Fleiri en Seðlabankinn fái gert upp krónubréf Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. maí 2008 00:01 Ekki er lítið verk að hreinsa glerhýsi þessa lands svo sem gluggaþvottamenn fengu að reyna á Kauphöll Íslands fyrir skömmu. Markaðurinn/Stefán Engin haldbær rök liggja til stuðnings einkaréttar Seðlabanka Íslands að annast efndalok greiðslufyrirmæla vegna viðskipta með rafbréf í íslenskum krónum. Þetta segir í umsögn Viðskiptaráðs Íslands um breytingar á lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa. Lögunum er verið að breyta til að lagaramminn heimili hér kauphallarviðskipti með hlutabréf í annarri mynt en krónum. Í kjölfar athugasemda Seðlabankans rétt áður en skrá átti hlutabréf Straums-Burðaráss í evrur síðasta haust var þeim áformum slegið á frest og vinna hafin við að kanna nauðsynlegar lagabreytingar. Breytt lög um rafræna eignaskráningu verðbréfa á að afgreiða á Alþingi núna í vor. Í haust er svo stefnt að því að Seðlabanki Finnlands taki að sér lokauppgjör evrubréfaviðskipta í Kauphöllinni hér. Viðskiptaráð gerir hins vegar athugasemd við að Seðlabankinn hafi eftir sem áður einkarétt á uppgjöri viðskipta bréfa í krónum. „Þessi einkaréttur er hvorki rökstuddur í greinargerð frumvarpsins né í tillögum nefndar viðskiptaráðherra frá 19. desember 2007. Um efndalok greiðslufyrirmæla eiga að gilda sömu reglur óháð þeirri mynt sem um ræðir og þannig ætti verðbréfamiðstöðvum hér á landi að vera gert kleift að annast öll efndalok.“ Þá bendir Viðskiptaráð á að þótt frumvarpið geri bara ráð fyrir umsagnarrétti Seðlabankans með uppgjörskerfum fyrir verðbréf og greiðslur í fjármálaviðskiptum til Fjármálaeftirlitsins (FME) hafi bankinn í raun neitunarvald, því hann eigi jafnframt að gera tillögu að greiðslukerfi til ráðherra. Það muni bankinn ekki gera ef hann lýsi sig andsnúinn tilteknu greiðslukerfi. Viðskiptaráð leggur til að skýrðar verði fremur skyldur FME og Seðlabankans til samráðs vegna uppgjörsreglna verðbréfamiðstöðva. „Í ljósi einarðrar afstöðu Seðlabankans gegn upgjöri sem og skráningu hlutabréfa tiltekinna fyrirtækja í erlendum myntum og í ljósi hlutverks FME samkvæmt frumvarpi þessu“ kveðst Viðskiptaráð fremur telja að FME ætti að gegna formennsku í samráðsnefnd verðbréfamiðstöðva, kauphalla, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands, fremur en Seðlabankinn líkt og kveðið er á um í lagabreytingafrumvarpinu. Nefnd þessi á að fjalla um samskipti þessara stofnana í tengslum við frágang viðskipta. „Nefndarformaður sem hefur engra hagsmuna að gæta í þeim samskiptum er betur til þess fallinn að auka trúverðugleika nefndarinnar,“ segir í áliti Viðskiptaráðs. Aðrir sem sendu inn umsagnir gera við það litlar athugasemdir. Samtök atvinnulífsins árétta mikilvægi þess að „engar hömlur séu lagðar á skráningu og viðskipti með hlutabréf í íslenskum fyrirtækjum í erlendri mynt eða önnur verðbréf í erlendri mynt“. Viðskiptanefnd Alþingis tekur í lok þessarar viku og byrjun næstu á dagskrá frumvarpið, en að sögn Ágústs Ólafar Ágústssonar, formanns nefndarinnar, er fastlega að því stefnt að Alþingi afgreiði breytingar á lögunum fyrir sumarfrí. Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Engin haldbær rök liggja til stuðnings einkaréttar Seðlabanka Íslands að annast efndalok greiðslufyrirmæla vegna viðskipta með rafbréf í íslenskum krónum. Þetta segir í umsögn Viðskiptaráðs Íslands um breytingar á lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa. Lögunum er verið að breyta til að lagaramminn heimili hér kauphallarviðskipti með hlutabréf í annarri mynt en krónum. Í kjölfar athugasemda Seðlabankans rétt áður en skrá átti hlutabréf Straums-Burðaráss í evrur síðasta haust var þeim áformum slegið á frest og vinna hafin við að kanna nauðsynlegar lagabreytingar. Breytt lög um rafræna eignaskráningu verðbréfa á að afgreiða á Alþingi núna í vor. Í haust er svo stefnt að því að Seðlabanki Finnlands taki að sér lokauppgjör evrubréfaviðskipta í Kauphöllinni hér. Viðskiptaráð gerir hins vegar athugasemd við að Seðlabankinn hafi eftir sem áður einkarétt á uppgjöri viðskipta bréfa í krónum. „Þessi einkaréttur er hvorki rökstuddur í greinargerð frumvarpsins né í tillögum nefndar viðskiptaráðherra frá 19. desember 2007. Um efndalok greiðslufyrirmæla eiga að gilda sömu reglur óháð þeirri mynt sem um ræðir og þannig ætti verðbréfamiðstöðvum hér á landi að vera gert kleift að annast öll efndalok.“ Þá bendir Viðskiptaráð á að þótt frumvarpið geri bara ráð fyrir umsagnarrétti Seðlabankans með uppgjörskerfum fyrir verðbréf og greiðslur í fjármálaviðskiptum til Fjármálaeftirlitsins (FME) hafi bankinn í raun neitunarvald, því hann eigi jafnframt að gera tillögu að greiðslukerfi til ráðherra. Það muni bankinn ekki gera ef hann lýsi sig andsnúinn tilteknu greiðslukerfi. Viðskiptaráð leggur til að skýrðar verði fremur skyldur FME og Seðlabankans til samráðs vegna uppgjörsreglna verðbréfamiðstöðva. „Í ljósi einarðrar afstöðu Seðlabankans gegn upgjöri sem og skráningu hlutabréfa tiltekinna fyrirtækja í erlendum myntum og í ljósi hlutverks FME samkvæmt frumvarpi þessu“ kveðst Viðskiptaráð fremur telja að FME ætti að gegna formennsku í samráðsnefnd verðbréfamiðstöðva, kauphalla, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands, fremur en Seðlabankinn líkt og kveðið er á um í lagabreytingafrumvarpinu. Nefnd þessi á að fjalla um samskipti þessara stofnana í tengslum við frágang viðskipta. „Nefndarformaður sem hefur engra hagsmuna að gæta í þeim samskiptum er betur til þess fallinn að auka trúverðugleika nefndarinnar,“ segir í áliti Viðskiptaráðs. Aðrir sem sendu inn umsagnir gera við það litlar athugasemdir. Samtök atvinnulífsins árétta mikilvægi þess að „engar hömlur séu lagðar á skráningu og viðskipti með hlutabréf í íslenskum fyrirtækjum í erlendri mynt eða önnur verðbréf í erlendri mynt“. Viðskiptanefnd Alþingis tekur í lok þessarar viku og byrjun næstu á dagskrá frumvarpið, en að sögn Ágústs Ólafar Ágústssonar, formanns nefndarinnar, er fastlega að því stefnt að Alþingi afgreiði breytingar á lögunum fyrir sumarfrí.
Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira