Viðskipti erlent

Rupert Murdoch dró til baka tilboð sitt í Newsday

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rupert Murdoch.
Rupert Murdoch.

Fjölmiðlafyrirtæki í eigu Ruperts Murdoch, hefur dregið til baka tilboð sitt í bandaríska dagblaðið Newsday en líklegt þótti að samningur um kaupin myndi ná í gegn.

Fjölmiðlafyrirtækið, sem rekur meðal annars Wall Street Journal og New York Post, hafði boðið sem nemur 46 milljörðum íslenskra króna í Newdays. Það kom á óvart að tilboðið skyldi dregið til baka því að Rubert Murdoch hafði lýst því yfir fyrir einungis fáeinum dögum að viðræður um kaupin væru býsna langt á veg komnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×