Viðskipti erlent

Enn fitnar olíusjóðurinn - Metuppgjör hjá Statoil

Norski olíusjóðurinn heldur áfram að fitna en StatoilHydros hefur birt uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung. Samkvæmt því nam hagnaður félagsins eftir skatta nam um 240 milljörðum kr.

Aldrei áður í sögunni hefur norskt félag skilað jafnmiklum hagnaði á einum ársfjórðungi. Þess ber að geta að árið hefur verið sérlega gott fyrir flest olíufélög heimsins þar sem verðið á tunnunni hefur verð vel yfir 100 dollara á síðari hluta tímabilsins

Alls numu tekjur StatoilHydros rúmum 51 milljarði nkr. eða sem svarar til rúmlega 750 milljarða kr. á ársfjórðungnum. Framleiðslan á tímabilinu nam tæplega 1,9 milljón tunna á dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×