Viðskipti innlent

Gott uppgjör hjá Snæfellsbæ

Mynd/Jón Sigurður

Reksturinn hjá Snæfellsbæ skilaði tæplega 131 milljón kr. afgangi á síðasta ári. Ársreikningurinn var kynntur í sveitarstjórn í vikunni og síðari umræða fer fram í næstu viku.

Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 1,1 milljón kr. halla á rekstrinum á síðasta ári. Betri afkoma en vænst var skýrist að stórum hluta af auknum framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en þau urðu 96 milljónum kr. hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×