Viðskipti erlent

Verð á hrísgrjónum rýfur 1.000 dollara múrinn

Verð á hrísgrjónum til útflutnings frá Tælandi, helstu birgðastöðvar hrísgrjóna í heiminum, fór í fyrsta sinn yfir 1000 Bandaríkjadali tonnið í dag er kaupendur kepptust um að tryggja sér nægan forða.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Glitnis. Þar segir að höft á útflutningi frá ýmsum löndum og aukin eftirspurn í heiminum hafa keyrt hrísgrjónaverð á hrávörumörkuðum upp í nýjar hæðir á árinu.

Enn fremur hafa náttúrhamfarirnar í Myanmar áhrif til hækkunar hrísgrjónaverðs, en þær eyðilögðu hrísgrjónauppskeru landsins. Hrísgrjón eru aðalfæða um helmings mannkyns og hátt verð á þeim stuðlar að auknum óstöðugleika og hungri í heiminum.

Haft er eftir embættismanni hjá samtökum tælenskra hrísgrjónaútflytjenda að algeng hrísgrjónategund sem kostar 900 dali tonnið í dag hafi kostað 294 dali tonnið fyrir ári síðan






Fleiri fréttir

Sjá meira


×