Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu sló enn eitt metið

Heimsmarkaðsverð á olíu sló enn eitt metið á markaðinum í London í gær er tunnan fór í 126 dollara og 40 sent.

Ástæður hækkunarinnar eru sem fyrr ótti við að aðgerðir uppreisnarmanna í Nígeríu muni trufla mjög olíuframleiðsluna þar í landi. Að sögn sérfræðinga spilar einnig inn í dæmið aukin spenna í Mið-Austurlöndum.

Það eru nú auknar líkur á því að spádómar muni rætast um að olíuverðið fari í 200 dollara á tunnuna fyrir lok ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×