Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálagið nokkuð stöðugt undanfarna daga

Skuldatryggingaálag bankanna hefur haldist nokkuð stöðugt undanfarna daga en það hefur sveiflast töluvert frá áramótum.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Glitnis. Álag á skuldatryggingar Kaupþings til 5 ára stendur nú í 435 punktum sem er 615 punktum minna en í lok mars þegar álagið náði hápunkti í 1.050 punktum.

Álagið á sambærilegar skuldatryggingar Glitnis hefur lækkað um 585 punkta frá því sem mest var og er nú 415 punktar og álag Landsbankans hefur lækkað um 545 punkta frá því í lok mars þegar álag á 5 ára skuldatryggingar Landsbankans náði hápunkti í 800 punktum.

Eins og greiningin hefur sagt áður bendir þessi lækkun skuldatryggingaálags bankanna frá því í lok mars til þess að þeir vogunarsjóðir og fjárfestar sem keypt hafa skuldatryggingar banka í löndum þar sem líkur þykja á efnahagsskelli í náinni framtíð, t.d. Íslandi, í þeim tilgangi að hagnast á fjármálaóstöðugleika, hafi gefið upp von um að sú þróun gangi nógu hratt eftir.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×