Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum hækkað um rúm 7%

Atlantic Petroleum hækkaði um 7,3% í dag en í heildina lokaði markaðurinn í mínus. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,45% og stendur í 4.901 stigi.

Mesta hækkun, utan Atlantic, varð hjá Flögu eða um 4,9% og FL Group eða um 1,1%.

Mesta lækkun varð hjá SPRON eða um 3,9%, Bakkavör lækkaði um 3,4% og Exista um 2,3%.

Gengisvísitalan hækkaði um 2,02% og veiktist gengið sem því nemur. Stendur vísitalan nú í 159,5 stigum og hefur ekki verið hærri síðan um páskana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×