Eini íslenski bankinn á ráðstefnu UBS Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. maí 2008 02:15 Hreiðar Már Sigurðsson Hreiðar Már, sem er forstjóri Kaupþings, kynnti starfsemi bankans á risaráðstefnu fjármálageirans í New York í byrjun vikunnar. Svissneski stórbankinn UBS stendur fyrir ráðstefnunni, sem er árviss viðburður. Mynd/kaupþing Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, kynnti Kaupþing á fjölmennri ráðstefnu fyrir alþjóðlega fjárfesta sem risabankinn UBS stendur fyrir og fer fram í New York. UBS 2008 Global Financial Services-ráðstefnan er ein af helstu bankaráðstefnum ársins. Viðstaddir eru allir stærstu bankar heims en ráðstefnunni, sem hófst á mánudag, lýkur í dag. Kaupþing er eini íslenski bankinn á ráðstefnunni í ár, en alls kynntu forstjórar sjötíu banka starfsemi sína fyrir fjárfestum. Þar af er fjórir norrænir bankar, SEB, Nordea og Swedbank auk Kaupþings. Hreiðar Már var með erindi sitt á mánudag. Næstur á eftir honum í pontu í þeim hluta ráðstefnunnar var svo Sir Fred Goodwin, forstjóri Royal Bank of Scotland. Hreiðar Már fór yfir hvernig bankanum hefur reitt af í lausafjárkreppunni og óstöðugu rekstrarumhverfi hér heima vegna veikingar krónunnar. Hann kvaðst ánægður með árangurinn og benti á að nú hefðu borgað sig kostnaðarsamar varnir bankans síðustu ár gegn falli krónunnar. Þá kynnti hann aðgerðir sem gripið hafði verið til í fjármögnun bankans og nýlega kynntar breytingar í Bretlandi þar sem aflögð verður starfsemi utan kjarnastarfsemi bankans. Eins kvaðst Hreiðar Már ánægður með gengi nýrra EDGE innlánareikninga bankans á netinu og kvað innlagnir á fyrsta fjórðungi einum hafa verið yfir einum milljarði evra. „Apríl var okkar besti mánuður til þessa og við öflum daglega nýrra viðskiptavina á öllum mörkuðum,“ sagði hann og bað fundargesti glettinn að láta vinsamlegast ekki starfsmenn UBS, sem heldur ráðstefnuna, vita að á næstu tveimur vikum standi fyrir dyrum markaðssókn Kaupþings inn á Svisslandsmarkað með EDGE-reikningana. UBS er sem kunnugt er svissneskur risabanki sem starfar á heimsvísu. Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, kynnti Kaupþing á fjölmennri ráðstefnu fyrir alþjóðlega fjárfesta sem risabankinn UBS stendur fyrir og fer fram í New York. UBS 2008 Global Financial Services-ráðstefnan er ein af helstu bankaráðstefnum ársins. Viðstaddir eru allir stærstu bankar heims en ráðstefnunni, sem hófst á mánudag, lýkur í dag. Kaupþing er eini íslenski bankinn á ráðstefnunni í ár, en alls kynntu forstjórar sjötíu banka starfsemi sína fyrir fjárfestum. Þar af er fjórir norrænir bankar, SEB, Nordea og Swedbank auk Kaupþings. Hreiðar Már var með erindi sitt á mánudag. Næstur á eftir honum í pontu í þeim hluta ráðstefnunnar var svo Sir Fred Goodwin, forstjóri Royal Bank of Scotland. Hreiðar Már fór yfir hvernig bankanum hefur reitt af í lausafjárkreppunni og óstöðugu rekstrarumhverfi hér heima vegna veikingar krónunnar. Hann kvaðst ánægður með árangurinn og benti á að nú hefðu borgað sig kostnaðarsamar varnir bankans síðustu ár gegn falli krónunnar. Þá kynnti hann aðgerðir sem gripið hafði verið til í fjármögnun bankans og nýlega kynntar breytingar í Bretlandi þar sem aflögð verður starfsemi utan kjarnastarfsemi bankans. Eins kvaðst Hreiðar Már ánægður með gengi nýrra EDGE innlánareikninga bankans á netinu og kvað innlagnir á fyrsta fjórðungi einum hafa verið yfir einum milljarði evra. „Apríl var okkar besti mánuður til þessa og við öflum daglega nýrra viðskiptavina á öllum mörkuðum,“ sagði hann og bað fundargesti glettinn að láta vinsamlegast ekki starfsmenn UBS, sem heldur ráðstefnuna, vita að á næstu tveimur vikum standi fyrir dyrum markaðssókn Kaupþings inn á Svisslandsmarkað með EDGE-reikningana. UBS er sem kunnugt er svissneskur risabanki sem starfar á heimsvísu.
Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira