Viðskipti innlent

Danskir bankar tipla á tánum kringum Ísland

Andrúmsloftið í kringum efnahag Íslands og íslensku bankanna er orðið svo taugatrekkt að danskir bankar tipla á tánum í greiningum sínum á ástandinu.

Þetta kemur fram í grein í viðskiptablaðinu Börsen í dag. Meðal annars er rætt við Lars Christiansen forstjóra Saxo bank en greining þess banka sendi frá sér mjög neikvæða umsögn um Kaupþing í febrúar síðastliðnum. Sagði þar raunar að Kaupþing rambaði á barmi gjaldþrots.

Lars segir að nú séu þeir og aðrir danskir bankar orðnir mun varkárari er kemur að greiningum sínum hvað Ísland varðar enda vilji þeir ekki vera neikvæðir meðan svo mikil spenna ríkir á markaðinum eins og raun ber vitni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×