Viðskipti innlent

Samdráttur á föstu verði

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Útflutt aflaverðmæti allra tegunda nema skeldýra, krabba og flatfisks jókst milli ára samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar.
Útflutt aflaverðmæti allra tegunda nema skeldýra, krabba og flatfisks jókst milli ára samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar.
Á síðasta ári nam verðmæti útfluttra sjávarafurða 127 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Verðmætaaukningin er 2,8 prósent frá fyrra ári. Sé framleiðslan hins vegar mæld á föstu gengi dróst hún saman um 2,3 prósent.

„Fluttar voru út sjávarafurðir að verðmæti 127,6 milljarða króna og jókst verðmæti þeirra milli ára um 2,6 prósent en dróst saman í tonnum um 6,3 prósent,“ segir jafnframt í frétt Hagstofunnar, en útflutt afurðaverðmæti allra aflategunda nema skel- og krabbadýra og flatfisks jókst frá fyrra ári. „Af heildarútflutningi sjávarafurða fóru 80 prósent til Evrópska efnahagssvæðisins, 6,2 prósent til Norður-Ameríku og 6,1 prósent til Asíu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×