári. Ársreikningurinn var kynntur í sveitarstjórn í vikunni og síðari umræða fer fram í næstu viku. 9.5.2008 14:22
Flugfélag Íslands selur reksturinn á Twin Otter vélunum Flugfélag Íslands og Friðrik Adolfsson hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á Twin Otter rekstri Flugfélags Íslands. Kaupandinn, Friðrik Adolfsson, skrifar undir yfirlýsinguna fyrir hönd nokkurra fjárfesta, þar á meðal Norðanflugs. 9.5.2008 14:00