FL Group staðist mótbyr 10. maí 2008 04:00 Þrátt fyrir að smærri hluthafar sætu hjá samþykktu eigendur tæplega 99,9 prósent hlutafjár afskráningu FL Group. Fréttablaðið/Arnþór Stjórnarformaður FL Group segir félagið ekki hlaupa af markaði með skottið á milli lappanna. Búið sé að taka ábyrgðar ákvarðanir varðandi rekstur og fjárfestingar og eiginfjárstaða félagsins sé sterkt. Hluthafar samþykktu að afskrá FL Group í gær. Stjórnendur fá aukið svigrúm segir Jón Ásgeir. „Einhver kann að segja sem svo að FL Group sé að hlaupa af markaði með skottið á milli lappanna eftir mikið tap síðustu mánuði. Það er alls ekki svo. Það er auðvitað staðreynd að tapið hefur verið mikið en við höfum staðið af okkur mótbyrinn eins og komið hefur fram. Í uppgjöri félagsins í [fyrradag] er staða FL Group mjög sterk með eiginfjárstöðu uppá 115 milljarða,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, þegar hann kynnti tillögu um afskráningu félagsins á hluthafafundi í gær. Eigendur 99,86 prósenta hlutafjár samþykktu afskráninguna á fundinum í gær. Einn fundarmaður greiddi atkvæði gegn tillögunni en sjö fundarmenn sátu hjá. Aðrar tillögur sem lágu fyrir fundinum, meðal annars um skiptahlutfall bréfa í FL Group og Glitnis, voru samþykktar mótatkvæðalaust. Jón Ásgeir sagði við hluthafa að stjórnendur félagsins hefðu horft í augu við erfiðleikana og tekið ábyrgar ákvarðanir tengdar endurskipulagningu á fjárfestingum og rekstri félagsins. Í því sambandi hefði verið lyft grettistaki á nokkrum mánuðum. „Afskráning félagsins er aðeins rökrétt framhald á þeirri endurskipulagningu sem fór fram á síðustu mánuðum. Afskráningin gefur stjórnendum aukið svigrúm til að framfylgja langtímaáætlunum um markmið félagsins.“ Samkvæmt upplýsingum frá FL Group ætla eigendur að minnsta kosti 83 prósent hlutafjár í félaginu að vera áfram hluthafar. Þeir sem ekki vilja eiga óskráð bréf geta fengið bréfunum skipt fyrir hlutabréf í Glitni. Jón Ásgeir sagði skiptahlutföllin betri en hefðu boðist undanfarið á markaðnum. Ef hluthafi sem á 100 þúsund hluti í FL Group ákveður að skipta þeim út fær hann 39 þúsund bréf í Glitni. Markaðsverðmæti 100 þúsund FL bréfa í gær var um 644 þúsund en 39 þúsund hlutir í Glitni voru um 663 þúsund króna virði. Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Að segja upp án þess að brenna brýr Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Bretar fyrstir til að semja við Trump Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Sjá meira
Stjórnarformaður FL Group segir félagið ekki hlaupa af markaði með skottið á milli lappanna. Búið sé að taka ábyrgðar ákvarðanir varðandi rekstur og fjárfestingar og eiginfjárstaða félagsins sé sterkt. Hluthafar samþykktu að afskrá FL Group í gær. Stjórnendur fá aukið svigrúm segir Jón Ásgeir. „Einhver kann að segja sem svo að FL Group sé að hlaupa af markaði með skottið á milli lappanna eftir mikið tap síðustu mánuði. Það er alls ekki svo. Það er auðvitað staðreynd að tapið hefur verið mikið en við höfum staðið af okkur mótbyrinn eins og komið hefur fram. Í uppgjöri félagsins í [fyrradag] er staða FL Group mjög sterk með eiginfjárstöðu uppá 115 milljarða,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, þegar hann kynnti tillögu um afskráningu félagsins á hluthafafundi í gær. Eigendur 99,86 prósenta hlutafjár samþykktu afskráninguna á fundinum í gær. Einn fundarmaður greiddi atkvæði gegn tillögunni en sjö fundarmenn sátu hjá. Aðrar tillögur sem lágu fyrir fundinum, meðal annars um skiptahlutfall bréfa í FL Group og Glitnis, voru samþykktar mótatkvæðalaust. Jón Ásgeir sagði við hluthafa að stjórnendur félagsins hefðu horft í augu við erfiðleikana og tekið ábyrgar ákvarðanir tengdar endurskipulagningu á fjárfestingum og rekstri félagsins. Í því sambandi hefði verið lyft grettistaki á nokkrum mánuðum. „Afskráning félagsins er aðeins rökrétt framhald á þeirri endurskipulagningu sem fór fram á síðustu mánuðum. Afskráningin gefur stjórnendum aukið svigrúm til að framfylgja langtímaáætlunum um markmið félagsins.“ Samkvæmt upplýsingum frá FL Group ætla eigendur að minnsta kosti 83 prósent hlutafjár í félaginu að vera áfram hluthafar. Þeir sem ekki vilja eiga óskráð bréf geta fengið bréfunum skipt fyrir hlutabréf í Glitni. Jón Ásgeir sagði skiptahlutföllin betri en hefðu boðist undanfarið á markaðnum. Ef hluthafi sem á 100 þúsund hluti í FL Group ákveður að skipta þeim út fær hann 39 þúsund bréf í Glitni. Markaðsverðmæti 100 þúsund FL bréfa í gær var um 644 þúsund en 39 þúsund hlutir í Glitni voru um 663 þúsund króna virði.
Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Að segja upp án þess að brenna brýr Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Bretar fyrstir til að semja við Trump Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Sjá meira